Leita í fréttum mbl.is

Heilögu landamćrin og Rússar.

Evrópusambandiđ og Bandaríkin hafa fariđ mikinn vegna ţess ađ Rússar tóku yfir Krímiskaga eftir ađ viđsjár höfđu aukist međ Úkraínu og Rússlandi í kjölfar stjórnarbyltingar í Úkraínu ţar sem hin nýju stjórnvöld lýstu yfir eindregnum vilja til ađ snúa sér til Evrópusambandsins og Bandaríkjanna en efna til óvinafagnađar viđ Rússland.

Vesturveldin ţ.e. Bandaríkin og Evrópusambandiđ sögđu ađ landamćri vćru heilög og settu viđskiptabann á Rússland vegna yfirtöku Krímskaga. Íslenska ríkisstjórnin kaus ađ vera međ og ţáverandi utanríkisráđherra Gunnar Bragi flutti til Kíev í Úkraínu tímabundiđ til ađ lýsa yfir samstöđu viđ Úkraínu.

Ţrátt fyrir ađ meirihluti ţeirra sem búa á Krím séu Rússar og Krímskagi hafi lengstum tilheyrt Rússlandi ţá kusu Vesturveldin ađ nýta sér ţetta til ađ efna til fjandskapar viđ Rússa.

Heilög landamćri skv. túlkun Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í kjölfar ţessa voru ţau ađ landamćri vćru óumbreytanleg og aldrei kćmi til greina ađ ţeim vćri breytt međ hervaldi. Flest landamćri í Evrópu og víđar eru ţó eins og ţau eru vegna ţess ađ beitt var hervaldi. Sjálfsákvörđunarréttur íbúanna varđ allt í einu aukaatriđi í huga vestrćnna stjórnmálamanna sem kusu ađ halda fram óbreytanleika landamćra.

Í gćr lék Ísland landsleik í knattspyrnu viđ Kósóvó. Hvađ er Kósóvó? Hvađa land er ţađ og hvernig varđ ţađ til. Kósóvó var hluti af Serbíu og síđar Júgóslavíu ţegar sigurvegarar fyrra heimsstríđs breyttu landamćrum međ hervaldi. 

Ţegar Júgóslavía var ađ leysast upp um síđustu aldamót og til urđu ríkin Slóvenía, Króatía, Bosnía-Hersegóvína, Svartfjallaland, Makedónía og Serbía,  urđu róstur í Kósóvó. Serbar töldu Kósóvó tilheyra Serbíu eins og ţađ hafđi gert um langa hríđ. Átök blossuđu upp milli Serba og Albana sem bjuggu í Kósóvó og ţegar Serbar létu kné fylgja kviđi til ađ koma uppreisnarmönnum af albönsku ţjóđerni í burtu,réđust Vesturveldin á Serbíu.

Nato sem hafđi fram ađ aldamótunum eingöngu veriđ varnarbandalag breyttist úr varnarbandalagi í árásarbandalag undir forustu Bandaríkjanna og fullum vilja Evrópuríkja. Ísland gerđi enga fyrirvara vegna ţessa. Árás var gerđ á Serbíu m.a. höfuđborgina og Serbar neyddir til ađ hörfa frá eigin landi og fyrir tilstyrk og forustu  Bill Clinton ţáverandi Bandaríkjaforseta varđ Kósóvó verndarsvćđi Sameinuđu ţjóđanna og lýsti síđan yfir einhliđa sjálfstćđi áriđ 2008 viđ fagnađaróp stjórnenda Vesturveldanna. Landamćri Serbíu voru nú ekki heilagri en ţađ.

Vesturveldin töldu sjálfsagt ađ breyta landamćrum Serbíu međ hervaldi og taka Kósóvó frá Serbum. Sex árum síđar mótuđu ţau ţá stefnu ađ aldrei mćtti breyta landamćrum međ hervaldi. Alla vegar ekki ţegar um Krímskaga vćri ađ rćđa.

Öll ţessi framganga skammsýnna vestrćnna stjórnmálamanna er dapurleg. Í fyrsta lagi var ţađ hiđ versta óráđ ađ breyta Nato í árásarbandalag. Í öđru lagi var ţađ hiđ versta óráđ og óafsakanlegt ađ ráđast á Serbíu međ ţeim hćtti sem gert var. Í ţriđja lagi var óráđ ađ efna til ófriđar í austurvegi viđ Rúss.

Alvarleg og raunveruleg ógn steđjar nú ađ Vesturlöndum, Rússum og fleirum. Rússar geta í ţeirri baráttu veriđ og eiga ađ vera okkar traustustu bandamenn. Ţess vegna verđa leiđtogar Vesturveldana ađ sýna í verki nýja nálgun gagnvart Rússum og gera okkur og ţeim kleyft ađ auka tengsl og efla samstarf.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og er ţá eftir ađ tíunda ofsóknirnar gegn 20 milljón Rússum í Austur Úkraínu..

GB (IP-tala skráđ) 25.3.2017 kl. 11:12

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Loftárásin á sjónvarpsstöđina í Belgrad var skammarleg og í raun stríđsglćpur, ţví miđur. 

Ómar Ragnarsson, 25.3.2017 kl. 17:22

3 Smámynd: Ólafur Als

Sćll,

ţađ er vel ađ ná góđum samskiptum viđ Rússa og finna hag í ţví ađ eiga viđ ţá viđskipti. Hins vegar getur ţađ ekki veriđ til eftirbreytni ađ verđlauna ţá fyrir innrás á Krímskagann og innlimun hans í rússneska stórríkiđ. Fć ekki skiliđ hvernig hćgt er ađ rétlćta slíkt, jafnvel ţó svo ađ meirihluti íbúa séu ţar af rússnesku bergi ... deilan um Kosóvo verđur ekki leyst međ ţví ađ bera hana saman viđ innrás Rússa og yfirtöku Krímskagans. Rússar hafa undirgengist alţjóđa samninga um ađ virđa landamćri Úkraínu. Ađ auki er samanburđurinn viđ Kosóvo meingallađur ađ öđru leyti einnig; ef vísa á í rússnesk áhrif á Krímskaga á ţá ekki ađ benda á albönsk áhrif í Kosóvo? Nú er ţađ svo ađ Rússar munu varla skila ţessu landi. Ekki frekar en ţví sem ţeir stálu af Finnum, Japönum og um samdist ađ ţeir fengju af Póllandi - og ţađ ţrátt fyrir ađ ráđast inn í ţađ land skömmu eftir innrás Ţjóđverja sem markađi upphaf seinni styrjaldar. Í mínum huga er ţetta mál einfalt; Rússum ber ađ skila Krímskaga.

Ólafur Als, 25.3.2017 kl. 17:58

4 Smámynd: Elle_

Eg skil ekki af hverju svo margir á Íslandi sjá stríđ Serba GEGN Bosníu, Kosovo og Króatíu svona frá allt öđrum bćjardyrum en ég horfđi á árum saman í fréttum nokkurra stöđva í Massachusetts 1990 +  Grimmir glćpir Serba gegn ţessu fólki, mest gegn karlmönnum. Og alveg sama hvort ţađ voru ungir strákar eđa gamlir menn.

Grimmileg fjöldamorđ voru framin af Serbum á 8 ţúsund ungum drengjum og mönnum í Bosníu, ţeim var beinlínis slátrađ, kallađ the SREBRENICA MASSACRE.

Ţađ sjá líka of margir grimmd Ísraelsstjórnar gegn Palestínu frá röngum sjónarhóli.

Elle_, 25.3.2017 kl. 18:39

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikiđ assgoti er óţreyjan hjá ţessum gömlu ESB,löndum orđin yfirţyrmandi í átök og yfirgang.Ţeim er orđiđ ţađ illţolanlegt ađ landamćri standi í vegi ţeirra heilagleika ađ víkka  yfirráđasvćđi sitt út.Ţađ segir fátt af stćkkunarstjóra ţeirra núna,ţegar fleiri ađildarlönd en England óska ađ feta í fótspor ţeirra og ganga út.Verđur ekki ráđinn útgöngustjóri,? 

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2017 kl. 03:21

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ţetta stutta söguágrip ćtti hreinlega ađ gera ađ skyldulesningu fyrir unga utanríkisráđherra, líkt og fyrir bjálfann sem ţú vitnađir til.

Varla trúi ég ţví nú, ađ ţú tilheyrir enn flokki handbenda ţeirra frćnda Bjarna og Benedikts?

Jónatan Karlsson, 26.3.2017 kl. 08:30

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ţađ er alveg rétt GB.

Jón Magnússon, 26.3.2017 kl. 10:16

8 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Ómar ţađ var líka árásin á Kínverska sendiráđiđ í Belgrad. Fyrst gerđ var loftárás á kínverska sendiráđiđ í Belgrad ţá getur fólk ímyndađ sér hvađ loftárásirnar voru miklar og bitnuđu á almennum borgurum.

Jón Magnússon, 26.3.2017 kl. 10:17

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ólafur ţađ er alveg rétt ađ gengiđ var á fjölţjóđlega samninga. En veraldarsagan kennir okkur ţađ ađ slíkt gerist jafnan ţegar ađstćđur breytast og ţess vegna hafa ábyrgir ađilar alltaf vitađ ađ gamla vígorđ Rómverja "Arma tuendum pace" (Vopnin verja friđin) á oft viđ. Víđa í Evrópu hafa landamćri veriđ dregin af sigurvegurum og gengiđ á rétt ţjóđernishópa eins og t.d. fćrsla landamćra Póllands til vesturs. Fćrsla landamćra Úkraínu til vesturs. Landamćri Ungverjalands og Rúmeníu eru dregin af sigurvegurum í fyrra stríđi og eru óréttlát gagnvart Ungverjum og ţannig mćtti lengi telja. Hvađ svo sem ţví líđur ţá datt engum í hug ađ Rússar létu Krímskagann frá sér. Ţeir gerđu ţađ aldrei í raun ţó ađ Krúsjév ţáverandi Sovétleiđtogi fćrđi Úkraínumönnum hann ađ gjöf í einu fylleríinu sínu. Krímskaginn er og hefur veriđ hluti af Rússlandi ţó svo ađ ţessi formlega fćrsla á sjötta áratug síđustu aldar hafi átt sér stađ, ţá var Krímskaginn í raun aldrei skilin frá Rússlandi.

Jón Magnússon, 26.3.2017 kl. 10:24

10 Smámynd: Jón Magnússon

Elle viđ fengum ansi einhliđa fréttir af stríđinu í gömlu Júgóslavíu. Stríđiđ í Júgóslavíu var ógeđslegt og mađur átti bágt međ ađ trúa ađ svona mikil grimmd gćti búiđ međ fólki í Evrópu. Viđ skođun sögunnar sést ađ ţetta er ađ verulegum hluta arfleifđin frá yfirráđum Tyrkja. Slóvenía komst út úr ríkjasambandinu án teljandi erfiđleika. Króatar frömdu óafsakanleg grimmdarverk gagnvart Serbum og múslimum í Bosníu Hersegóvínu. Króatar innlimuđu auk ţess landssvćđi sem var nánast eingöngu setiđ af Serbum og hröktu ţá á brott sem ţeir drápu ekki. Mestu átökin stóđu í Bosníu Hersegóvínu sem er e.t.v. skiljanleg vegna samsetningar íbúa landsins og ţess ađ ţetta var lengst af átakasvćđiđ milli Vestursins og Tyrkjaveldis.  Serbar guldu fyrir ţađ ađ vera undir stjórn kommúnista og vera sterki ađilinn og fengu e.t.v. ţess vegna mun neikvćđari umfjöllun en ađrir stríđsglćpahópar á ţessum tíma.

Ekki má síđan gleyma ţví ađ í kjölfar herhlaups NATO gegn Serbum ţá framdi fólk af Albönskum uppruna í Kósóvó óafsakanleg hryđjuverk gagnvart Serbum á svćđinu og hröktu meginhluta ţeirra á flótta frá landssvćđinu.

Jón Magnússon, 26.3.2017 kl. 10:31

11 Smámynd: Jón Magnússon

Evrópusambandiđ ber mikla ábyrgđ á ţróun mála í Úkraínu Helga ţađ er alveg rétt.

Jón Magnússon, 26.3.2017 kl. 10:32

12 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir Jónatan.

Jón Magnússon, 26.3.2017 kl. 10:32

13 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Landamćralausar, bankafalsađar og kauphallaspilavítis snúningshjólađar tölvutölur spilafíkla heimsins. Bćta daglega í stćrri blekkingarloftbólu, eins og enginn sé morgundagurinn? Sumir kalla ţetta hagnađ og ađrir virđisauka?

Almenningur heimsins ţrćlar launarćndur á hamsturshjólum  bankafangabúra ţessa glćpaspilafíkla.

Ţađ er enginn munur á almenningi í Rússlandi og öđrum löndum, og almenningi á Íslandi.

Landamćrin eru viđ bankarimla glćpafjármálabankakerfi heimsins.

Tómt mál ađ tala um snefil af trausti almennings á landamćralausu og bankasamtengdu glćpafjármálakerfi heimsins.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 26.3.2017 kl. 13:30

14 identicon

Elle
Fjöldamorđ voru líka framin af Kosovo-Albönum, en lokiđ lagt á hjá fréttamiđlum.
Ţađ var bara fyrst til ađ byrja međ, sem viđ fengum fréttir frá báđum ađilum, en ţegar víst varđ ađ vesturlönd og ţá sértaklega Bandaríkin voru á ţví ađ fylgja múslimum í ţessu stríđi og byrjuđu ađ bomba Serbíu, kommúnistana,  ţá byrjuđu "fals fréttirnar" ađ berast á fćribandi og allt fundiđ Serbum til foráttu.
Kosovo verđur hérađ í Albaníu ef ţađ er ekki ţegar orđiđ ţađ - ţökk veri NATO og USA.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráđ) 26.3.2017 kl. 13:37

15 Smámynd: Ólafur Als

Er ekki kominn tími á ađ leiđrétta ţessa vitleysu međ ađ Nikita hafi í ölćđi gefiđ Krímskagann? Ađsta stjórnarráđ Sovétanna stóđ ađ baki ţeim gjörnini vegna 300 ára afmćlis innlimunar Úkraínu í keisaradćmiđ, rússneska. Fleira kann og ađ hafa legiđ ađ baki en ţessi ákvörđun var tekin af 13 einstaklingum ráđsins - samhljóđa - og var ţrátt fyrir allt brot á sovésku stjórnarskránni. Einnig er vert ađ taka fram ađ Nikita var Rússi en bar góđan hug til Úkraínumanna. 

Fyrir réttum 20 árum var uppáskrifađur alţjóđlegur samningur um ađ Rússar viđurkenndu landamćri Úkraínu og ađ Krímskaginn vćri hluti landsins. Rússar hafa og ráđist inn í Georgíu, hrifsađ ţar land og viđhalda dólgshćtti sínum ţar enn. Eins og gefur ađ skilja munu veikburđa ţvinganir ekki hreyfa viđ einrćđisstjórninni í Kreml. Rússneski björninn hefur aldrei skiliđ annađ en steyttan hnefann og getur ţví fariđ fram eins og hann vill. Ekki ósvipađ og hjá Kinverjum gegnvart Tíbet og nú undir ţađ síđast í Suđur Kínahafi. Dólgar virđast komast upp međ ofbeldi - en algerlega ótćkt ađ viđ aumir íbúar eyjunnar bláu göngum í liđ međ dólgunum og réttlćtum ţeirra ađferđir. 

Ólafur Als, 26.3.2017 kl. 19:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 40
  • Sl. sólarhring: 394
  • Sl. viku: 3877
  • Frá upphafi: 2428098

Annađ

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 3584
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband