25.3.2017 | 09:22
Heilögu landamærin og Rússar.
Evrópusambandið og Bandaríkin hafa farið mikinn vegna þess að Rússar tóku yfir Krímiskaga eftir að viðsjár höfðu aukist með Úkraínu og Rússlandi í kjölfar stjórnarbyltingar í Úkraínu þar sem hin nýju stjórnvöld lýstu yfir eindregnum vilja til að snúa sér til Evrópusambandsins og Bandaríkjanna en efna til óvinafagnaðar við Rússland.
Vesturveldin þ.e. Bandaríkin og Evrópusambandið sögðu að landamæri væru heilög og settu viðskiptabann á Rússland vegna yfirtöku Krímskaga. Íslenska ríkisstjórnin kaus að vera með og þáverandi utanríkisráðherra Gunnar Bragi flutti til Kíev í Úkraínu tímabundið til að lýsa yfir samstöðu við Úkraínu.
Þrátt fyrir að meirihluti þeirra sem búa á Krím séu Rússar og Krímskagi hafi lengstum tilheyrt Rússlandi þá kusu Vesturveldin að nýta sér þetta til að efna til fjandskapar við Rússa.
Heilög landamæri skv. túlkun Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í kjölfar þessa voru þau að landamæri væru óumbreytanleg og aldrei kæmi til greina að þeim væri breytt með hervaldi. Flest landamæri í Evrópu og víðar eru þó eins og þau eru vegna þess að beitt var hervaldi. Sjálfsákvörðunarréttur íbúanna varð allt í einu aukaatriði í huga vestrænna stjórnmálamanna sem kusu að halda fram óbreytanleika landamæra.
Í gær lék Ísland landsleik í knattspyrnu við Kósóvó. Hvað er Kósóvó? Hvaða land er það og hvernig varð það til. Kósóvó var hluti af Serbíu og síðar Júgóslavíu þegar sigurvegarar fyrra heimsstríðs breyttu landamærum með hervaldi.
Þegar Júgóslavía var að leysast upp um síðustu aldamót og til urðu ríkin Slóvenía, Króatía, Bosnía-Hersegóvína, Svartfjallaland, Makedónía og Serbía, urðu róstur í Kósóvó. Serbar töldu Kósóvó tilheyra Serbíu eins og það hafði gert um langa hríð. Átök blossuðu upp milli Serba og Albana sem bjuggu í Kósóvó og þegar Serbar létu kné fylgja kviði til að koma uppreisnarmönnum af albönsku þjóðerni í burtu,réðust Vesturveldin á Serbíu.
Nato sem hafði fram að aldamótunum eingöngu verið varnarbandalag breyttist úr varnarbandalagi í árásarbandalag undir forustu Bandaríkjanna og fullum vilja Evrópuríkja. Ísland gerði enga fyrirvara vegna þessa. Árás var gerð á Serbíu m.a. höfuðborgina og Serbar neyddir til að hörfa frá eigin landi og fyrir tilstyrk og forustu Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta varð Kósóvó verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna og lýsti síðan yfir einhliða sjálfstæði árið 2008 við fagnaðaróp stjórnenda Vesturveldanna. Landamæri Serbíu voru nú ekki heilagri en það.
Vesturveldin töldu sjálfsagt að breyta landamærum Serbíu með hervaldi og taka Kósóvó frá Serbum. Sex árum síðar mótuðu þau þá stefnu að aldrei mætti breyta landamærum með hervaldi. Alla vegar ekki þegar um Krímskaga væri að ræða.
Öll þessi framganga skammsýnna vestrænna stjórnmálamanna er dapurleg. Í fyrsta lagi var það hið versta óráð að breyta Nato í árásarbandalag. Í öðru lagi var það hið versta óráð og óafsakanlegt að ráðast á Serbíu með þeim hætti sem gert var. Í þriðja lagi var óráð að efna til ófriðar í austurvegi við Rúss.
Alvarleg og raunveruleg ógn steðjar nú að Vesturlöndum, Rússum og fleirum. Rússar geta í þeirri baráttu verið og eiga að vera okkar traustustu bandamenn. Þess vegna verða leiðtogar Vesturveldana að sýna í verki nýja nálgun gagnvart Rússum og gera okkur og þeim kleyft að auka tengsl og efla samstarf.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.2.): 8
- Sl. sólarhring: 244
- Sl. viku: 1593
- Frá upphafi: 2489238
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1433
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson
Athugasemdir
Og er þá eftir að tíunda ofsóknirnar gegn 20 milljón Rússum í Austur Úkraínu..
GB (IP-tala skráð) 25.3.2017 kl. 11:12
Loftárásin á sjónvarpsstöðina í Belgrad var skammarleg og í raun stríðsglæpur, því miður.
Ómar Ragnarsson, 25.3.2017 kl. 17:22
Sæll,
það er vel að ná góðum samskiptum við Rússa og finna hag í því að eiga við þá viðskipti. Hins vegar getur það ekki verið til eftirbreytni að verðlauna þá fyrir innrás á Krímskagann og innlimun hans í rússneska stórríkið. Fæ ekki skilið hvernig hægt er að rétlæta slíkt, jafnvel þó svo að meirihluti íbúa séu þar af rússnesku bergi ... deilan um Kosóvo verður ekki leyst með því að bera hana saman við innrás Rússa og yfirtöku Krímskagans. Rússar hafa undirgengist alþjóða samninga um að virða landamæri Úkraínu. Að auki er samanburðurinn við Kosóvo meingallaður að öðru leyti einnig; ef vísa á í rússnesk áhrif á Krímskaga á þá ekki að benda á albönsk áhrif í Kosóvo? Nú er það svo að Rússar munu varla skila þessu landi. Ekki frekar en því sem þeir stálu af Finnum, Japönum og um samdist að þeir fengju af Póllandi - og það þrátt fyrir að ráðast inn í það land skömmu eftir innrás Þjóðverja sem markaði upphaf seinni styrjaldar. Í mínum huga er þetta mál einfalt; Rússum ber að skila Krímskaga.
Ólafur Als, 25.3.2017 kl. 17:58
Eg skil ekki af hverju svo margir á Íslandi sjá stríð Serba GEGN Bosníu, Kosovo og Króatíu svona frá allt öðrum bæjardyrum en ég horfði á árum saman í fréttum nokkurra stöðva í Massachusetts 1990 + Grimmir glæpir Serba gegn þessu fólki, mest gegn karlmönnum. Og alveg sama hvort það voru ungir strákar eða gamlir menn.
Grimmileg fjöldamorð voru framin af Serbum á 8 þúsund ungum drengjum og mönnum í Bosníu, þeim var beinlínis slátrað, kallað the SREBRENICA MASSACRE.
Það sjá líka of margir grimmd Ísraelsstjórnar gegn Palestínu frá röngum sjónarhóli.
Elle_, 25.3.2017 kl. 18:39
Mikið assgoti er óþreyjan hjá þessum gömlu ESB,löndum orðin yfirþyrmandi í átök og yfirgang.Þeim er orðið það illþolanlegt að landamæri standi í vegi þeirra heilagleika að víkka yfirráðasvæði sitt út.Það segir fátt af stækkunarstjóra þeirra núna,þegar fleiri aðildarlönd en England óska að feta í fótspor þeirra og ganga út.Verður ekki ráðinn útgöngustjóri,?
Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2017 kl. 03:21
Þetta stutta söguágrip ætti hreinlega að gera að skyldulesningu fyrir unga utanríkisráðherra, líkt og fyrir bjálfann sem þú vitnaðir til.
Varla trúi ég því nú, að þú tilheyrir enn flokki handbenda þeirra frænda Bjarna og Benedikts?
Jónatan Karlsson, 26.3.2017 kl. 08:30
Það er alveg rétt GB.
Jón Magnússon, 26.3.2017 kl. 10:16
Sammála Ómar það var líka árásin á Kínverska sendiráðið í Belgrad. Fyrst gerð var loftárás á kínverska sendiráðið í Belgrad þá getur fólk ímyndað sér hvað loftárásirnar voru miklar og bitnuðu á almennum borgurum.
Jón Magnússon, 26.3.2017 kl. 10:17
Ólafur það er alveg rétt að gengið var á fjölþjóðlega samninga. En veraldarsagan kennir okkur það að slíkt gerist jafnan þegar aðstæður breytast og þess vegna hafa ábyrgir aðilar alltaf vitað að gamla vígorð Rómverja "Arma tuendum pace" (Vopnin verja friðin) á oft við. Víða í Evrópu hafa landamæri verið dregin af sigurvegurum og gengið á rétt þjóðernishópa eins og t.d. færsla landamæra Póllands til vesturs. Færsla landamæra Úkraínu til vesturs. Landamæri Ungverjalands og Rúmeníu eru dregin af sigurvegurum í fyrra stríði og eru óréttlát gagnvart Ungverjum og þannig mætti lengi telja. Hvað svo sem því líður þá datt engum í hug að Rússar létu Krímskagann frá sér. Þeir gerðu það aldrei í raun þó að Krúsjév þáverandi Sovétleiðtogi færði Úkraínumönnum hann að gjöf í einu fylleríinu sínu. Krímskaginn er og hefur verið hluti af Rússlandi þó svo að þessi formlega færsla á sjötta áratug síðustu aldar hafi átt sér stað, þá var Krímskaginn í raun aldrei skilin frá Rússlandi.
Jón Magnússon, 26.3.2017 kl. 10:24
Elle við fengum ansi einhliða fréttir af stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Stríðið í Júgóslavíu var ógeðslegt og maður átti bágt með að trúa að svona mikil grimmd gæti búið með fólki í Evrópu. Við skoðun sögunnar sést að þetta er að verulegum hluta arfleifðin frá yfirráðum Tyrkja. Slóvenía komst út úr ríkjasambandinu án teljandi erfiðleika. Króatar frömdu óafsakanleg grimmdarverk gagnvart Serbum og múslimum í Bosníu Hersegóvínu. Króatar innlimuðu auk þess landssvæði sem var nánast eingöngu setið af Serbum og hröktu þá á brott sem þeir drápu ekki. Mestu átökin stóðu í Bosníu Hersegóvínu sem er e.t.v. skiljanleg vegna samsetningar íbúa landsins og þess að þetta var lengst af átakasvæðið milli Vestursins og Tyrkjaveldis. Serbar guldu fyrir það að vera undir stjórn kommúnista og vera sterki aðilinn og fengu e.t.v. þess vegna mun neikvæðari umfjöllun en aðrir stríðsglæpahópar á þessum tíma.
Ekki má síðan gleyma því að í kjölfar herhlaups NATO gegn Serbum þá framdi fólk af Albönskum uppruna í Kósóvó óafsakanleg hryðjuverk gagnvart Serbum á svæðinu og hröktu meginhluta þeirra á flótta frá landssvæðinu.
Jón Magnússon, 26.3.2017 kl. 10:31
Evrópusambandið ber mikla ábyrgð á þróun mála í Úkraínu Helga það er alveg rétt.
Jón Magnússon, 26.3.2017 kl. 10:32
Takk fyrir Jónatan.
Jón Magnússon, 26.3.2017 kl. 10:32
Landamæralausar, bankafalsaðar og kauphallaspilavítis snúningshjólaðar tölvutölur spilafíkla heimsins. Bæta daglega í stærri blekkingarloftbólu, eins og enginn sé morgundagurinn? Sumir kalla þetta hagnað og aðrir virðisauka?
Almenningur heimsins þrælar launarændur á hamsturshjólum bankafangabúra þessa glæpaspilafíkla.
Það er enginn munur á almenningi í Rússlandi og öðrum löndum, og almenningi á Íslandi.
Landamærin eru við bankarimla glæpafjármálabankakerfi heimsins.
Tómt mál að tala um snefil af trausti almennings á landamæralausu og bankasamtengdu glæpafjármálakerfi heimsins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.3.2017 kl. 13:30
Elle
Fjöldamorð voru líka framin af Kosovo-Albönum, en lokið lagt á hjá fréttamiðlum.
Það var bara fyrst til að byrja með, sem við fengum fréttir frá báðum aðilum, en þegar víst varð að vesturlönd og þá sértaklega Bandaríkin voru á því að fylgja múslimum í þessu stríði og byrjuðu að bomba Serbíu, kommúnistana, þá byrjuðu "fals fréttirnar" að berast á færibandi og allt fundið Serbum til foráttu.
Kosovo verður hérað í Albaníu ef það er ekki þegar orðið það - þökk veri NATO og USA.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 26.3.2017 kl. 13:37
Er ekki kominn tími á að leiðrétta þessa vitleysu með að Nikita hafi í ölæði gefið Krímskagann? Aðsta stjórnarráð Sovétanna stóð að baki þeim gjörnini vegna 300 ára afmælis innlimunar Úkraínu í keisaradæmið, rússneska. Fleira kann og að hafa legið að baki en þessi ákvörðun var tekin af 13 einstaklingum ráðsins - samhljóða - og var þrátt fyrir allt brot á sovésku stjórnarskránni. Einnig er vert að taka fram að Nikita var Rússi en bar góðan hug til Úkraínumanna.
Fyrir réttum 20 árum var uppáskrifaður alþjóðlegur samningur um að Rússar viðurkenndu landamæri Úkraínu og að Krímskaginn væri hluti landsins. Rússar hafa og ráðist inn í Georgíu, hrifsað þar land og viðhalda dólgshætti sínum þar enn. Eins og gefur að skilja munu veikburða þvinganir ekki hreyfa við einræðisstjórninni í Kreml. Rússneski björninn hefur aldrei skilið annað en steyttan hnefann og getur því farið fram eins og hann vill. Ekki ósvipað og hjá Kinverjum gegnvart Tíbet og nú undir það síðast í Suður Kínahafi. Dólgar virðast komast upp með ofbeldi - en algerlega ótækt að við aumir íbúar eyjunnar bláu göngum í lið með dólgunum og réttlætum þeirra aðferðir.
Ólafur Als, 26.3.2017 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.