Leita í fréttum mbl.is

Vanhæfni og vanþekking

Stjórnarbylting var gerð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þegar meirihluti nefndarmanna ákvað að formaður nefndarinnar Brynjar Níelsson væri vanhæfur til nefndarformennsku í ákveðnu máli vegna þess að hann var verjandi manns við lögreglurannsókn áður en hann settist á þing.

Fulltrúi Viðreisnar í nefndinni gekk í lið með stjórnarandstöðunni og dæmdi formanninn úr leik. Þetta gerði hann eftir að þingmaður VG hafði gelt í fjölmiðlum.

Formaður nefndarinnar er í tímabundnu leyfi frá störfum og átti þess ekki kost eftir því sem mér skilst að gera grein fyrir máli sínu og taka sjálfur ákvörðun um hæfi sitt eða vanhæfi.

Vinnubrögð af þessu tagi eru vægast sagt fráleit og nefndarmaður Viðreisnar sem gekk til liðs við stjórnaranstöðuna  hefur með afstöðu sinni rofið grið á milli stjórnarflokkana og gert það að verkum að formaður nefndarinnar á fáa kosti aðra en að segja af sér.

Óneitanlega kemur það á óvart hvað lítið þingmenn vita eða skilja hlutverk verjanda í sakamáli. Verjandi í sakamáli er skipaður af hinu opinbera og hann samsamar sig ekki með skjólstæðingi sínum og þarf ekki að hafa samúð með honum eða gjörðum hans nema síður sé. Hlutverk verjandans er að færa fram þá bestu vörn fyrir skjólstæðing sinn sem hann hefur framast vit og þekkingu til. Annað hlutverk hefur hann ekki. 

Afstaða meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við að lýsa vantrausti á formann sinn í því máli sem nefndin er nú með til umfjöllunar lýsir því fordæmanlegri vanþekkingu og vanhæfni þeirra sem skipa hinn nýja meirihluta nefndarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki verið í  stjórnarsamstarfi þar sem liðhlaupar úr Viðreisn hlaupa út undan sér eins og klálfar á vordegi við minnsta goluþyt.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Thví midur Jón var thetta alveg séd fyrirfram.

Ad vera í stjórnarsambandi med flokk sem hefur

thad á stefnu sinni ad koma landinu med ollum

mogulegum rádum undir ESB er daudadaemt.

Kosningar aftur hid fyrsta. Fólk er búid ad

sjá fyrir hvad vidreisn stendur.

Hofum ekkert ad gera med thetta fólk á thingi.

Tali nú ekki um Thorgerdi Katrínu.

Ad hún skyldi fara aftur á thing,

sýnir hversu sidblind hún er.

Skólkerfid í rúst eftir hana og bornin

okkar lída fyrir hennar misheppnudu

tilraunir. Á madur kannski ad segja

bara áfram 7 haegri og brosa...?????

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.4.2017 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 819
  • Sl. viku: 5758
  • Frá upphafi: 2472428

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband