Leita í fréttum mbl.is

Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera?

Stjórnarsáttmálin er satt að segja merkilegastur fyrir það sem ekki stendur í honum og þær hálfkveðnu að vísu mörgu góður vísur sem þar er að finna. Stefnt skal að, leitast við, huga að, skoða verður koma fyrir um 30 sinnum á 5 blaðsíðum.

Samt er eftirtektarvert. Meðan myndun ríkisstjórnarinnar stóð komu vandamál gjafakvótakerfisins fram í sinni verstu mynd en samt sér ríkisstjórnin ekki ástæðu til að fjalla um þau mál nema með þessum orðum: "Tryggja skal stöðugleika í sjávarútvegi. Gerð verði sérstök athugun á reynslunni á aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða."

 Á mannamáli sýnist mér þetta þýða. Við ætlum ekki að gera neitt. Engar breytingar á sjávarútvegsstefnunni sem máli skiptir. Hvað skyldi Össur segja við því eða Ellert Schram sem gekk á sínum tíma úr Sjálfstæðisflokknum yfir í Samfylkinguna vegna sjávarútvegsstefnunnar. Vegna andstöðu við gjafakvótakerfið. Í tilefni af þessari lendingu þá  bið ég minn gamla vin og baráttufélaga Ellert Schram að skoða hvort hann á ekki betur heima í Frjálslynda flokknum en Samfylkingunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Óbreytt sjávarútvegsstefna!!

Þetta gengur í berhögg við landsþings- og flokkssamþykktir Samfylkinarinnar sem ganga út frá fyrningarleiðinni.  

Hvað gerir Jóhann Ársælsson sem er helsti sérfræðingur Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum til margra ára?

Hvað gerir séra Karl V. Matthíasson, sá réttsýni sómamaður, sem starfað hefur sem prestur í sjávarbyggðunum vestur á fjörðum og þekkir óréttlæti kvótakerfisins betur en flestir aðrir?

Jón, við ættum að bjóða þessa heiðursmenn og vopnabræður velkomna í  okkar raðir.

Og svo er það Íraksmálið.  Fyrir kosningar héldu samfylkingarmenn því fram að heiður Íslands væri í veði fyrir því að við segðum okkur af listanum. Núna segja þeir í yfirlýsingu að þeir harmi stríðsátök. Hver gerir það ekki?  Þarna ganga þeir mun skemur en framsóknarmenn sem hafa þó seint sé viðurkennt að hafa gert mistök með því að setja okkur á listann illræmda.  

Sigurður Þórðarson, 23.5.2007 kl. 21:44

2 Smámynd: Dr Banco Vina  E.D.R.V

Hún rasskellir alla óþekka krakka

Dr Banco Vina E.D.R.V, 23.5.2007 kl. 23:34

3 identicon

Vopnabróðir minn Elert B. Schram tók stóran þátt í að semja stefnu sem við kölluðum  -Lífsgæði- og var meðal margra stefnubæklinga sem gerðir voru fyrir kosningar. Þú getur vafalaust tekið undir orð EBS að Sjálfstæðisflokkurinn fór frá honum, ekki öfugt. Við Eddi bíðum í gættinni á Hallveigastíg. Vertu velkominn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 10:40

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞEssi orð um að Flokkurinn hafi yfirgefið viðkomandi eru ekki Ellerts þau eru tekin að láni frá mætum Sjálfstæðismanni Matthíasi Bjarnasyni fyrrum ráðherra Flokksins.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 24.5.2007 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 50
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 1527
  • Frá upphafi: 2488145

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 1399
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband