Leita í fréttum mbl.is

Af hverju þurfum við að fara í gegn um öryggishlið en ekki öfgaliðið?

Flugfarþegar þurfa að fara í gegn um stöðugt ákveðnari leit og öryggisráðstafanir á flugvöllum. Fara þarf úr skóm, taka af sér belti. Ekki má  hafa vökva eða krem nema í örlitlu magni. 

Af hverju er þetta svona? 

Að hluta til eru viðbrögðin umfram tilefni og beinast að öllum, en ekki þeim sem sérstök hætta stafar frá.

Af hverju er það svo?

Vegna þess að uppgjafar- og aumingjapólitík Vesturlanda segir að það megi ekki taka út þá sem eru hættulegir, heldur þurfi allir að sæta öryggisgæslu, jafnvel þó ljóst sé að engin hætta stafi af viðkomandi einstaklingi. 

Þessi öryggisgæsla varð til eftir að Palestínuarabar byrjuðu að sprengja upp og hertaka flugvélar. Enn hertist öryggisgæslan eftir árás Íslamista á tvíburaturnana 11. sept.2001 og tilraun Íslamista með sprengju í skónum til að sprengja farþegaþotu. 

Við búum því við ofuröryggisgæslu af gefnu tilefni frá Palestínuaröbum og Íslamistum.

Þann 14. júlí s.l. drápu þrír Palestínuarabískir hryðjuverkamenn tvo lögregluþjóna á Musterishæðinni í Jerúsalem og notuðu hnífa og vélbyssur í árásinni.  Þá settu stjórnvöld í Ísrael upp öryggishlið við Musterishæðina til að leita að vopnum, en vopnin sem voru notuð við hryðjuverkaárásina var smyglað þangað inn.

Þá bregður svo við að múslimar sem ætla að biðja í moskunum á Musterishæðinni neita að fara í gegn um málmleitarhliðið og telja það óbærilega ögrun og harðræði gagnvart sér.

Vinstri sinnuðu fjölmiðlarnir á Vesturlöndum jarma síðan eins og vel æfður kór með þessu fólki og telja að því sé sýnt óbærilegt harðræði, já og lítillækkun. 

En er það svo?

Eigum við sem ætlum að fara upp í flugvél að líta á það sem óbærilega lítillækkun og harðræði að þurfa að fara í gegn um málmleitarhlið á flugvöllum og fara úr skónum og taka af okkur beltin vegna hryðjuverka öfgamanna úr röðum Palestínumanna og Íslamista.

Af hverju er engin fjölmiðill á Vesturlöndum sem gerir réttmætt grín af þessu liði, sem telur sér allt heilagt en aðrir verði að þola möglunarlaust ofstæki þeirra og hryðjuverk. Já og fara í gegn um endalaus öryggishlið og þaðan af meira. Er ekki nóg komið góðir hálsar að þessari endalausu meðvirkni með ofbeldinu.

  

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vel mælt!

Ragnhildur Kolka, 23.7.2017 kl. 11:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já hugsaði ég er ég las pistilinn,og minntist þá gamals bragðs austurlandabúa sem hafði gert sér dælt við stúlku frá Evrópu,sem á þeim tíma var síður grunuð.
Hann fylgdi henni á flugvöllinn en hann hafði laumað sprengiefni í farangur hennar. Þannig varð það að hver og hvert einasta snitti skal skoðað hvað sem vinstrið mjálmar.

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2017 kl. 16:13

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er ekki nóg með það að þegar við förum um öryggishlið á flugvöllum að við verðum að fara úr skóm heldur verðum við að taka af okkur belti, úr, allt úr vösum okkar og jafnvel fara úr yfirhöfnum s.s. jakka.

Það er ekki til mikils ætlað af "Palestínumönnum" að fara í gegnum öryggishlið, þeir ættu einnig að fara úr síðkirtlum sínum og búrkum til að gæta alls öryggis.

Ég er hræddur um að eitthvað yrði sagt ef almennir farþegar á flugvöllum neituðu allir sem einn maður að fara í gegnum öryggishlið, hvernig ætli fjölmiðlar tækju á því??? surprised

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.7.2017 kl. 18:22

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldarpistill.

Tek undir hvert orð.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.7.2017 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 133
  • Sl. sólarhring: 228
  • Sl. viku: 3970
  • Frá upphafi: 2428191

Annað

  • Innlit í dag: 109
  • Innlit sl. viku: 3657
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband