Leita í fréttum mbl.is

Hin mikla reiði

Fréttamaður sjónvarpsins ræddi við formann Samfylkingarinnar í kvöldfréttum RÚV í gær og byrjaði á að tala um hina miklu reiði sem væri í samfélaginu vegna afgreiðslu Útlendingastofnunar og úrskurðarnefndar á málefnum hælisleitenda, sem á að vísa úr landi í samræmi við lög.

Sjónvarpsfréttamaðurinn spurði hvort væntanlegt frumvarp formanns Samfylkingarinnar um að Alþingi setji lög til að ógilda ákvarðanir stjórnsýslunnar væri andsvar við reiðinni miklu og var því jánkað.

Hvaða reiði er fréttamaðurinn að tala um? Er einhver reiði? Hefur það verið kannað? Var útifundurinn sem boðað var til í gær vegna málsins mælikvarði á hina miklu reiði? Sé svo þá má álykta sem svo að það sé engin reiði og flestir telji þetta eðlilega málsmeðferð. En fréttastofa RÚV les annað út úr hlutum með sínum gleraugum.

Athyglisvert er að engin fréttamiðill hefur talað um þau "víðtæku" mótmæli í þjóðfélaginu sem hljóta að hafa átt sér stað vegna hnnar "miklu reiði". Það mótmælir raunar engin nema hefðbundinn kjarna vinstri elítunnar með Ofbeldisskáldið Hallgrím Helgason í broddi fylkingar. 

Það mældist engin reiði nema hjá Fréttastofu RÚV og vinstri no border elítunni.

Enn einu sinni er fréttastofa RÚV með vonda og ávirka áróðursfréttamennsku. Ágæta útvarpsráð. Er ekki kominn tími til að gera þá kröfu til starfsmanna RÚV að þeir fari að minnsta kosti eftir þeim lögum sem gilda um stofnunina sem þeir vinna hjá svo sem með tilliti til hlutlægni og sanngirni o.s.frv.

Já og biðjist afsökunar þegar þeir fara með rugl og dellu og skaða fólk og fyrirtæki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Algjörlega rétt hjá þér, nafni, og hafðu þökk fyrir beittan pistilinn. Enda þetta á orðum þínum:

"Enn einu sinni er fréttastofa RÚV með vonda og ávirka áróðursfréttamennsku."

Jón Valur Jensson, 12.9.2017 kl. 17:24

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Fréttaflutningur rúvsins er orðinn slíkur, að undrun sætir. Útvarpsráð virðist gagnslaust og til einskis. Fréttastofa rúv er orðin að "tabloid" miðli. Álika trúverðug og "The Sun" eða annað þaðan af verra rusl. Þetta er ruslfréttamennska, fjármögnuð með þvingunarskatti á almenning, af verstu sort. 

 Það er sorglegt að þurfa síðan að greiða enn meir í þennan sora, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Ef það er ekki valdníðsla samkvæmt öllum mælikvörðum, "tja"þá veit maður ekki hvað.

 Útvarp allra landsmanna, hefur sjaldan verið fyrir jafn fáa.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.9.2017 kl. 00:09

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Annað sem ég hjó eftir í viðtalinu við hann, var að hann talaði um að 85% þjóðarinnar væru á móti þessari ákvörðun Útlendingastofnunar.  Hvaðan kemur þessi tala?  Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég hef heyrt einhverja töl um þetta og ég vildi gjarnan vita hvaðan hann hefur þessar upplýsingar?

Jóhann Elíasson, 13.9.2017 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband