Leita í fréttum mbl.is

Afleiðingar án orsakatengsla og ríkisstjórn springur.

Óttar Proppé og þingflokkur hans sleit stjórnarsamstarfi vegna þess að faðir forsætisráðherra mælti með að afbrotamaður sem hafði afplánað refsingu fengi uppreisn æru.

Í öllu því argafasi sem er í dag vegna þeirra sem fengið hafa uppreisn æru þá virðist sem fjölmiðlafólki og ýmsum hefðbundnum álitsgjöfum sjáist yfir þær grundvallarstaðreyndir að þeir sem skrifa upp á meðmæli með því að einstaklingar fái uppreisn æru eru hvorki að samþykkja né leggja blessun á eða samsama sig með þeim glæp sem viðkomandi framdi. Alls ekki.

Hvað eru þeir sem skrifa á bréf eins og þessi að gera. Þeir eru að votta samkvæmt þeirra bestu vitund þá hafi viðkomandi hagað sér vel eftir afplánun refsingar. Meðmælandinn í þessu tilviki Benedikt Sveinsson er ekki að samþykkja eða lýsa yfir velþóknun á afbrotinu fjarri því.

fMeðmælabréf föður forsætisráðherra um uppreisn æru hefur ekkert með starf ríkisstjórnar að gera og er syni hans forsætisráðherra óviðkomandi enda vissi hann ekki af bréfi föður síns fyrr en dómsmálaráðherra upplýsti hann um það í júlí. 

Sú málsvörn Óttars Proppé fyrir þeirri glórulausu ákvörðun að slíta stjórnarsamstarfi vegna greiðasemi föður forsætisráðherra og hann hafi ekki verið upplýstur um bréfið í rúman mánuð girði fyrir traust í ríkisstjónarsamstarfi er vægast sagt harla aumleg og hefur ekkert með landsstjórnina að gera. 

Vænn maður og greiðvikinn eins og Benedikt Sveinsson skrifar bréf, sem lýsir hegðun manns eftir að hann afplánar refsingu. Hann ber ekki brigður á að viðkomandi hafi gerst sekur um alvarlegan glæp eða reynir að afsaka glæpinn. Hann segir einungis að hegðun hans hafi verið með ákveðnum hætti eftir að afplánun lauk. Eru íslensk stjórnmál virkilega kominn í svo galna pópúlíska umgjörð að það geti talist tæk skýring á því að stjórnmálaflokkur slíti stjórnarsamstarfi.

Braut Benedikt Sveinsson af sér með þessu? Telji einhver svo vera í hverju var þá afbrot hans fólgið? Mátti hann ekki segja frá því hver viðkynning hans var af manninum. Já og jafnvel þó fólk segi að það hafi verið ótækt hvernig í ósköpunum fá menn sem þykjast ábyrgir, þá orsakasamband milli landsstjórnarinnar og greiðasemi föður forsætisráðherra. 

Málið kemur forsætisráðherra og landsstjórninni ekki við og það að reyna að tengja það og búa til dramaleikrit vegna þess er óheiðarlegt og rangt. Það mun á endanum hitta þá fyrst fyrir sem því beita. 

Skipti ekki meira máli að forða þjóðinni frá hugsanlegri óðaverðbólgu sem verður óhjákvæmilega staðreynd ef pólitísk upplausn verður næsta skref óábyrgra stjórnmálamanna.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Íslensk stjórnmál snúast ekki um aðalatriði.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.9.2017 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband