Leita í fréttum mbl.is

Skylda Alþingis og stjórnarfarsleg upplausn.

Miklu skiptir að stjórnmálamenn axli þá ábyrgð sem starfi þeirra fylgir. Sú ábyrgð felst m.a. í því að tryggja landinu starfhæfa ríkisstjórn og koma í veg fyrir upplausnarástand. Þess vegna skiptir máli fyrir Alþingismenn að reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn í stað þess að rjúfa stöðugt þing og efna til nýrra kosninga án þess að fullreynt sé hvort takist að leysa upplausnarástand og tryggja að nýju stjórnarfarslegan stöðugleika í landinu.

Forseti lýðveldisins ber nú þunga ábyrgð á framvindu mála. Miklu skiptir að hinn nýi forseti Guðni Th. Jóhannesson sýni nú myndugleika og það að hann sé starfi sínu vaxin og tali um fyrir forustumönnum flokka og fái þá til að axla sína ábyrgð og reyna til þrautar að gegna þeirri lýðræðisskyldu sinni að ná þeim málamiðlunum sem nauðsynlegar eru í lýðræðisþjóðfélagi og mynda sterka starfhæfa ríkisstjórn.

Í umræðum gærdagsins virtist því miður ekki nema einn stjórnmálaleiðtogi átta sig á þessari brýnu skyldu Alþingis og stjórnmálaflokka, en það var formaður Framsóknarflokksins. 

Eins og málin standa í dag þá virðist sem einungis séu þrír stjórnmálaflokkar á Alþingi sem hafi þá burði og innviði sem eru nauðsynlegir til að tryggja stöðugt stjórnarfar í landinu, en það eru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir. Miklu skiptir að forustumenn þessara flokka sýni nú fulla ábyrgð og reyni til þrautar að vera starfi sínu vaxnir sem stjórnmálamenn.

Í stað þess að reyna að slá pólitískar keilur og hræra í gruggugu vatni þá skiptir meira máli fyrir land og þjóð að viðhalda þeirri velferð sem ríkir og tryggja að sú tryllta uppsveifla sem er í landinu fái ekki harða lendingu. Á því er veruleg hætta verði landið stjórnlaust eða stjórnlítið næstu misseri. 

Stjórnmálamenn ættu að horfa til Samfylkingarinnar og hvernig fór fyrir þeim flokki þegar þeir hugsa sér gott til glóðarinnar til að reyna að koma óréttmætum höggum á aðra flokka. 

Spor og framganga Samfylkingarinnar ættu því að hræða forustufólk ábyrgra flokka á Alþingi, frá því að leika aftur sama leikinn og leikinn hefur verið undanfarin ár í stað þess að stjórna landinu með þeim hætti sem fólkið í landinu á skilið.

Þingrof og nýjar kosningar nú er uppgjöf Alþingis fyrir verkefni sínu og þeir stjórnmálaflokkar sem eru ekki tilbúnir til að axla sína ábyrgð nú og reyna til þrautar að mynda starfhæfa ríkisstjórn eru tæpast trausts verðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var Guðni ekki sá sem hafði lokaorðið um aflausn Downeys? Hann tók nánast alla þinsetningarræðuna í að fimbulfambast yfir þessu. Þetta kallar maður að snúa vörn í sókn.

Fékk seinni aðilinn uppreisn æru eða var það óafgreitt í kerfinu? Var það kannski Guðni sem blessaði það líka?

Jón Steinar Ragnarsson, 16.9.2017 kl. 11:54

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst það annars vafasamt að hið opinbera selji aflátsbréf. Æra manna verður ekki löguð með pennastriki nema að hún hafi verið sködduð að ósekju.

Það er mikilvægt nú að fá yfirlitið yfir þessi mál frá og með 1995, eins og stóð til. Það ætti að gerast fyrir nýjar kosningar. Aldrei að vita hvort fleiri stjórnmálaleiðtogar í öðrum flokkum, eða menn þeim tengdir, hafi eitthvað á samviskunni í þessum málum.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.9.2017 kl. 11:59

3 identicon

Fréttastofa RUV er valdamesta stofnun landsins. Hún er siðgæðisvörður landsmanna og gefur reglulega út vottorð um hvað skuli leyfilegt og hvað ekki út frá siðgæðismati sem er sett fram í lögum um þá ágætu ríkisstofnun. Fréttastofan ákveður hvaða stjórnmálaflokkar eru æskilegir og hvaða flokkar fara með stjórn landsins hverju sinni. Ef henni mislíkar beitir hún öllu sínu afli gegn einstaka stjórnmálamönnum og flokkum og helgar þá tilgangurinn meðulin. Og til þess hefur hún fullt leyfi í krafti valda sinna sem eru hafin yfir vafa. Fréttastofa allra landsmanna er aðal gerandinn í þeirri ólgu sem hefur grasserað í stjórnmálunum síðustu árin og með réttlætið að vopni og fádæma árvekni náð að fella ríkisstjórnir sem henni eru ekki hugnanlegar og í leiðinni leitast við að eyðileggja mannorð forystumanna óæskilegra flokka. Auðvitað verður að gera kröfur til þeirra sem starfa á þessari valdamiklu stofnun. Það hlýtur að vera réttmæt krafa eigendanna sem eru landsmenn allir, að ríkisreknir fréttamenn með þetta mikla vald séu allir með hreina og tæra fortíð. Að ekkert misjafnt leynist í fari þeirra og aflétt sé leyndarhyggju af fortíð þeirra. Að ekkert í einkalífinu sé með þeim hætti að efast megi um dómgreind þeirra og þar með getu þeirra til þess að sinna störfum sínum af hlutlægni. Og það sem mestu máli skiptir er að uppi á borðum séu syndir feðra þeirra og mæðra.

GSS (IP-tala skráð) 16.9.2017 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband