Leita í fréttum mbl.is

Upphefðin sem átti að koma að utan

Lengi hefur það þótt til framdráttar á Íslandi að um menn, málefni væri fjallað í erlendum fjölmiðlum. Með sama hætti töldu slúðurberar villta vinstrisins, að best væri að koma höggi á forsætisráðherra með því að fá erlent blað til að birta ávirðingar um hann. 

Dagblaðið The Guardian er mjög vinstri sinnað blað og því fer fjarri að það sé vandaðra í fréttaflutningi sínum en blöð gulu pressunar þar í landi t.d. Daily Mail og The Sun.

Sú gjörð villta vinstrisins að fá The Guardian til að birta óhróður um forsætisráðherra og brigsla honum um óheiðarleika í aðdraganda að Hruninu er athyglisverð tilraun til að reyna að fá kjósendur til að ímynda sér að ekki frétt og slúður, sé marktæk frétt af því að erlent kommablað birtir slúðrið. 

Í nóvember 2007 sat ég á Alþingi og sá ekki annað en þær blikur væru á lofti að stefndi í kreppu í síðasta lagi haustið 2008. Ljóst var að gengi krónunnar var allt of hátt miðað við gengi dollars, Evru og Punds og innlendi hlutabréfamarkaðurinn hafði hækkað mun meira en sambærilegir markaðir erlendis. Þá var ljóst að óhjákvæmilega kæmi til verulegs samdráttar í byggingariðnaðinum þegar liði á árið 2008.  Hins vegar óraði mig ekki fyrir að helstu viðskiptabankarnir stæðu jafn illa og raun bar vitni. 

Í framhaldi af þessu flutti ég ítrekað varnaðarorð og gagnrýndi samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fyrir ógætilega efnahagsstjórn. Nú veit ég ekki hve vel samþingmaður minn, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, fylgdist með þessum málflutningi mínum, en hafi hann gert það þá hefði honum átt og mátt vera ljóst að það væri veruleg áhætta að geyma peningana sína í innlendum hlutabréfum og bankasjóðum sem fjárfestu í innlendum hlutabréfum að mestu. 

Þeir váboðar sem voru fyrir hendi í nóvember 2007 urðu síðan alvarlegri þegar leið á árið 2008. Það sem kemur mér því á óvart varðandi frétt The Guardian og útbreiðslulausa miðilsins sem birtu slúðrið um forsætisráðherra, að forsætisráðherra skuli ekki löngu áður en raun bar vitni gert skynsamlegar ráðstafanir í eigin fjármálum og selt allt sem hann átti í Sjóð 9 svo dæmi sé tekið. 

Annað sem vekur einnig athygli er að virtir fjölmiðlar í Bretlandi eða annarsstaðar, hvers fréttir ég hef kynnt mér í dag birta ekki slúðrið í The Guardian. Sú staðreynd er sýnir vel að þetta níðhögg villta vinstrisins þykir ómarktæk ekki frétt á erlendum vettvangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má líka bæta við að Bjarni tók þessar eignir ekki út úr bankanum heldur flutti þær aðeins í sjóði innan bankans, sem hann taldi öruggari. Hann sat svo fastur með þetta fé í bankanum í einhver ár.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2017 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 501
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband