Leita í fréttum mbl.is

Látum vandann ekki vaxa okkur yfir höfuð

Ekki má ræða vanda tengdum ólöglegum innflytjendum sem á máli fína fólksins heita "hælisleitendur" og á máli enn fínna fólksins "umsækjendur um alþjóðlega vernd". Þrátt fyrir að þessi svokölluðu hælisleitendur kosti íslenska skattgreiðendur a.m.k. 6 milljarða þetta árið, en aðrir segja kostnaðinn  mun meiri eða allt að 16 milljörðum í ár og fari vaxandi.

Útgjaldaaukninguna má m.a. rekja til fávíslegra vinnubragða og stefnumótunar Unnar Brár Konráðsdóttur í Útlendingalögunum sem og ofbeldi hennar og Áslaugar Örnu á síðasta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, en Áslaug Arna titlar sig nú varaformann Sjálfstæðisflokksins.

Þær stallsystur emja nú eins og stungnir grísir vegna þess að samþingmaður þeirra Ásmundur Friðriksson leyfir sér að segja sannleikann um vandann sem er upp kominn og tengist hælisleitendum. Þær fraukur kalla eftir því að Ásmundi verði sýnt í tvo eða jafnvel þrjá heimana vegna þess að hann skuli leyfa sér að hafa aðrar skoðanir en þær. Virðing þeirra fyrir tjáningarfrelsinu er greinilega ómæld og e.t.v. finnst einhverjum það sæma þeim virðingarstöðum sem þær gegna.

Hvatt er til að strika Ásmund út við kosningarnar, þó gáfulegra væri  að strika út þá sem ber stóra ábyrgð á kostnaðinum við hælisleitendur, Unni Brá, en hún fékk raunar hraklega útreið í síðasta prófkjöri vegna afstöðu sinnar til málefna ólöglegra innflytjenda og flestar útstrikanirnar. Formaður Sjálfstæðisflokksins verðlaunaði hana í framhaldi af því með að gera hana að forseta Alþingis. 

Í framhaldi af svigurmælum í garð Ásmundar fyrir að leyfa sér að hreyfa mikilvægu máli eins og raunar Björn Bjarnason fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur hvatt til að gert yrði ákveður formaður Sjálfstæðisflokksins að slá á puttana á Ásmundi og tjá sig með þeim hætti að ætla má að hann sé í liðinu með þeim ólánsfraukum Unni Brá og Áslaugu Örnu.

Þessi afstaða hins lánlausa formanns Sjálfstæðisflokksins er sérstök skoðuð í því ljósi að í dag vann systurflokkur Sjálfstæðisflokksins í Austurríki stórsigur í kosningum vegna einarðrar stefnu í málefnum útlendinga þar sem m.a. er hvatt til að loka leiðum fyrir hælisleitendur til Evrópu og taka af þeim alla styrki og framlög úr almannatryggingakerfinu fyrstu 5 árin sem þeir búa í landinu. Góð hugmynd fyrir Sjálfstæðisflokkinn að taka upp sömu stefnu og systurflokkurinn ÖVP.

Annar systurflokkur Sjálfstæðisflokksins Moderata Samlingspartiet í Svíþjóð setti einnig í dag fram þá stefnu að herða ætti reglur varðandi hælisleitendur til muna. 

Evrópuþjóðir gera sér í vaxandi mæli grein fyrir að sú stefna opinna landamæra á forsendum Útlendingalaganna gengur ekki. Vandinn er orðinn það mikill að flokksleiðtogar varfærinna hægri og miðflokka í Evrópu,  þora nú að tala eins og Ásmundur Friðriksson.  Forusta Sjálfsstæðisflokksins ætlar hins vegar að sitja uppi með sínar svörtu Petrínur, Unni og Áslaugu, sem  vilja koma okkur dýpra ofan í foraðið með enn meiri kostnaði og verri afleiðingum en enn eru orðnar. 

Stefna formanns Sjálfstæðisflokksins miðað við hvernig hann tjáir sig í dag andstætt því sem hann gerði á fundi með eldri Sjálfstæðisfólki fyrir nokkru er helstefna sem leiðir til þess að vandinn vex okkur yfir höfuð. Þetta er málefni sem krefst góðrar umræðu eins og Björn Bjarnason hefur ítrekað bent á.

Upphrópanir og þöggun í þessum málum leiðir hins vegar til vondrar umræðu og öfga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er umhugsunar og áhyggjuefni, ef mönnum leyfist ekki einu sinni að byðja um umræðu, um kostnað við móttöku flóttamanna, án þess að fá á sig rasískan stimpil. Enn ömurlegra er sjá formann Sjálfstæðisflokksins taka undir þessi ömurlegu sjónarmið niðurrifsaflanna. Hversvegna í ósköpunum má ekki ræða kostnað við þennan málaflokk, eins og gert er um vegagerð, heilbtygðiskerfið eða menntamálin? Hvur andskotinn er eiginlega hlaupinn í fólk?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.10.2017 kl. 23:02

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tímabær var þessi grein þín, nafni minn, ekki sízt til að vekja Bjarna Ben. af dásvefninum!

Jón Valur Jensson, 15.10.2017 kl. 23:21

3 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála Halldór Egill. Með ólíkindum að við skulum vera orðnir heilagri en Svíar í þessum efnum. Jafnvel Angela Merkel leyfir sér að hafa áhyggjur af afleiðingum stefnu hennar og  vegna hennar er allt í járnum í þýskri pólitík.

Jón Magnússon, 16.10.2017 kl. 09:28

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit satt að segja ekki hvort þetta verður til þess Jón Valur. Það er með svo miklum ólíkindum að stór hluti þjóðarinnar skuli vilja fórna öryggi, velferð já og jafnvel tungu og menningu vegna galinnar stefnu í útlendingamálum. 

Jón Magnússon, 16.10.2017 kl. 09:29

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jón, ég sem flokksbundinn Sjálfstæðismaður fer nú að hugsa minn gang, og fylgja Geir Jón vini mínum að málum og gefa X-D frí núna!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 17.10.2017 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband