Leita í fréttum mbl.is

Jerúsalem er höfuđborg Ísrael

Skilgreiningin á höfuđborg ríkis er; borg sem er miđstöđ stjórnsýslu og ríkisstjórnar. Samkvćmt ţeirri skilgreiningu er Jerúsalem höfuđborg Ísrael og hefur veriđ ţađ frá 1949, en frá ţeim tíma hefur stjórnsýslan, löggjafarvaldiđ og Hćstiréttur landsins veriđ í Jerúsalem. 

Ţađ er ekki annarra ríkja ađ ákveđa fyrir eitt ríki hver sé höfuđborg landsins. Ţađ er viđkomandi lands sjálfs ađ gera ţađ. Hvert einasta frjálst og fullvalda ríki hefur vald til ađ ákveđa hver höfuđborg ríkisins er.

Ţađ hefur komiđ fyrir ađ lönd hafa breytt um höfuđborg eins og t.d. Tyrkland 1923 ţegar höfuđborgin var flutt til Ankara, Kína 1949 ţegar Peking varđ höfuđborg, Brasilía 1960 ţegar Brasilía varđ höfuđborg og Ţýskaland 1999 ţegar Berlín varđ aftur höfuđborg. Engum datt í hug ađ véfengja rétt ţessara ríkja til ađ ákveđa hver vćri höfuđborg ţeirra. 

Nú bregđur svo viđ ađ meirihluta ríkja á ţingi Sameinuđu ţjóđanna m.a. međ stuđningi Íslands hafa ályktađ um ţađ ađ Jerúsalem sé ekki höfuđborg Ísrael.

Hvađan skyldi Sameinuđu ţjóđunum koma vald til ađ ákveđa ţađ fyrir frjáls og fullvalda ríki hvar höfuđborg ríkisins skuli vera. Í sjálfu sér hafa Sameinuđu ţjóđirnar ekkert međ ţađ ađ gera. Ţađ er frjálsra og fullvalda ríkja sjálfra ađ gera ţađ. 

Ríkisstjórn Íslands ákvađ ađ styđja tillögu Erdogan einrćđisherra í Tyrklandi ţess efnis ađ Jerúsalem vćri ekki höfuđborg Ísrael. Međ ţví gekk Ísland í liđ međ meiri hluta ţjóđa, sem taka sér vald sem ţau hafa ekki. Međ sama hćtti gćti allsherjarţing Sameinuđu ţjóđanna ályktađ ađ Reykjavík vćri ekki höfuđborg Íslands heldur Sauđárkrókur eđa Trékyllisvík.

Ţessi afstađa ríkisstjórnar Íslands og raunar allra EES ríkjanna er fáránleg og andstćđi grunnreglum ţjóđarréttarins. Svo virđist sem andúđin á Donald Trump Bandaríkjaforseta byrgi stjórnmálafólki víđsvegar sýn og komi í veg fyrir ađ ţađ taki skynsamlegar ákvarđanir.

Jerúsalem er höfuđborg Ísrael. Ţađ er ekkert sem kćmi í veg fyrir ţađ ađ hún yrđi einnig höfuđborg sjálfstćđs ríkis Palestínu Araba ef tveggja ríkja lausnin verđur einhverntíma ađ veruleika. Ţ.e. ef sú ríkisstjórn sem ţá sćti í ţví ríki flytti stjórnsýsluna, ríkisstjórn og ţing til vćntanlegs yfirráđasvćđis síns í Jerúsalem. Ályktun á sjötta tug Múslima ríkja um ađ Jerúsalem sé höfuđborg Palestínu Araba er hins vegar öllu galnari en ný ályktun Allsherjarţings Sameinuđu ţjóđanna vegna ţess ađ höfuđborg Palestínu Araba er í Ramallah ţar er ađstetur stjórnsýlu, ríkisstjórnar o.s.frv.

Í dag ríkir trúfrelsi í Jerúsalem. Öll helg svćđi Gyđinga, Kristinna og Múslima eru vernduđ sem og ţeir sem ađhyllast viđkomandi trúarbrögđ. Sérhver ţessara ţriggja trúarbragđa hefur sína sjálfstćđu yfirstjórn í Jerúsalem og ađ ţeim er ekki ţrengt. Jerúsalem er einn fárra stađa í Miđ-Austurlöndum ţar sem helgidómar og fornleifar hafa veriđ varđveitt og trúfrelsi ríkir í raun.  

Hvađ er ţá vandamáliđ viđ ađ viđurkenna stađreyndir eins og ţá ađ Jerúsalem er miđstöđ Ísraelsríkis og de facto höfuđborg. Af hverju er ríkisstjórn Íslands ađ slást í fylgd međ Hund-Tyrkjanum Erdogan og greiđa atkvćđi andstćtt ţjóđarrétti og heilbrigđri skynsemi.   

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Sammála ţér Jón, ţetta er svo heimskulegt, eiginlega ofstopafullt ađ vera ađ hlutast til um ţessi mál. Og Ísland tekur ţátt í ţessu.

Haukur Árnason, 21.12.2017 kl. 20:22

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kćri Jón.

Ég má til ađ deila pistli sem Jón Valur Jensson fann slóđina á.

Jón Valur Jensson:

"En frábćra greinargerđ fyrir allri ţessari réttarstöđu og um leiđ fyrir réttmćti ákvörđunar Trumps Bandaríkjaforseta er ađ finna í svo til nýrri grein eftir einn fremsta lögfrćđing heims, Alan M. Dershowitz, prófessor emeritus viđ Harvard-háskóla, og nefnist greinin 

Why Trump Is Right in Recognizing Jerusalem as Israels Capital

https://www.gatestoneinstitute.org/11509/trump-jerusalem-israel"

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.12.2017 kl. 05:13

3 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sćll Jón og takk fyrir ţessa frábćru samantekt. Ég var nú eiginlega farinn ađ vona ađ viđ fengjum bandaríska sendiráđiđ til Keflavíkur og nú er aldrei ađ vita. :-)

Kristinn Ásgrímsson, 23.12.2017 kl. 14:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband