Leita í fréttum mbl.is

Utanríkisstefna Íslands hver er hún?

Ísland ætlar að gera fríverslunarsamning við Tyrkland þrátt fyrir að Erdogan Tyrklandsforseti, hafi lokað á tjáningarfrelsið, rekið tugi þúsunda opinberra embættismanna og fangelsað þúsundir borgara m.a. alla helstu blaða- og fréttamenn landsins. Þá firrir það íslenska ráðamenn ekki nætursvefni að Erdogan hefur staðið fyrir árásum á nágrannalönd auk virkrar aðstoðar við hryðjuverkasamtök í Sýrlandi.

Á sama tíma er það utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar að viðhalda viðskiptabanni á Rússa, sem gjalda líku líkt. Viðskiptabannið skaðar framleiðendur í sjávarútvegi og landbúnaði. Leiða má rök að því að stór hluti af vanda sauðfjárbænda stafi af þessari glórulausu kaldastríðshugsun. 

Þá telja íslenskir ráðamenn það eðlilegt að vandræðast við þá þjóð sem hefur sýnt okkur mesta vináttu og stuðning allra þjóða í meir en hálfa öld, Bandaríkin vegna vals þeirra á forseta og viðurkenningar á Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.  

Utanríkisstefna íslands í dag er að samsama sig með ófrelsi og árásarstefnu Tyrkjaforseta og gera sérstaka samninga við þá - sem skipta Ísland nánast engu máli, en á sama tíma að bekkjast við vinaþjóðir til langs tíma, sem veldur okkur miklu tjóni. 

Hvar er vitræna glóran í íslenskri utanríkisstefnu?

Eru það ekki hagsmunir smáþjóðar eins og Íslands að eiga vinsamleg samskipti við öll lönd og gæta sérstaklega að því að eiga náin og vinsamleg samskipti við þær þjóðir sem við höfum sérstaka hagsmuni af að vera í góðu sambandi við.

Vilji Ísland hafa þá meginstefnu ber að aflétta viðskiptabanninu á Rússa þegar í stað og leggja rækt við að efla samskipti okkar , samstöðu og vináttu við Bandríkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband