Leita í fréttum mbl.is

Var formaður Verkamannaflokksins njósnari kommúnista?

Undanfarna daga hefur verið rætt um það í Bretlandi hvort staðhæfingar fyrrum leyniþjónustumanns kommúnista í Austur Evrópu þess efnis, að Jeremy Corbyn formaður Verkamannaflokksins og hópur flokksfélaga hans hafi verið njósnarar kommúnista séu réttar. Sjálfur hefur Corbyn reynt að gera grín að þessu, en óneitanlega eru sönnunargögnin sem færði eru fram trúverðug.

Nú hefur fyrrum foringi í MI6 (bresku leyniþjónustunni) stigið fram og sagt að Corbyn þurfi að svara spurningum um tengsl sín við njósnara kommúnista og það dugi honum ekki að reyna að láta sem ekkert sé. Þegar jafn hátt settur foringi í bresku gagnnjósnadeildinni og Mr. C eins og hann var nefndur en heitir Richard Dearlove stígur fram með jafn afgerandi hætti og fullyrðir að það geti verið að Corbyn hafi óhreint mjöl í pokahorninu og janvel verið á mála hjá óvinveittu ríki á árum áður, þá skiptir það máli að fá niðurstöðu í slíku máli. 

Þrátt fyrir að þessar fréttir um Corbyn hafi verið í gangi undanfarna daga, þá kemur ekki á óvart, að RÚV og vinstri pressan skuli ekki hafa minnst á þetta einu orði. Í tilviki Corbyn var óvinurinn til staðar og réttmæti staðhæfinganna um hann þýða að hann er landráðamaður. Ærin ástæða alla vega til að fjalla um það á fréttamiðlum. 

En það er eins og fyrri daginn, að frá hlustendum er haldið öllum fréttum sem gætu verið slæmar fyrir vinstri sinnaða stjórnmálamenn í heiminum á sama tíma og engin má tísta um Trump svo ekki fari allt úr böndum hjá RÚV og ómerkilegar fréttir og iðulega rangar um Trump er úðað yfir landslýð með því offorsi að ætla mætti að þar væru stórtíðindi á ferð, sem aldrei eru.

Það er engin helstefna sem hefur kostað jafn mörg mannslíf og Kommúnisminn og það er alvarlegt mál fyrir þá sem vilja láta taka sig alvarlega í pólitík hafi þeir verið á mála hjá slíkri ógnarstefnu jafnvel þó langt sé um liðið. Fréttastofur Vesturlanda ættu því að gefa því gaum þegar trúverðugar fréttir berast um að stjórnmálaforingjar í núinu hafi gerst landráðamenn og gengið í lið með óvininum á árum áður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 222
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4438
  • Frá upphafi: 2450136

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband