Leita í fréttum mbl.is

Postulinn Páll og Þjóðkirkjan

Frumvarp um að banna limlestingu á getnaðarlim nýfæddra sveinbarna hefur valdið meiri ólgu og tilfinningaóreiðu en önnur lagafrumvörp sem lögð hafa verið fram á þessu þingi. 

Íslenska þjóðkirkjan hefur blandað sér í málið og telur yfirmaður þeirrar kirkjudeildar að leyfa beri áfram að höggva forhúð af getnaðarlim ómálga sveinbarna, að því er virðist til að komast hjá því að móðga þá sem vilja halda þeim fornaldarsið áfram.

Með þessu neitar þjóðkirkjan sér um að hafa aðra skoðun en þá sem er þóknanleg öðrum trúarhópum. Spurning er hvaða gildi slík kirkjudeild hefur sem sviptir sig heimild til að taka afstöðu, ef það getur valdið því að einhver sé ósáttur við afstöðuna. 

Í frumkristni var umskurnin töluvert til umræðu og postulinn Páll tók mjög eindregna afstöðu gegn því að hún væri eitthvað sem máli skipti og taldi að óumskornir gætu orðið hólpnir í náðarfaðmi Guðs ekkert síður en umskornir. 

Þannig segir Páll postuli í I. Korintubréfi 7.kap 18-19. versi "Sá sem var óumskorinn, láti ekki umskera sig. Umskurnin er ekkert og yfirhúðin ekkert, heldur það að halda boðorð Guðs."

Biskupinn yfir Íslandi gat ekki tekið undir með Páli postula ef til vill vegna trúfræðilegrar vanþekkingar og e.t.v. vegna vilja til að sýna hversu undansláttarstefna og hugmyndasneyð hinnar evangelísku Lúthersku kirkju er algjör. 

Er ekki rétt að standa með réttindum ungbarna og boðun Páls Postula og leyfa þeim sem vilja láta limlesta kynfæri sín með umskurði að gera það þegar þeir hafa vit á að taka sjálfir þá ákvörðun. 

Þeir sem halda því fram að sú ákvörðun að banna umskurn ungbarna á Íslandi sé móðgun við fornaldarhugsun ákveðinna trúarbragða geta í sjálfu sér gert það, en það má ekki breyta því að við tökum rétta ákvörðun gegn hjátrú og hindurvitnum. Jafnvel þó það séu valdamikil öfl sem styðji ofbeldið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Jón

Menn ættu að skoða þetta mál frá öllum hliðum, svona eins og þú reynir að gera hérna. Það er ekki hægt að segja að það sé mælt með umskurn í Titusarbréf.     

"Því að margir eru þverbrotnir og fara með hégómamál og leiða í villu, allra helst eru það þeir sem halda fram umskurn, og verður að þagga niður í þeim. Það eru mennirnir, sem kollvarpa heilum heimilum, er þeir kenna það, sem eigi á að kenna, fyrir svívirðilegs gróða sakir. Einhver af þeim, eigin spámaður þeirra, hefur svo að orði komist: "Krítarmenn eru síljúgandi, óargadýr og letimagar." Þessi vitnisburður er sannur. Fyrir þá sök skalt þú vanda harðlega um við þá, til þess að þeir verði heilbrigðir í trúnni,
og gefi sig ekki að gyðingaævintýrum og boðum manna, sem fráhverfir eru sannleikanum" (Titusarbréf 1:10-14).

Menn spyrja einnig hvort ætli sé nú meiri synd, að benda á þessa áhættu varðandi Herpes- og STD smit eftir umskurnina eða hitt að styðja og mæla með umskurninni án þess að minnast einu orði á þessar lífshættulegu áhættur?

How 11 New York City Babies Contracted Herpes Through Circumcision

Two more babies stricken with HERPES after ritual oral blood sucking ...

Baby Dies of Herpes in Ritual Circumcision By Orthodox Jews

New York Baby Infected With Herpes After Metzitza...

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 28.2.2018 kl. 12:18

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakka þér fyrir góða kennslu.

Egilsstaðir, 28.02.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 28.2.2018 kl. 13:52

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við þetta má bæta, að allir postularnir tólf, þ.e. upphaflegu lærisveinarnir mínus Júdas Ískaríot, plús Mattías, tóku afstöðu gegn umskurn á postulafundinum í Jerúsalem, sjá 15. kafla Postulasögunnar. Biskup og aðrir sem standa með umskurn, eru þannig að ganga gegn grundvelli kristinnar trúar.

Theódór Norðkvist, 28.2.2018 kl. 22:46

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi "fornaldarhugsun ákveðinna trúarbragða" er, nafni minn ágæti, boðorð þeirra trúarbragða sem Jesús sjálfur ólst upp við, María og Jósef, Anna og Sakaría og sonur þeirra Jóhannes skírari aðhylltust af trúmennsku. Þau voru uppi á fornöld (sem lauk seint á 5. öld e.Kr.) Var eitthvað að því? Gjaldfellir forskeytið "fornaldar-" Hómer og Búddha, Platón og Aristoteles, Períkles og Alexander mikla, Cæsar og Cicero, Seneca og Epiktet, Sapfó og Óvíd, Sófókles og Sallúst, Virgil og Horatius og sjálfan Jesúm Krist í huga upplýstra manna?

Umskurn sveinbarna var boðorð Guðs til Abrahams og afkomenda hans, Guðs útvöldu þjóðar.

Að Kristur með fórnardauða sínum geri umskurn óþarfa fyrir þá, sem á hann trúa, er engin fordæming þeirra Gyðinga sem halda sig við trú ættfeðranna.

Grein þín, Jón, er því misráðin.

 

Jón Valur Jensson, 1.3.2018 kl. 09:18

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Páll var reyndar tvísaga um umskurðinn, andsnúinn í Kórinþubréfinu en meðmæltur í postulasögum. Það er annars einkeinni á postulanum að halda báðar skoðanir í sama efni svo allir geta fundið rettlætingu skoðana sinna í honum.

Kristnir litu jafnvel á umskurðinn sem myndlíkingu um andlega umbreytingu eða vígslu og Pall talar jafnvel um að afumskera.

Pétur foraktaði umskurn og talaði um hana sem óbærilegan klafa. Var hann umskorinn sjálfur líkt og allir postular og Jesú sjálfur. Að þessir menn væru umskornir er samt meira ályktun en staðreynd.

Mér finnst sjálfsagt að umskurður verði settur umdir vilja manna þegar þeir eru fullráða nema að læknisfræðilegar ástæður knýi um.

Gyðingar hafa sjálfir lagt af marga villimannslega truarsiði fram að þessu, sem fylgja ekki tíðarandanum. Þetta er bara eitt skref enn í að losa sig við rakalausar kreddur. Sama gildir um okkur kristna. Vonandi verður okkur forðað frá bókstafstrú á gamla testamenntið og lög og refsingar Mósess í einu og öllu. Færumst nær siðmenntaðri hegðun í stað óþynntrar villimennsku þrælslundar við gamlar skruddur.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2018 kl. 15:29

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við gætum snúið þessu við og ímyndað okkur að við værum í alvöru að ræða hvort við ættum að taka upp dauðarefsingar eftir duttlungum hefðar. Grýta ódæla unglinga til bana, eða þá sem safna sprekum á laugardögum, nú eða þá sem verða sekir um þá skelfilegu yfirsjón að sjóða kiðlingakjöt í geitamjólk. Ræðum það hvort ekki megi taka upp dauðarefsingu við því að karlmaður sofi hjá öðrum karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð sem launa skal með dauða.

Hvers vegna eru gyðingar hættir að grýta fólk til bana? Hversvegna erum við hætt að brenna efasemdarmenn og kuklara? Er erkki rétt að fara alla leið og dusta rykið af þessu líka?

Fyrir mér eru þetta sambærilegir hlutir. Prófum að taka þá umræðu upp á þingi. Við getum jú ekki að fullu kallast kristin þjóð nema að við fylgjum í öllu lögum og lögmálum almættisins sem tíunduð eru í "hinni góðu bók". Við lútum jú himinsherra, sem við þurfum að biðja miskunnar á hverjum degi. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2018 kl. 15:41

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ætlarðu ekki að birta innleggið mitt, vinur?

Jón Valur Jensson, 3.3.2018 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband