Leita í fréttum mbl.is

Prinsinn fagri gekk of langt

Nýjasta fórnarlamb Me-too byltingarinnar er prinsinn fagri sem kyssti Þyrnirós og vakti hana af værum 100 ára svefni. Nútíma öfgakonur hafa komist að því að prinsinn hafi ekki fengið leyfi og sýnt sofandi konu ósæmilegt kynferðislegt áreiti.

Vafalaust hefur höfundur ævintýrisins um Þyrnirós aldrei látið sér til hugar koma, að prinsinn fagri yrði sekur fundinn um eitthvað ósæmilegt þegar hann í aðdáun sinni smellti kossi á varir Þyrnirósar. Þetta fallega ævintýri um Þyrnirós var ekki skrifað út frá kynrænum sjónarmiðum heldur sem fallegt ævintýr sem fær góðan enda, einmitt vegna þess að prinsinn fagri frelsar Þyrnirós úr álögum með því að kyssa hana.

Hefði prinsinn fagri ekki kysst Þyrnirós, þá svæfi hún enþá og þau hún og prinsinn hefðu ekki lifað hamingjusömu lífi það sem eftir var þeirra ævi eins og segir í ævintýrinu að þau hafi gert. 

Umræða sem þessi og fordæming á söguhetjum ævintýra eins og þessu er til þess fallin að draga athyglina frá ósæmilegu og jafnvel hrottafengnu áreiti sem margt fólk verður fyrir, en það er einmitt slík hegðun sem er fordæmanleg, en ekki eðlileg athygli og viðbrögð fólks varðandi hitt kynið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð samlíking Jón. Ég var einmitt að hugsa á þessum nótum og hvort konur séu að byrja á stríði við Karlkynið en þegar þetta smitast í skólanna þá myndast kuldi á milli kynjanna.Við erum með góða prufu með síðustu kynslóð sem var kennt að ísland væri umhverfisspilltasta þjóð í heimi.Einn kennari úr þeirri kynslóð setti upp plakkard(t) í árbæjarskólanum þar sem eitt barnabarn mitt var í þar sem þetta stóð á. Hann kvartað í á annað ár og ég talaði við skólastjórann en þá var þetta tekið niður.    

Valdimar Samúelsson, 19.10.2018 kl. 13:05

2 identicon

Hann hefði betur sleppt því að vekja hana með kossi. Hún hlýtur að hafa verið frekar andfúl þegar hún vaknaði eftir allan þennan tíma. En auðvitað blöskrar ýmsum þessi feminista ofstopi. Vissulega eru karlmenn ekki gallalausir en það sama gildir um konur. Þetta er ekki rétta leiðin til að bæta samskipti kynjanna.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 20.10.2018 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 213
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4429
  • Frá upphafi: 2450127

Annað

  • Innlit í dag: 194
  • Innlit sl. viku: 4123
  • Gestir í dag: 190
  • IP-tölur í dag: 188

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband