Leita í fréttum mbl.is

Vanhæfir stjórnmálamenn og/eða þjóðernishyggja

 

Ýmsir hafa bent á að einkenni okkar tíma væri m.a. hve illa upplýstir stjórnmálamenn væru og hirtu lítið um að afla sér grunnþekkingar á málum áður en þeir settu fram fullyrðingar. Síðan æti hver upp eftir öðrum með uppskrúfaðra og uppskrúfaðra orðalagi. Þetta rifjaðist upp þegar stjórnmálaleiðtogar hittust í París í gær til að minnast þess að 100 ár voru liðin frá því að vopnahlé var samið í fyrri heimstyrjöld.

Hver þjóðarleiðtoginn í París á eftir öðrum komu fram og kenndu þjóðernishyggju, að því er virtist nútímans, um að fyrri heimstyrjöld hefði brotist út. Meira að segja forseti íslenska lýðveldisins tók undir þessar röngu fullyrðingar og er hann þó sagnfræðimenntaður

Margir hafa skrifað um ástæður þess að fyrri heimstyrjöld braust út, en sennilega engin eftir jafnvíðtækar rannsóknir og af eins mikilli þekkingu og Christopher Clark höfundur bókarinnar "Sleepwalkers" Eftir lestur bókarinnar kemur manni einkum í hug vanhæfir stjórnmálamenn sem ástæðu þess að fyrra heimstríð braust út þó þjóðernishyggja hafi vissulega skipt máli hvað varðar konungsríkið Serbíu, sem taldi sig eiga tilkall til landa sem keisaradæmið Austurríki-Ungverjaland réði. 

Í ofangreindri bók lýsir höfundur því að margháttaðir atburðir og þjóðfélagshræringar hafi orðið til þess að styrjöldin braust út. Hann segir m.a. "Spurningin um af hverju (styrjöldin braust út) leiðir til þess að skoða verður ýmis nærtæk og fjarlæg atriði eins og heimsveldisstefnu, þjóðernisstefnu, hernaðarbandalög, fjármálaöflin, hugmyndir um þjóðarheiður" o.fl.

Í bókinni er varað við því sem þjóðarleiðtogarnir gerðu í gær. að "setja fortíðina í það ljós að hún mæti þörfum nútímans" En hver af öðrum gerðu þjóðarleiðtogarnir einmitt það. Engin þó jafn afdráttarlaust og  Angela Merkel sem vísaði til þess að þjóðernishyggja hefði verið orsök styrjaldarinnar og líkti því við vaxandi þjóðernishyggju í Vestur Evrópu. 

Þessar fullyrðingar Merkel og annarra þjóðarleiðtoga sem tóku í sama streng, þ.á.m. sagnfræðingurinn forseti íslenska lýðveldisins, eru rangar. Því fer fjarri að vaxandi þjóðernishyggja hafi verið í  keisaradæminu  Rússlandi, Þýskalandi, Austurríki-Ungverjalandi, konungsríkinu Stóra Bretlandi, ríki Ottómana í Tyrklandi eða lýðveldinu Frakklandi árið 1914 þegar styrjöldin braust út. Þar voru hins vegar alls staðar vanhæfir stjórnmálamenn eins og víðast hvar núna.

Þá liggur líka fyrir að hugmyndaheimur þeirra og þær þjóðfélagshræringar sem voru árið 1914 eiga ekkert skylt við hugmyndafræði Alternative für Deutschland eða flokka Le Pen, Viktors Orban eða annarra sem eru brennimerktir með því að vera kallaðir þjóðernissinnar. Tilvísun Angelu Merkel var fyrst og fremst til að reyna að koma höggi á pólitíska andstæðinga vegna vandamála sem hún sjálf skapaði sem vanhæfur stjórnmálamaður.  

Staðreyndin er sú, að það var friðvænlegt í Evrópu í ársbyrjun 1914. En keisaraveldið Austurríki-Ungverjaland var að mörgu leyti komið að fótum fram og ólíkar þjóðir og þjóðarbrot kröfðust sjálfstæðis með sama hætti og við gerðum fyrir 100 árum á grundvelli heilbrigðrar þjóðernishyggju. Telur forseti lýðveldisins að slík hugmyndarfæði sem leiddi til sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar frá Dönum hafi verið röng. 

Án þjóðernishyggju væri Ísland ekki frjálst og fullvalda ríki í dag. Var það slæm hugmyndafræði? Gerðu forfeður okkar rangt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

HVERNIG ER ÞJÓÐERNISHYGGJA SKILGREIND?

Það er svolítið SITTHVORT; hvort að um sé að ræða venjulega íslendinga

sem að vilja halda tryggð við það að naga sviðakjamma á þorrablótum

af því að það á að vera íslenskur siður EÐA hvort að um sé að ræða nazisma

þar sem að ráðist er inn í önnur lönd og óæskilegt fólk sent í gasklefa.

Jón Þórhallsson, 12.11.2018 kl. 10:15

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Nú hneykslaðist RÚV okkar "sumra" mikið yfir því að 250.000 pólverjar hafi marserað friðsamlega um götur höfuðborgarinnar Varsjár með pólska fána og sungið ættjarðarsöngva til að fagna 100 ára afmæli sjálfsstæðis landsins. RÚV kallaði þá fasista og öllum illum nöfnum og fordæmdi að þingmenn og jafnvel einhverjir ráðherrar stærsta stjórnmálaflokks Póllands hefðu látið sjá sig í þessum hátiðarhöldum. Eigum við sem ætlum að fagna 100 ára fullveldi Íslands þann 1 desember n.k.von á því að vera kallaðir fasistar og öfga þjðernissinnar af RÚV ef við látum sjá okkur á samkomum eða leyfum okkur að fagba eða nota þjóðfána okkar ? Hvursu ömurlega langt getur þessi upphafba pólitíska innræting gengið ?

Gunnlaugur I., 13.11.2018 kl. 04:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 233
  • Sl. sólarhring: 837
  • Sl. viku: 4054
  • Frá upphafi: 2427854

Annað

  • Innlit í dag: 217
  • Innlit sl. viku: 3753
  • Gestir í dag: 215
  • IP-tölur í dag: 208

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband