Leita í fréttum mbl.is

Skammarlegt bruðl og óráðssía Alþingis og stjórnmálastéttarinnar

Í gær var sagt frá því að bæta ætti við 17 aðstoðarmönnum til þingflokka. Hver um annan þveran lýstu formenn stjórnmálaflokka og þingflokka því yfir að þetta væri brýn nauðsyn. 

Fólk veit ef til vill ekki hve vel er búið að þingmönnum án þess að fleiri flokkslíkamabörn séu tekin á launaskrá Alþingis.

Nú þegar geta alþingismenn fengið virka aðstoð starfsfólks Alþingis, ef þeir þurfa á að halda við samningu frumvarpa, þingsályktana o.s.frv. Bókasafn Alþingis er með virka upplýsingaþjónustu. Þegar ég sat síðast á þingi fannst mér alþingismenn í raun vera í bómull og mættu meir en vel við una. 

Á þeim tíma var borin fram tillaga um að hver þingmaður fengi aðstoðarmann. Ég var eindregið á móti þeirri tillögu og taldi það algjört bruðl og er enn í dag ánægður með að hafa staðið í lappirnar og vera eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn því bruðli. Þetta varð þó ekki að veruleika, en það var Hrunið sem leiddi til þess. 

Á þeim tíma sem aðstoðarmaður fyrir hvern þingmann var til umræðu sögðu margir þáverandi kollegar mínir við mig, að þetta væri ekkert mál vegna þess að við værum svo rík. Ég svaraði því til að hvað sem liði ríkidæmi þá væri það aldrei afsökun fyrir að fara illa með fé eða sóa fjármunum. 

Nú er staðan sú, að stjórnmálaflokkarnir hafa aukið framlög til sjálfra sín frá skattgreiðendum um 7-800 milljónir og stálu þeir þó ærnu fé frá skattgreiðendum fyrir það.

Mér sagt að aðstoðarmenn ráðherra séu 25. Þingið greiðir fyrir 1 aðstoðarmann formanna stjórnmálaflokka og 1 framkvæmdastjóra þingflokks alls 16 manns í dag. Þess utan er þingflokkunum séð fyrir ritara einum hverjum eða 8. Nú á að bæta við 17 og verða þá þessir sérstöku aðstoðarmenn orðnir 52 fyrir utan annað starfslið Alþingis sem þingmenn geta leitað til. Með þessum hætti  er hægt að koma fullt af flokkslíkamabörnum, sem geta ekki fengið starf annarsstaðar á jötuna. 

Ofan á óráðssíu stjórnmálamanna á Alþingi koma síðan sveitarstjórnir sem bjóða sjálfum sér upp á starfs- og launakjör sem eru margfalt betri en stórborgarfultrúar í nágrannalöndum okkar hafa. Auk þess sem sveitarstjórnir borga drjúgar fjárhæðir til stjórnmálaflokkanna.

Það ber að lýsa vantrausti á stjórnmálastétt sem svona hagar sér. Skammtar sjálfri sér og háembættismannaaðlinum margfalda launahækkun og hikar ekki við að stela peningum af skattgreiðendum til félagsstarfsemi sinnar og til að koma gæðingum og vildarvinum í góð hálaunaembætti.

Meðan svo fer fram eiga stjórnmálamenn hvorki að njóta virðingar eða atvkæðis venjulegs launafólks eða vinnuveitenda í landinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Jawohl herr Staatsanwalt

Halldór Jónsson, 13.11.2018 kl. 22:21

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek mjög undir mál þitt Jón Magnússon og heiður skalt þú hafa fyrir að fljóta ekki bara með. 

Án þess að ég hafi nokkrar forsendur til að ákveða fjölda þingmanna, þá er einsýnt að menn sem hafa jafn mikinn tíma og raun ber vitni til að fjasa um keisarans skegg, þurfa ekki aðstoðarmenn við það.  Í sambandi við ríkidæmi okkar íslendinga, þá höfum við ekki efni á að byggja landspítala, jafnvel þó það sé gert á vitlausum stað.

 Við höfum ekki efni á að tengja vestfirði sómasamlega saman og heldur ekki að koma Seiðfirðingum í samband við þjóðvega kerfið. Þetta eru bara þrjú atriði sem hér eru nefnd en þau skipta tugum sem við höfum ekki haft efni á nú síðustu áratugina.  Gamalmenni og öryrkjar lepja dauðan úr skel í boði þeirra sem sífellt eru að tala um ríkidæmi. 

Samt hafði þingið efni á því að ríkisvæða stjórnmála flokka.  Landspítalanum skal hrúgað upp þarna utan í Skólavörðuholtinu eingöngu vegna þess að Reykjavíkurborg vill ekki missa hann, skít með það hvað það kostar vegna þess hvað staðsetningin er óhagkvæm í öllu tilliti og svo er ekki alt búið því að stórkostlegar vega framkvæmdir standa til sem þó koma aldrei til að skila því sem þarf.           

 

Hrólfur Þ Hraundal, 14.11.2018 kl. 11:16

3 identicon

Ég er svo yfir mig gáttuð, hvernig dettur þeim þetta í hug? Skrifstofustjóri Alþingis er að reyna að afsaka þetta og máli sínu til stuðnings segir hann að í Noregi og Danmörku hafi allir þingmenn aðstoðarmenn! Á danska þinginu sitja 179 þingmenn - þar af tveir fyrir Grænland og tveir fyrir Færeyjar. Danir eru 5,6 milljónir, Færeyjingar um 50.000 og Grænlendingar ögn fleiri. Samtals eru þessir 179 þingmenn að vinna fyrir u.þ.b. 5,7 milljónir manns. Á Íslandi höfum við 63 snillinga sem eiga að vinna fyrir þessar 360.000 hræður sem hér búa. Ekki undarlegt að þeim finnist þeir hafa mikið að gera! Manni dettur helst í hug að þetta folk sem við höfum kosið til Alþingis hafi í raun aldrei unnið á venjulegum vinnustöðum? Hvernig væri að skikka þau, hvert og eitt til að vinna a.m.k. eina viku á húkrunarheimili, leikskóla eða sambærilegum vinnustað þar sem starfsfólk þrælar sér út og alþingismenn hafna aftur og aftur beiðnum um fjölgun stöðugilda. Alþingismenn ættu að hundskammast sín!

Svava Aradóttir (IP-tala skráð) 15.11.2018 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 1661
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1490
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband