Leita í fréttum mbl.is

Er þetta virkilega svona

Fyrir nokkru var skýrt frá því að bankastjóri Landsbankans hefði fengið ríflega launahækkun í prósentum talið. Í umræðum þann daginn varð hún óvinur þjóðarinnar og forsætis- og fjármálaráðherra sem og stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins gerðu harkalegar athugasemdir við þessar launahækkanir. 

Landsbankinn og Íslandsbanki eru í eigu ríkisins nánast að öllu leyti og ríkið sem helsti hluthafinn eða eini hluthafinn mætir á aðalfundi hlutafélaganna sem reka bankann, kjósa bankaráðsfólk og samþykkja starfskjarastefnu fyrirtækisins fyrir næsta starfsár. Í hlutafélagalögum er mælt fyrir um það í grein 79 a með hvaða hætti og hvernig starfskjarastefna fyrirtækisins skuli vera næsta ár. 

Í ljós kom að bankastjóri Landsbankans er lægst launaði bankastjórinn af stóru viðskiptabönkunum þrem og fyrir lá mótuð starfskjarastefna samþykkt af ríkinu að hækka laun bankastjóra Landsbankans. Þegar það er skoðað þá er með ólíkindum að viðbrögð forsætis- og fjármálaráðherra skuli hafa verið með þeim hætti og þau voru hvað þá stjórnarformanns Bankasýslu ríkisins. 

Stóru spurningarnar sem krefjast svara í sambandi við viðbrögð ráðherranna og stjórnarformannsins eru þessar: Fylgist þetta fólk ekki með því sem gerist á aðalfundum stærstu fyrirtækja ríkisins og hvaða starfskjarastefna er mótuð? Eru viðbrögð þessa fólks bara látalæti til að slá ryki í augu almennings?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 678
  • Sl. sólarhring: 928
  • Sl. viku: 6414
  • Frá upphafi: 2473084

Annað

  • Innlit í dag: 615
  • Innlit sl. viku: 5843
  • Gestir í dag: 590
  • IP-tölur í dag: 577

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband