Leita í fréttum mbl.is

Hverjir standa undir verðmætasköpun í þjóðfélaginu?

Mér skilst að um helmingur vinnandi fólks séu opinberir starfsmenn. Ansi hátt og raunar allt of hátt hlutfall. Nánast allir sem vinna hjá hinu opinbera eru af íslensku bergi brotnir. 

Þá er spurningin hvað stór hluti þeirra sem vinna á almenna vinnumarkaðnum þ.e. annarsstaðar en hjá hinu opinbera eru af íslensku bergi brotnir og hvað margir af erlendu. Þetta hefur fyrst og fremst þýðingu til að gera sér grein fyrir því hvernig íslenskt þjóðfélag er að þróast. 

Sé það rétt að um eða yfir helmingur vinnuaflsins vinni beint hjá hinu opinbera þá er það alvarleg þróun, sem getur ekki leitt til annars en kjararýrnunar í framtíðinni. Verðmætasköpunin fer ekki fram hjá ríki og bæ, en þrátt fyrir það stendur ríkisstjórnin fyrir aukningu útgjalda um rúma 100 milljarða á tveimur árum.

Þá er líka í framhaldi af því spurning hvort þannig sé fyrir okkur komið að vegna stöðugrar útþennslu ríkisbáknsins, þá þurfum við að flytja inn starfsfólk til að sinna arðbærum störfum því annars ætti verðmætasköpunin sér ekki stað í sama mæli. Já og minni hluti starfsfólks á almennum vinnumarkaði standi í raun undir verðmætasköpun í þjóðfélaginu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ekki gleyma þeim stóra hópi fólks, Jón Magnússon, sem hingað kemur tímabundið til starfs og sendir nánast öll sín laun úr landi. Þetta sama fólk og nú hefur verið vélað til verkfalla, með aðferðum sem nánast er hægt að kalla venesúelskar. Um leið og skóinn kreppir, yfirgefur þetta fólk landið og eftir sitjum við með jafnvel meirihluta landsmanna á launum hjá hinu opinbera!

 Nokkuð sem ekki er nokkur einasti möguleiki að muni ganga. Að þetta skuli að vera að gerast á vakt Sjálfstæðisflokksins og jafnvel að hans frumkvæði, eða roluháttar, hvernig svosem á það er litið er sorglegt. Forysta Sjálfstæðisflokksins er sokkin í embættismannaflórinn og ekki nokkur einasti bjarghringur virðist geta sogað hana upp úr þeirri forarvilpu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.3.2019 kl. 20:24

2 identicon

Þetta er algengur misskilningur að "engin verðmætasköðun fari fram hjá ríki og borg"...algert rugl í rauninni.

Líklega á sér hvergi jafn mikil verðmætasköpun eins og í heilbrigðiskerfinu og í menntakerfinu sem eru fjárfrekustu og mannaflsfrekustu verkefni ríkis og sveitarfélaga. 

Eini munurinn á ríki og einkamarkaði er fjármögnun, þ.e. með sköttum eða beinum kostnaði. Það er ákvörðun ríkisvaldins að þjónusta skuli fjármögnuð af skattfé og við getum alveg séð það fyrir að ef t.d. menntun eða heilbrigðisþjónusta væri ekki fjármögnuð af sköttum þá myndu birtast 2 línur í heimilisbókhaldi landsmanna sem stæðu fyrir gjöldum í þessa þætti. Og það væri jafnvel hærri upphæð en t.d. húsnæðiskosnaður eða rekstur bíls.

Og það væri raunhæfur mælikvarði á hver verðmætasköpunin væri t.d. í menntakerfinu. Hvað væri fjölskyldan tilbúin til að greiða fyrir menntun barns? 1 milljón á ári per barn? Það væri kannski ekki fjarri lagi.

En að halda því fram að þetta sé ekki verðmætasköpun vegna þess að starfsemin fer fram á vegum ríkisins er auðvitað glórulaust rugl...

Magnús (IP-tala skráð) 10.3.2019 kl. 09:12

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er ekki síður umhugsunarefni;

hvernig farið er með VERÐMÆTIN / SKATTKRÓNURNAR

sem að fátæka fólkið skaffar inni í ríkissjóð.

Hvað mun það t.d. kosta félagana í EEFLINGU

að taka þátt í eurovision í ár?

Er SKATTKRÓNUNUM  sem að munu fara í að brauðfæða

"Hatarana" og þeirra líffstíl

vel varið?????

Jón Þórhallsson, 11.3.2019 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 91
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 4138
  • Frá upphafi: 2426982

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 3826
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband