Leita í fréttum mbl.is

Er Sómalía öruggari en London?

Frá því er skýrt í stórblaðinu New York Times í dag að Banadríkjamenn haldi uppi stórfelldum loftárásum á liðsmenn al-Shabaab, sem tengdir eru Al Kaída, sem eru taldir hafa um 7 þúsund vígamenn. Í landinu hefur geisað borgarastyrjöld og vígahópar fara dráps- og ránshendi um landið.

Á sama tíma er frétt í stórblaðinu Daily Telegraph í Englandi, sem segir frá því að foreldrar af sómölskum uppruna, sem flúðu átök í Sómalíu í lok síðustu aldar sendi börn sín, sem eru fædd í Bretlandi til Sómalíu. Hnífaárásir og eiturlyfjagengi er það sem foreldrarnir óttast. Vitnað er í blaðið the Observer sem segir að hundruð barna sem búa í London hafi verið flogið til Sómalíu, Sómalílands og Kenýa.

Athyglisvert að þrátt fyrir slæmt ástand í Sómalíu skuli  foreldrar í London telja öruggara að senda börnin sín þangað, en að hafa þau hjá sér í London.

Minni kynslóð var kennt að London væri ein öruggasta stórborg í heimi. Síðan hafa orðið gríðarlegar lýðfræðilegar breytingar í borginni. Innfæddir Bretar eru þar í minnihluta. Hnífaárásir og morð eru daglegt brauð, en ekki má segja frá því hverjir standa fyrir þessum glæpum vegna pólitísks rétttrúnaðar.

Enska lögreglan sem allir litu upp til í mínu ungdæmi hefur ítrekað sýnt að hún er vanmáttug og setur kíkinn fyrir blinda augað ef hún telur hættu á því að hún verði sökuð um rasisma ef hún tekur á ákveðnum tegundum glæpa. Það virðist heldur betur vera að skila sér í þessari fyrrum frjálslyndu, öruggu og áður helstu höfuðborg heimsins.

Rithöfundurinn og þáttastjórnandinn Mark Steyn sagði einu sinni að það yrði að segja við innflytjendur, sem hingað kæmu, að þeir skyldu varast að reyna að koma á því ástandi í löndunum okkar, sem þeir flýði frá. Í London virðist það samt vera að gerast. Þegar foreldrar telja öruggara fyrir börn sín að alast upp í stríðshrjáðum upprunalöndum sínum þá ættu allir að sjá við erum ekki að gera rétta hluti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er sorgleg staðreynd. Ég man að Flugleiðir buðu ungum manni sem var hjálpar strákur okkar í Nigeríu en hann var sjálfur frá öðru stríðshrjáðu ríki. Þegar hann fór í gegn um London á leið til Íslands þá var hann svo gáttaður og sagi ég hélt ég væri komin af villimönnum en í London eru enn meiri Hippar og villimenn. Hann leit á hippana og þessa flúruðu sem villimenn.    

Valdimar Samúelsson, 11.3.2019 kl. 14:49

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Barnabörnin okkar munu líklega lifa Bretland verða íslamskt ríki. En áður en það gerist mun koma til átaka. Tétsénía er dæmigerð púðurtunna Þó hún  sé hérað í Rússlandi. 

Sigurður Þórðarson, 11.3.2019 kl. 22:00

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kannski er hverfið þeirra bara svona slæmt.
Svona eins og USA þá.  Sum hverfi eru eins og Stalingrad AD 1943, á meðan næstu hverfi sitthvoru megin eru friðsælli en þjóðminjasafnið um nótt.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.3.2019 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1262
  • Sl. sólarhring: 1277
  • Sl. viku: 6404
  • Frá upphafi: 2470788

Annað

  • Innlit í dag: 1178
  • Innlit sl. viku: 5886
  • Gestir í dag: 1128
  • IP-tölur í dag: 1094

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband