Leita í fréttum mbl.is

Krafa um ríkisrekstur?

Í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins WOW hafa margir orðið til að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki greitt úr sameiginlegum sjóðum skattgreiðenda og skorið flugfélagið niður úr skuldasnörunni. Slík ummæli eru í raun ekki annað en krafa um ríkisrekstur á flugfélagi, en einnig það að Ríkið skuli bera ábyrgð á hvaða fyrirhyggjuleysi sem vera kann í einkarekstri.

Við búum við markaðshagkerfi, þar sem fólk hefur frelsi til að stofna fyrirtæki og reka þau á eigin áhættu sem og áhættu þeira sem lána fyrirtækjunum. Í slíku þjóðfélagi skiptir máli að Ríkið komi fyrst og fremst að málum til að gæta þess, að virk samkeppni ríki á markaðnum og einokun eða fákeppni leiði ekki til okurs gagnvart neytendum. Slíkt kallar ekki á frekari afskipti ríkisins. 

Þá hefur verið gagnrýnt að einvherjar óskilgreindar eftirlitsstofnanir hafi ekki gert það sem þær áttu að gera. Hvaða stofnanir skyldu það nú vera? Þegar grannt er skoðað þá sést,að engin ríkisstofnun hafði heimild til að hafa einhver sérstök afskipti af WOW eða grípa inn í rekstur þess. 

Í þessu tilviki með sama hætti og þegar helstu bankarnir fóru á hausinn árið 2009 varð engum öðrum um kennt en þeim sem báru ábyrgð á rekstri þeirra fyrirtækja, þó að í hráskinnaleik stjórnmálanna hafi öðrum og alsauklausum aðilum verið um kennt, ekki síst fyrir tilstilli þeirra sem settu sjálfir bankana á hausinn. Allt annað er tilraun til að draga athyglina frá raunveruleikanum. Þá töldu margir að Ríki yrði að grípa inn í varðandi viðskiptabankarekstur þar sem að um kerfishrun væri að ræða. Allt orkaði það tvímælis, en í tilviki flugrekstrar þá væri sama um að ræða og WOW air, Icelandair og Flugfélag Íslands færu öll á hausinn í sömu vikunni.  

Ríkisvaldið hefur iðulega komið með fjárframlög til einkafyrirtækja, sem eru óeðlileg í samkeppnisþjóðfélagi svo sem að gera samninga við stórfyrirtæki um skattaívilnanir og ýmislegt fleira. En það er ekki til eftirbreytni og ber að fordæma. Samkeppnisþjóðfélag þrífst ekki og það verða ekki góð lífskjör nema ríkisvaldið gæti fyrst og fremst að því að gæta jafnræðis á milli rekstraraðila og rugli ekki í markaðnum og hendi ekki peningum skattgreiðenda í samkeppnisrekstur. Svo væri það verðugt reikningsdæmi fyrir viðskiptafræðideildir háskólanna að reikna út hvað miklum peningum skattgreiðendur hafa tapað vegna þess að ríkið og sveitarfélögin reyndu að koma í veg fyrir gjaldþrot og rekstrarstöðvun einafyrirtækja með því að leggja til peninga skattgreiðenda til áframhaldandi reksturs fyrirtækja sem nánast undantekningarlaust fóru síðar á hausinn.

Ef saka á ríkisvaldið og aðila því tengdu um eitthvað varðandi WOW þá kann svo að vera að Isavia hafi farið umfram heimildir um að innheimta ekki þau gjöld sem flugfélaginu bar að greiða. Gera verður grein fyrir því hvernig á því stóð og hvaða heimildir gerðu það leyfilegt að mismuna þannig flugrekendum.

Þá er líka spurning hvort að ríkisvaldið hafi gefið WOW air lengri og meiri fresti varðandi skattskil en eðlilegt er og öðrum er gefin. Margt bendir til þess að svo hafi verið. Spurning er þá hver ber ábyrgð á því? Endanlega virðist þá sem ábyrgðin liggi hjá samgönguráðherra Sigurði Inga, sem á sínum tíma vild ákæra mann og annann í kjölfar bankahrunsins, sem nefndarmaður í svokallaðri Atlanefnd.

Ef til vill er hann tilbúinn til að skoða aðgerðir sínar nú með jafnalvarlegum augum fordæmandans og axla þá ábyrgð núna,  sem hann ætlaði öðrum að gera á sínum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Steingrímur J. setti milljarða i Sjóvá eftir þjófnað Wernersbræðra á bótasjóðnum sem blöstu við.Hefði hann gert sama við Woffa?

Halldór Jónsson, 29.3.2019 kl. 19:31

2 Smámynd: Jón Magnússon

Steingrímur J er kommúnisti Halldór og út frá hans hugmyndafræði þá er það eðlilegt að ríkisvæða samkeppnisaðila í rekstri. Verst að okkar menn eru ekki alveg lausir við draug sósíalismans og hafa of oft freistast til að horfa framhjá hagsmunum skattgreiðenda og samkeppnisþjóðfélagsins í pópúlískum aðgerðum sem heita alltaf björgunaraðgerðir. En rugla í raun markaðinn og halda við óhæfum stjórnendum. 

Jón Magnússon, 29.3.2019 kl. 20:13

3 Smámynd: Ívar Ottósson

Richard Branson, stofnandi Virgin flugfélagsins var einusinni spurður hvernig maður yrði miljónamæringur og hann svaraði að bragði að best væri að byrja sem miljarðamæringur og stofna svo flugfélag og þá yrði maður sjálfkrafa miljónamæringur. Nokkuð vel orðað. Annar sem hefur mælt sig um flugbransan er Warren Buffet sem sagði margt fyrir löngu að sá bransi myndi hann aldrei fjárfesta í sökum áhættu. Umhugsunarvert... 

Ívar Ottósson, 30.3.2019 kl. 08:59

4 Smámynd: Ívar Ottósson

Richard Branson, stofnandi Virgin flugfélagsins) var einusinni spurður hvernig maður yrði miljónamæringur og hann svaraði að bragði að best væri að byrja sem miljarðamæringur og stofna svo flugfélag og þá yrði maður sjálfkrafa miljónamæringur. Nokkuð vel orðað. Annar sem hefur mælt sig um flugbransan er Warren Buffet sem sagði margt fyrir löngu að sá bransi myndi hann aldrei fjárfesta í sökum áhættu. Umhugsunarvert... 

Ívar Ottósson, 30.3.2019 kl. 09:36

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ríkið greip nú reyndar inn í þegar bankarnir fóru á hausinn. Tilgangurinn var að forða því að enn verr færi.

Það má velta fyrir sér hvort ríkið hefði átt að yfirtaka WOW þegar allt var komið í óefni, með það að markmiði að forða fjöldaatvinnuleysi og neikvæðum skammtímaáhrifum á ferðaþjónustuna. En þá hefði það vitanlega þurft að vera undir þeim formerkjum að hluturinn yrði seldur mjög fljótt aftur og eins hefði þurft að liggja mjög ljóst fyrir hver staða félagsins væri í raun og veru.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.3.2019 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 150
  • Sl. sólarhring: 1311
  • Sl. viku: 5292
  • Frá upphafi: 2469676

Annað

  • Innlit í dag: 137
  • Innlit sl. viku: 4845
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 137

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband