29.3.2019 | 14:09
Krafa um ríkisrekstur?
Í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins WOW hafa margir orðið til að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki greitt úr sameiginlegum sjóðum skattgreiðenda og skorið flugfélagið niður úr skuldasnörunni. Slík ummæli eru í raun ekki annað en krafa um ríkisrekstur á flugfélagi, en einnig það að Ríkið skuli bera ábyrgð á hvaða fyrirhyggjuleysi sem vera kann í einkarekstri.
Við búum við markaðshagkerfi, þar sem fólk hefur frelsi til að stofna fyrirtæki og reka þau á eigin áhættu sem og áhættu þeira sem lána fyrirtækjunum. Í slíku þjóðfélagi skiptir máli að Ríkið komi fyrst og fremst að málum til að gæta þess, að virk samkeppni ríki á markaðnum og einokun eða fákeppni leiði ekki til okurs gagnvart neytendum. Slíkt kallar ekki á frekari afskipti ríkisins.
Þá hefur verið gagnrýnt að einvherjar óskilgreindar eftirlitsstofnanir hafi ekki gert það sem þær áttu að gera. Hvaða stofnanir skyldu það nú vera? Þegar grannt er skoðað þá sést,að engin ríkisstofnun hafði heimild til að hafa einhver sérstök afskipti af WOW eða grípa inn í rekstur þess.
Í þessu tilviki með sama hætti og þegar helstu bankarnir fóru á hausinn árið 2009 varð engum öðrum um kennt en þeim sem báru ábyrgð á rekstri þeirra fyrirtækja, þó að í hráskinnaleik stjórnmálanna hafi öðrum og alsauklausum aðilum verið um kennt, ekki síst fyrir tilstilli þeirra sem settu sjálfir bankana á hausinn. Allt annað er tilraun til að draga athyglina frá raunveruleikanum. Þá töldu margir að Ríki yrði að grípa inn í varðandi viðskiptabankarekstur þar sem að um kerfishrun væri að ræða. Allt orkaði það tvímælis, en í tilviki flugrekstrar þá væri sama um að ræða og WOW air, Icelandair og Flugfélag Íslands færu öll á hausinn í sömu vikunni.
Ríkisvaldið hefur iðulega komið með fjárframlög til einkafyrirtækja, sem eru óeðlileg í samkeppnisþjóðfélagi svo sem að gera samninga við stórfyrirtæki um skattaívilnanir og ýmislegt fleira. En það er ekki til eftirbreytni og ber að fordæma. Samkeppnisþjóðfélag þrífst ekki og það verða ekki góð lífskjör nema ríkisvaldið gæti fyrst og fremst að því að gæta jafnræðis á milli rekstraraðila og rugli ekki í markaðnum og hendi ekki peningum skattgreiðenda í samkeppnisrekstur. Svo væri það verðugt reikningsdæmi fyrir viðskiptafræðideildir háskólanna að reikna út hvað miklum peningum skattgreiðendur hafa tapað vegna þess að ríkið og sveitarfélögin reyndu að koma í veg fyrir gjaldþrot og rekstrarstöðvun einafyrirtækja með því að leggja til peninga skattgreiðenda til áframhaldandi reksturs fyrirtækja sem nánast undantekningarlaust fóru síðar á hausinn.
Ef saka á ríkisvaldið og aðila því tengdu um eitthvað varðandi WOW þá kann svo að vera að Isavia hafi farið umfram heimildir um að innheimta ekki þau gjöld sem flugfélaginu bar að greiða. Gera verður grein fyrir því hvernig á því stóð og hvaða heimildir gerðu það leyfilegt að mismuna þannig flugrekendum.
Þá er líka spurning hvort að ríkisvaldið hafi gefið WOW air lengri og meiri fresti varðandi skattskil en eðlilegt er og öðrum er gefin. Margt bendir til þess að svo hafi verið. Spurning er þá hver ber ábyrgð á því? Endanlega virðist þá sem ábyrgðin liggi hjá samgönguráðherra Sigurði Inga, sem á sínum tíma vild ákæra mann og annann í kjölfar bankahrunsins, sem nefndarmaður í svokallaðri Atlanefnd.
Ef til vill er hann tilbúinn til að skoða aðgerðir sínar nú með jafnalvarlegum augum fordæmandans og axla þá ábyrgð núna, sem hann ætlaði öðrum að gera á sínum tíma.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 398
- Sl. sólarhring: 403
- Sl. viku: 4330
- Frá upphafi: 2420548
Annað
- Innlit í dag: 373
- Innlit sl. viku: 3967
- Gestir í dag: 354
- IP-tölur í dag: 337
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Steingrímur J. setti milljarða i Sjóvá eftir þjófnað Wernersbræðra á bótasjóðnum sem blöstu við.Hefði hann gert sama við Woffa?
Halldór Jónsson, 29.3.2019 kl. 19:31
Steingrímur J er kommúnisti Halldór og út frá hans hugmyndafræði þá er það eðlilegt að ríkisvæða samkeppnisaðila í rekstri. Verst að okkar menn eru ekki alveg lausir við draug sósíalismans og hafa of oft freistast til að horfa framhjá hagsmunum skattgreiðenda og samkeppnisþjóðfélagsins í pópúlískum aðgerðum sem heita alltaf björgunaraðgerðir. En rugla í raun markaðinn og halda við óhæfum stjórnendum.
Jón Magnússon, 29.3.2019 kl. 20:13
Richard Branson, stofnandi Virgin flugfélagsins var einusinni spurður hvernig maður yrði miljónamæringur og hann svaraði að bragði að best væri að byrja sem miljarðamæringur og stofna svo flugfélag og þá yrði maður sjálfkrafa miljónamæringur. Nokkuð vel orðað. Annar sem hefur mælt sig um flugbransan er Warren Buffet sem sagði margt fyrir löngu að sá bransi myndi hann aldrei fjárfesta í sökum áhættu. Umhugsunarvert...
Ívar Ottósson, 30.3.2019 kl. 08:59
Richard Branson, stofnandi Virgin flugfélagsins) var einusinni spurður hvernig maður yrði miljónamæringur og hann svaraði að bragði að best væri að byrja sem miljarðamæringur og stofna svo flugfélag og þá yrði maður sjálfkrafa miljónamæringur. Nokkuð vel orðað. Annar sem hefur mælt sig um flugbransan er Warren Buffet sem sagði margt fyrir löngu að sá bransi myndi hann aldrei fjárfesta í sökum áhættu. Umhugsunarvert...
Ívar Ottósson, 30.3.2019 kl. 09:36
Ríkið greip nú reyndar inn í þegar bankarnir fóru á hausinn. Tilgangurinn var að forða því að enn verr færi.
Það má velta fyrir sér hvort ríkið hefði átt að yfirtaka WOW þegar allt var komið í óefni, með það að markmiði að forða fjöldaatvinnuleysi og neikvæðum skammtímaáhrifum á ferðaþjónustuna. En þá hefði það vitanlega þurft að vera undir þeim formerkjum að hluturinn yrði seldur mjög fljótt aftur og eins hefði þurft að liggja mjög ljóst fyrir hver staða félagsins væri í raun og veru.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.3.2019 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.