Leita í fréttum mbl.is

Ég ætla að banna þig

Í gær var fjölsóttur, fróðlegur almennur fundur í Hörpu með heimsþekktum fyrirlesara Douglas Murray. Douglas Murray hefur leyft sér að ræða um innflytjendamál og gerir það með rökföstum og öfgalausum hætti. Mál hans og framsetning er byggð á staðreyndum og af þeim staðreyndum dregur hann síðan ályktanir eins og tíðkast í þjóðmálaumræðu. 

Douglas Murray er höfundur bókarinnar "Dauði Evrópu" á frummálinu "The strange death of Europe". Bókin hefur verið þýdd á yfir 30 tungumál og hefur víða verið metsölubók m.a. í Bretlandi og er nýkominn í íslenskri þýðingu og komin í bókaverslanir og í tilefni þess var Douglas Murray boðið til að fjalla hér um bókina og þær skoðanir sem hann setur fram í henni. 

Fundurinn var öllum opinn og gátu þeir sem eru sammála höfundinum sem og andstæðingar hans komið á fundinn og skipst á skoðunum við höfundinn, þar sem opið var fyrir fyrirspurnir til Murray eftir að hann hafði flutt ræðu sína. 

Þess vegna var sérstakt að sjá leiðandi grein í ritinu Grapevine þar sem Douglas Murray var kallaður öfgamaður og þeir sem stóðu að fundinum enþá meiri öfgamenn. Því haldið fram að ákveðinn fullyrðing um samsetningu íbúa í London væri röng og Douglas Murray hefði ekkert fyrir sér. Þetta sýndi að greinarhöfundur vissi ekkert um hvað hann var að tala. Í bókinni kemur nefnilega fram á hverju þessi fullyrðing er byggð þ.e. opinberum gögnum. Greinin í Grapevine var röng og blaðinu til skammar. Greinin var ósæmileg, röng og lygi, til þess gerð að sverta mannorð fyrirlesarans og þeirra sem að fundinum stóðu. 

Nokkru áður birtist umfjöllun í Stundinni, þar sem því sama var haldið fram. Þetta blað, sem segist berjast fyrir tjáningarfrelsi og stóð í dómsmáli á þeim grundvelli fyrir nokkru, reynir að koma í veg fyrir tjáningarfrelsi þeirra sem eru á annarri skoðun en þessi skítasnepill. Forsvarsmenn Stundarinnar létu í veðri vaka fyrir síðustu kosningar að þeir hefðu handfylli sína af óhóðri til viðbótar þeim sem þeir höfðu þegar birt um formann Sjálfstæðisflokksins og lögbann, sem lagt var á blaðið væri gert til að koma í veg fyrir að blaðið gæti haldið áfram ófrægjingarherferð gegn honum. Nú þegar nokkuð langur tími er liðinn frá því að öllum hömlum var létt af blaðinu varðandi birtingu þeirra þjófstolnu gagna sem blaðið vísar til, þá hefur ekkert nýtt komið fram. Það bendir til þess að blaðið hafi ekkert meira og hafi farið með fleipur í því skyni einu að reyna að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda síðustu kosninga.

Þá kom í þennan hóp ritskoðunarfólks maður sem telur sig eiga mikið undir sér vegna stöðu sinnar sem framkvæmdastjóri Eflingar. Enda hafa þau hann og formaðurinn losað sig við nánast alla starfsmenn félagsins til að rýma fyrir skoðanasystkinum sínum. Framkvæmdastjóri Eflingar ritaði bréf í nafni Eflingar eða sjálfs sín, ekki veit ég, þar sem hann krafðist  þess að fyrirlestur Douglas Murray yrði bannaður. Vegna hvers? Vegna þess að hann hefði skoðanir, sem honum líkaði ekki. 

Grímulausara verður ofbeldið vart gagnvart lýðræðislegri umræðu og tjáningarfrelsinu. 

Fámennir hópar öfgafólks geta oft haft mikil áhrif og hrætt fólk frá því að taka þátt í lýðræðislegri umræðu og valdið þeim sem það vilja ýmsum vandræðum. Þeim tókst það í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar í líki nasista. Þeim tókst það á Ítalíu á þriðja tug síðustu aldar á Ítalíu í líki fasista og þeim tókst það víða í Evrópu á síðustu öld og jafnvel enn á þessari í líki kommúnista. Allt er þetta hugmyndir heildarhyggjufólks sem viðurkennir ekki einstaklingsfrelsið.

Í stað þess að taka þátt í lýðræðislegri umræðu um málefni innflytjenda og mæta á fundinn þá fór þessi hópur stuðningsmanna óhefts innflutnings á fólki í skotgrafirnar og hafði í hótunum við fyrirlesaranum og þeim sem höfðu leigt fundaraðstöðu. Af hverju var þessum hópi öfgafólks svona mikið í mun að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu? Af hverju mátti fólk ekki fá að hlusta á Murray? Það er vegna þess að liðið sem vill opin landamæri á engin svör og veit að það verður undir í lýðræðislegri umræðu um málið og reynir því að drepa umræðuna. Þetta er fólk sem hugsar með þeim hætti sem skáldið sagði forðum. "My mind is made up. Don´t confuse me with the facts". (Ég hef þegar tekið ákvörðun ekki rugla mig með staðreyndum) 

En þannig byggjum við ekki upp góða og gefandi umræðu. Þannig byggjum við upp fasistaríki. En þökk sé stjórn Hörpu fyrir að láta ekki hræða sig og standa með lýðræðinu og tjáningarfrelsinu.

Því miður eru ekki allir sem þora það. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þórhildur Sunna og Björn leví kalla Ásmund Friðriksson þjóf og komast upp með það af því að vinstri menn hafa tjáningarfrelsi sem hægri menn njóta ekki. Stundin og Kjarninn mega segja það sem þeim sýnist rétt eða rangt af því að þeir fjalla um hægriöfgamenn.

Halldór Jónsson, 24.5.2019 kl. 16:12

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Æi nei, og ekki Trumpa þetta með því að segja að Wikipediu sé ekki treystandi: https://en.wikipedia.org/wiki/Demography_of_London. 

Svo er aftur staðreynd, að fólk sem vill láta banna, hefur venjulega vondan málstað. Engin þörf á því að banna slíkt fólk, því það verður sér sjálft til skammar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.5.2019 kl. 06:57

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svo vona ég að þú bannir mig ekki...

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.5.2019 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 501
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband