Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk sérhyggja ber fagleg vinnubrögð ofurliði

Úrslit í kosningum til þings Evrópusambandsins voru kynnt í gærkvöldi og nótt. Skv. fréttum RÚV var það merkilegasta við þær kosningar að Brexit flokkur Nigel Farage skyldi vinna stórsigur, Græningjar skyldu bæta við sig fylgi og Flokkur Le Pen skyldi bæta við sig fylgi, en mest var gert úr því að Þjóðarflokkurinn í Danmörku skyldi tapa fylgi. Í sjálfu sér er þetta allt rétt, en mikið vantar á að gefin sé fullnægjandi mynd af kosningaúrslitunum og því markverðasta við úrslitin.

Þegar kosningaúrslitin í Evrópusambandslöndunum eru skoðuð, þá gefa fréttir RÚV takmarkaða mynd. Í fyrsta lagi, unnu þeir flokkar, sem RÚV kallar hægri sinnaða pópúlistaflokka stórsigur að Þjóðarflokknum í Danmörku undanskildum.(fyrirvari: hef ekki kannað niðurstöður í Finnlandi) 

Brexit flokkurinn, sem jaðrar við að falla í flokk hægri pópúlista m.v.mælikvarða RÚV vann stórsigur. Flokkur Le Pen vann stórsigur í Frakklandi, Flokkur Salvini á Ítalíu vann stórsigur og Alternative für Deutschland bætti við sig fylgi. Svíþjóðardemókratar bættu við sig fylgi og fengu 3 menn kjörna í stað tveggja áður, en að sjálfsögðu var ekki sagt frá því.

Heildarniðurstaðan er því sú, að flokkar sem eru til hægri og á móti fjöldainnflutningi á fólki og RÚV kallar pópúlistaflokka unnu stórsigur. 

Græningjar unnu góðan sigur sumsstaðar, en þeir eru tiltölulega litlir í samanburði við sigurvegara kosninganna þ.e. hægri flokka, sem eru á móti fjöldainnflutningi fólks.

RÚV sagði ekki frá því að helstu skýringarnar á tapi danska Þjóðarflokksins eru þær, að í fyrsta lagi þá hafa þeir náð fram helstu stefnumálum sínum, þannig að Vinstri flokkurinn, Íhaldsflokkurinn og Sósíaldemókrataflokkurinn í Danmörku hafa allir tekið upp að mestu leyti innflytjendastefnu Þjóðarflokksins. Í öðru lagi,þá unnu flokkar til hægri við Þjóðarflokkinn og þá væntanlega enn meiri pópúlistaflokkar að mati RÚV  umtalsvert á í kosningunum og fengu um 12.6% atkvæða. Stuðningur við þau viðhorf sem að danski þjóðarflokkurinn berst fyrir eru því ekki á undanhaldi heldur  vex þeim skoðunum fylgi. 

Að sjálfsögðu var ekki sagt frá því í fréttum RÚV að sænskir Sósíaldemókratar halda áfram að tapa fylgi og það sama á við um flokk Angelu Merkel, en þessir tveir flokkar og flokksleiðtogar hafa leitt baráttuna fyrir þeirri innflytjendastefnu, sem veldur sífellt meiri erfiðleikum í Evrópu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 213
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4429
  • Frá upphafi: 2450127

Annað

  • Innlit í dag: 194
  • Innlit sl. viku: 4123
  • Gestir í dag: 190
  • IP-tölur í dag: 188

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband