Leita í fréttum mbl.is

Bankar Evrópusambandið upp á hjá Boris.

Í ritstjórnargrein í Daily Telegraph í dag er vísað til ráðlegginga  Yanis Varoufakis fyrrv. fjármálaráðherra Grikkja til Breta í upphafi Brexit viðræðnanna. En Varoufakis sagði; 

"Ekki semja við Evrópusambandið. Grikkland gerði það vegna fjármálakreppunar 2015 og óskaði þess skömmu síðar að þeir hefðu ekki gert það." 

Varoufakis sagði að kæmi til þess að Bretar reyndu að semja við Evrópusambandið mundi Brussel valdið þvinga Breta með frekju með sama hætti og Grikki og það væri betra fyrir Breta að standa frekar upp frá samningaborðinu.

Boris Johnson virðist hafa svipaðar skoðanir og hefur sagt að hann hafi engar fyrirætlanir um að hefja viðræður við Evrópusambandið fyrir 31.október, en þá fer Bretland formlega úr Evrópusambandinu.

Boris er ekki tilbúinn til viðræðna nema það sé vilji til að breyta Brexit samningnum verulega. Dominic Raab utanríkisráðherra hefur tekið undir þessi sjónarmið og segist ekki vera á neinum hlaupum til að heimsækja kollega sína.

Fram að þessu hafa ráðamenn í Evrópusambandinu keppst við að segja að það þýði ekkert fyrir Breta að ímynda sér að þeir fái marktækar breytingar á samningnum. Breska þingið hefur ítrekað hafnað þeim samningi. Það er því ekki um neitt að semja. Brussel á því eins og Bretar þann valkost að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings. Komi til þess að þeir vilji bjóða Bretum upp á breytingar þá má banka upp á hjá Boris.

Versti óvinur Boris og bresku þjóðarinnar er þó ekki Brussel valdið heldur fimmta herdeild Viðreisnarliða á Breska þinginu, sem telur Evrópusambandið mkilvægara öllu öðru og er tilbúið til að fara gegn eigin ríkisstjórn til að koma í veg fyrir að Bretar nái fullveldi sínu frá Evrópusambandinu. Fróðlegt verður að sjá hvað þessir Quislingar eru reiðubúnir til að ganga langt gegn hagsmunum eigin þjóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1258
  • Sl. sólarhring: 1284
  • Sl. viku: 6400
  • Frá upphafi: 2470784

Annað

  • Innlit í dag: 1174
  • Innlit sl. viku: 5882
  • Gestir í dag: 1126
  • IP-tölur í dag: 1091

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband