Leita í fréttum mbl.is

Heimsendir er í nánd

Í samfélagi trúaðra skiptir boðunin og trúfestin oft meira máli en staðreyndir. Í gær sýndu fjölmiðlar myndir af halarófu sanntrúaðra á leiðinni upp á Ok. Fólki var kalt í norðannepjunni. Samt hélt það staðfastlega við boðun sína um hamfarahlýnun vegna loftslagsbreytinga af völdum mannsins.

Með tilkomumikilli athöfn messuðu prestar og auglýsingamenn hins nýja átrúnaðar, sem boðar að heimsendir sé í nánd ef fólk víkur ekki frá villu síns vegar, raunar eins og mörg önnur trúarbrögð fyrri alda.

Jökullinn Ok var lýstur dauður og grafinn í fyrsta sinn vegna hamfarahlýnunarinnar og þeir sem messuðu þ.á.m. forsætisráðherra sagði að þarna væri augljóst dæmi þess hve illa væri komið fyrir jörðinni vegna hamfarahlýnunarinnar. Umhverfisráðherra og meintur vísindamaður lögðu sitt til málanna í fjölmiðlaumræðunni og öll var sú boðun á sama veg.

Á leiðinni niður fjallið Ok sagðist fréttamaður RÚV verða að hraða sér niður vegna kuldans þarna í hamfarahlýnuninni.

Á samfélagsmiðlum komu þó strax efasemdaraddir. Ljósmynd úr Morgunblaðinu frá 1960 áður en hlýnun jarðar vegna aðgerða mannsins varð, sýndi að jökullinn Ok var þá jafndáinn og mátti eins grafa á því herrans ári og árið 2019 eða fyrir tæpum 60 árum. Í heimi sanntrúaðra skiptir það ekki máli. Það hefði bara eyðilagt þau hnattrænu skilaboð sem verið var að leggja inn í þann sjóð, að hér væri eitthvað mikið og merkilegt að gerast. Eitthvað sem ekki hefði gerst fyrr. Hér væri dæmi um réttmæti heimsendatrúarbragða hamfarahlýnunar af mannavöldum.

Sé það svo, að grípa þurfi til aðgerða eins og þeirra sem varpað var til heimsbyggðarinnar í gær til að sannfæra trúaða um réttmæti kenninganna, þá er spurning hvað er mikið af sambærilegum fréttum trúarhópsins jafnvitlausar og þær sem sendar vour út í gær um dánardægur jökulsins á fjallinu Ok. 

En e.t.v. sannast hér það sem frægur maður sagði forðum;

Sannleikurinn er ekki kominn í skóna þegar lygin hefur farið sjö sinnum í kringum jörðina."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Góður. Það koma í röðum núna inná bloggið upplýsingar sem kollvarpa allri þessari "hamfarahlýnun"

28. des. 2017 - Páll Bergþórsson: Kólnar næstu 30-40 árin – „Ég virðist einn um þessa ... Flestir veðurfræðingar spá mikilli hlýnun á næstunni en ég sker mig úr með það.

12. apr. 2015 - Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir að það sé kominn tími til þess að það fari að kólna að nýju.

Haukur Árnason, 19.8.2019 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 426
  • Sl. viku: 3848
  • Frá upphafi: 2428069

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 3559
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband