Leita í fréttum mbl.is

Föðurlandið eina

Boris Johnson forsætisráðherra Breta ætlar að virða vilja bresku þjóðarinnar og koma Bretlandi úr Evrópusambandinu 31.október með eða án samnings. Á þeim stutta tíma sem er til stefnu skiptir máli að forsætisráðhera Breta komi sem sterkastur til leiks í viðræðum við ráðamenn Evrópusambandsins. Ætla mætti að þingmenn Bretlands hvort heldur þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu teldu  það siðferðilega skyldu sína að styðja forsætisráðherrann í því að koma fram þjóðarviljanum og ná sem bestum samningum við Evrópusambandið. 

En þá bregður svo við að formaður Verkamannaflokksins gerir allt til að koma í veg fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann sækist eftir stuðningi þeirra þingmanna í Íhaldsflokknum, sem virðast líta á Evrópusambandið sem sitt eina föðurland, sem þeim beri að sýna hollustu og trúmennsku í hvívetna.

Corbyn telur greinilega að stuðningsmenn Evrópusambandsins í þingflokki Íhaldsflokksins telji mikilvægara að sýna Evrópusambandinu hollustu og telji þá ekki eftir sér að koma gamaldags Marxista eins og honum til valda í Bretlandi.

Boris Johnson  hefur sakað Evrópusinna í sínum eigin flokki um að leka upplýsingum um áform ríkisstjórnarinnar og ýmsar sviðsmyndir um hvað gæti gerst ef Bretar fara út án samnings. 

Það er með þetta veganesti sem Boris Johnson fer nú á fund þeirra Merkel, Macron og Tusk. Fimmta herdeild Evrópusinna á breska þinginu hefur unnið sína vinnu vel og gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að veikja samningsstöðu Breta og reyna að koma í veg fyrir að þjóðarviljinn verði virtur. 

Þessi 5.herdeild Evrópusinna á breska þinginu, sem þýðir í raun óvinir innan borgarmúranna, starfar á sama hugsjónagrundvelli og kommúnistar gerður áður þegar þeir sögðu hvað varðar okkur um þjóðarhag þegar mestu skiptir að koma á alræði öreiganna. Evrópusinnarnir hafa eignast nýtt föðurland, sem þeir telja réttara að votta hollustu en eigin föðurlandi.  Því miður örlar á sama hugsanaferli hjá ýmsu helsta talsfólki Evrópusambandsins hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Vel mælt Jón, 5.herseildin starfar hér líka.

Halldór Jónsson, 22.8.2019 kl. 07:32

2 Smámynd: Jón Magnússon

Já Halldór og a.m.k. í 5 þingflokkum.

Jón Magnússon, 23.8.2019 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband