Leita í fréttum mbl.is

Neyðarástand og kynjakvóti bara fyrir konur

Samfylkingin er stórhuga flokkur, sem skortir ekki stefnumál eða úrræði eins og sést á samþykktum flokkstjórnarfundar flokksins,sem haldinn var um helgina. Raunar voru samþykktirnar fáar og smáaar í anda þess, sem Þórbergur Þórðarson kvað um á sínum tíma um Seltirninga.

Í fyrsta lagi lýsir Samfylkingin því yfir að það sé neyðarástand í loftslagsmálum og bregðast verði við því.

Í annan stað lýsir Samfylkingin yfir stuðningi við kröfur BSRB og fleiri aðila um styttingu vinnuvikunar.

Rúsínan í pylsuendanum er síðan samþykkt um að brjóta skuli gegn jafnrétti kynjanna, þannig að körlum skuli aldrei lyft upp um sæti heldur bara konum lendi þær undir körlum í prófkjörum, sem Samfylkingarfólki finnst að sjálfsögðu hin mesta skömm. 

Óneitanlega sérkennilegt hjá flokki,hvers alþingsfólk samþykkti einum rómi lög um kynferðislegt sjálfræði fólks,sem veitir fólki rétt til að ákveða kyn sitt eftir geðþótta nánast án takmarkanna hvorki tímatakmarkanna eða annarra takmarkanna. 

En þannig skal það vera, að jafnræði skal ekki vera á milli karla og kvenna. Óneitanlega dettur manni í hug að einhvern veginn hafi farið framhjá flokkstjórnarfulltrúum Samfylkingarinnar langvarandi barátta fyrir jafnstöðu kynjanna og mismunandi þjóðfélgshópa, sem að eftirfarandi lagaákvæði kveða ótvírætt á um. 

Í fyrsta lagi 65 gr. stjórnarskrárinnar

Í annan sað lög nr. 37/1993 stjórnskipunarlög

Í þriðja lagi Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnarfarsleg réttindi nr. 10/1979, 26.gr.

Í fjórða lagi 14.gr. laga um mannréttindassáttmála Evrópu sem og 14 gr. mannréttindasáttmálans. 

Raunar er spurning um hvort að svonefndir fléttulistar og ruglun frá vali kjósendas í prófkjörum stenst skoðun miðað við ofangreind lagaákvæði en það er engin spurning að nýgerð samþykkt flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar um mismunun kynjanna gerir það ekki.

Fróðlegt verður að vita hvort að Samfylkingin telur sig að einhverju leyti bundna af lögum landsins, en telji hún svo ekki vera þá er úti um að hægt sé að tala um Samfylkinguna sem lýðræðislegan jafnaðarmannaflokk.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glæsileg atrenna að þessu ruglaða liði, Jón!

Jón Valur Jensson, 21.10.2019 kl. 07:47

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er þetta ekki upplagt tækifæri fyrir samfylkingarkarla sem vilja auka líkur sínar, að skipta bara um kyn rétt fyrir prófkjör?

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2019 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband