Leita í fréttum mbl.is

Hvað gera Bretar svo?

Boris Johnson og breski íhaldsflokkurinn eru ótvíræðir sigurvegarar bresku kosninganna. Þannig er það oft, þegar nýr leiðtogi með skýra framtíðarsýn á samtímaverkefni og nýtur trausts tekur við leiðtogastöðu. 

 

Fjölmiðlaelítan og elíta fræga fólksins hefur haldið því fram, að Johnson væri tækisfærissinni, illa gefinn, pópúlisti- einskonar Mini-Trump. Í skopteikningum voru þeir iðulega teiknaðir samspyrtir sem snýtt út úr sama nefinu, þrátt fyrir að allir sem fylgjast með pólitík sé ljóst, að verulegur munur er á þessum tveim mönnum, sem og áherslum þeirra í pólitík. 

Boris hefur sýnt það frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra og viðbrögðum við flókinni og erfiðri stöðu, að hann er í fremstu röð stjórnmálamanna. Í kosningabaráttunni stóð hann sig einstaklega vel og sló að því er virðist hvergi feilnótu. 

Næsta mál á dagskrá í Breskri pólitík er að ljúka Brexit samningunum við Evrópusambandið og aðlaga samfélagið að þeim áskorunum og tækifærum, sem sú nýja staða hefur í för með sér. Á næstu árum kemur í ljós hvort að talsmenn þjóðríkisins, sem kröfðust útgöngu úr Evrópusambandinu höfðu rétt fyrir sér, en á því tel ég lítinn vafa miðað við þróun Evrópusambandsins síðustu ár. 

Óneitanlega er sérstakt að flokkur eins og Verkamannaflokkurinn, sem vill vera öflugur flokkur, sem nýtur stuðnings helmings eða meirihluta þjóðarinnar, skuli hafa valið til forustu,gamlan sultardropastjórnmálamann einskonar Gunnar Smára Egilsson til að prédika kosti sósíalísks markaðshagkerfis, sem allt viti borið fólk veit að getur ekki leitt til annars en versnandi lífskjara auk annarra vondra kosta.

Þessi 180 gráðu viðsnúningur Verkamannaflokksins frá því að Tony Blair og félagar hans boðuðu fráhvarf frá sósíalismanum og kosti markaðshagkerfisins, varð þess valdandi að tap Verkamannaflokksins varð mun meira en ella hefði verið. Spennandi verður að fylgjast með átökum innan Verkamannaflokksins á næstunni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afar góð grein hjá þér, nafni, vegna þessara gleðilegu tíðinda.

Ennfremur tekurðu réttilega á aðdragandanum í kosningabaráttunni og umfjöllun um hana. Næsta augljóst var t.d. hvernig RÚV talaði hlutdrægt um Boris Johnson, jafnvel niður til hans (í hvaða háa söðli sitja þeir þarna í Efstaleiti?!), og er mál að linni þeirri misnotkun háttlaunaðrar útvarpsmannaklíku fjölmiðils sem þykist starfa í því öryggi að vera "þjóðarútvarp"!

Jón Valur Jensson, 13.12.2019 kl. 15:19

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Boris er auðvitað tækifærissinni og popúlisti. En hann er ekki vitlaus og hann kann þá list að afla sér fylgis. Corbyn er líka popúlisti, það sýndu kosningaloforð hans. En hann kann ekki listina að afla sér fylgis nándar nærri jafn vel og Boris.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.12.2019 kl. 01:04

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Bretar gerðu að öllum líkindum það sem þeir ákváðu að gera. Halda í sín prinsipp og láta ekki aðra hafa áhrif á þau. Við gætum og ættum að læra það eitt af þeim og það er að án prinsippa er fátt fyrirsjáanlegt og upplausn þal. í farvatninu.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.12.2019 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 817
  • Sl. viku: 5758
  • Frá upphafi: 2472428

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband