Leita í fréttum mbl.is

Úlfur í úlfsgæru

Sú stefna Erdogan Tyrklandsforseta að gera Tyrkland að Íslömsku ríki hefur legið ljós fyrir frá því að hann tók við embætti. Samt sem áður heldur skrifræðisfólkið í Brussel fast við þá stefnu, að Tyrkland verði aðildarríki Evrópusambandsins og sterk andsstaða gegn Erdogan innanlands í Tyrklandi hefur enn komið í veg fyrir að hann kæmi öllu sínu fram. 

Erdogan hefur fangelsað þúsundir blaða- og fréttamanna og ótaldir hafa horfið sporlaust og verið myrtir. Með fantatökum og beitingu dómstóla og lögreglu hefur hann nánast náð einræðisvaldi í Tyrklandi. 

Upplýst hefur verið að hryðjuverkasamtökin Hamas njóta sérstaks stuðnings Tyrkja og þau skipuleggja árásir á Ísrael m.a. frá Istanbul þaðan skipulögðu þau morðárás á borgarstjóra Jerúsalem fyrr á þessu ári. Skömmu síðar tók Erdogan á móti Ismail Haniyeh foringja Hamas og lýsti þar yfir órjúfanlegum stuðningi við Hamas. Blóði drifnir hryðjuverkamenn Hamas samtakanna, sem m.a. Bandaríkin hafa krafist að verði handteknir ferðast óhindrað til og frá Tyrklandi.

Á sama tíma og Tyrkland lýsir yfir stuðningi við Hamas og leyfir þeim að skipuleggja morðárásir og önnur hryðjuverk frá Istanbul hafa ýmis Arabaríki horfið frá stuðningi við þau m.a. Saudi Arabía og er þá langt til jafnað.

Á stefnuskrá Hamas er að útrýma öllum Gyðingum. Ekki bara Gyðingum í Ísrael heldur öllum Gyðingum hvar svo sem þeir fyrirfinnast. Stefna Adolfs Hitlers var að útrýma Gyðingum í Evrópu. Hamas samtökin ganga því enn lengra í hryllingnum en Hitler og NATO ríkið Tyrkland styður það.

Tyrkland Erdogan á ekkert erindi í Evrópusambandið og rétt væri að víkja þeim úr NATO. Einræðisríki sem virða ekki mannréttindi eiga ekki að fá að vera í NATO. 

Nýlega ítrekuðu Hamas samtökin upprunaleg markmið sín sem eru m.a. að eyða Ísrael og stofna þar Íslamskt ríki.

Sérkennilegt að stjórnmálaforingjar Evrópu sækist eftir að sitja til borðs með Erdogan á sama tíma og þeir fordæma Adolf Hitler.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband