Leita í fréttum mbl.is

Trump ákærður

Lítinn fróðleik var að finna í umræðum á Bandaríkjaþingi í gærkvöldi, um ákæru á Trump. Umræður á Bandaríkjaþingi hafa oft verið athyglisverðar, en ekki í þetta skipti. Þingmenn komu hver á fætur öðrum nánast allir með skrifaðar ræður og grúfðu sig ofan í textann, en mæltu ekki af munni fram af sannfæringu.

Ömurleikinn var fullkomnaður þegar ein þingkona Demókrata flutti með harmrænum hætti álit sonar síns, sem hún sagðist ætla að virða.  

Ein megin málsástæða Demókrata fyrir sakfellingu Trump er, að hann hefði skaðað þjóðaröryggi Bandaríkjanna með því að tefja fjárframlög til Úkraínu um einn mánuð. Hvernig í ósköpunum getur sæmilega skynsamt fólk fundið vitrænt orsakasamband þar á milli? Sérstaklega þegar enginn varð skaðinn. 

Þesi farsi er Demókrötum til mikils vansa og þeir setja hættulegt fordæmi. Óháð því hvaða álit fólk hefur á Trump, þá er þessi málatilbúnaður Demókrata þeim til skammar. Málatilbúnaður sem þessi getur skaðað öryggi Bandaríkjanna.

Svo er annað mál að það er sérstakt, að meira að segja forseti Bandaríkjanna getur ekki talað í símann án þess að legið sé á hleri að hættu Klaustur Báru í símtali við erlendan forsætisráðherra. 

Öllum er ljóst, að þetta er flokkspólitísk hefnd Demókrata gegn Trump enda. Engir nema Demókratar greiddu atkvæði með að undanskildum þrem, sem vildu ekki fylgja með í vitleysunni. Á sama tíma og Demókratar hamast að forsetanum er öllum ljóst, að þessi málatilbúnaður þeirra er einskis virði þar sem hann verður felldur í Öldungardeildinni og það var þeim ljóst strax í upphafi. Málatilbúnaðurinn er því ómerkilegt asnaspark. 

Hvers vegna var lagt á stað í þessa vegferð? Varla er hún til þess fallin að auka þjóðaröryggi Bandaríkjanna eða virðingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 4129
  • Frá upphafi: 2592057

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 3898
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband