Leita í fréttum mbl.is

Eurovision og íslensk tunga

Ríkisútvarpið á skv. lögum, að leggja rækt við íslenska tungu,menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.

Í gær var í sjónvarpsþætti, talað við þá sem standa að lögum, sem keppa um að verða fulltrúi Íslands á næstu Eurovision keppni. Óneitanlega var gaman að sjá margt hæfileikaríkt ungt fólk, sem hefur metnað til að gera sitt besta í tónlistinni og skapa nýja hluti. 

Á sama tíma og hægt var að dást að útsjónasemi, elju og dugnaði þeirra sem talað var við og stefna að því að verða fulltrúar Íslands með framtak sitt á næstu Eurovision, þá fór ekki hjá því að manni hnykkti við að hlusta á tungutakið sem þetta dugmikla fólk á sínu sviði talaði. 

Ef eitthvað var, þá var enskan því tamara en íslenskan þegar kom að því að fjalla um það sem þau eru að gera og hvers þau vænta af þáttöku sinni í keppninni. Nú var þessi þáttur viðtöl við Íslendinga sem keppa að því að koma fram fyrir Íslands hönd á vegum stofnunar, sem ber lögum samkvæmt að leggja rækt við íslenska tungu. Væri það óeðlileg krafa, að RÚV legði þær kvaðir á keppendur fyrir Íslands hönd, að þeir töluðu íslensku þegar fjallað væri um framlag þeirra, jafnvel þó að þeim þyki hentast að texti við lögin séu á ensku.

Þetta er spurning um þjóðlegan metnað og baráttu fyrir því að varðveita tungumál sem á í vök að verjast og við megum ekki sofna á verðinum við að varðveita það, vernda og efla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón.

Því fer fjarri að ég
geti bent á það með rökum að
RÚV fylgi málvernd yfirleitt
eða hún skipti nokkru máli.

Allraverst þykir mér þó að þurfa
að sporðrenna því að sjálft Morgunblaðið
virðist eftirbátur allra miðla þegar kemur
að þessum hlut.

Reiðarekskenningin virðist allsráðandi.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.1.2020 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4330
  • Frá upphafi: 2420663

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 3964
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband