Leita í fréttum mbl.is

Síldarplan alþýðunnar

Þættir Egils Helgasonar um Siglufjörð eru með því besta, sem unnið hefur verið af heimildarþáttum á RÚV. Þættirnir eru vel gerðir, upplýsandi, fróðlegir og skemmtilegir. Egill á heiður skilinn fyrir þessa þætti.

Þó þættirnir séu vel gerðir, þá skortir stundum á að frásögnin sé rakin frá upphafi til enda. Í þættinum í gær voru tvö atriði, sem kölluðu á frekari skýringar til þess að öll sagan væri sögð og ekkert undan dregið. 

Fyrra atriðið var frásögnin af því þegar kommúnistar brenndu fána Þýska alríkisins, hakakrossfánann hjá ræðismanni Þýskalands á Siglufirði. Sagt var frá því eins og hetjudáð, sem það e.t.v. hefur verið, en þess ekki getið að nokkrum árum síðar höfðu  kommúnistar og nasistar fallist í faðma og fáir voru ötulli við að afsaka herhlaup Hitlers inn í Pólland en íslenskir kommúnistar eftir að Stalín hafði gert friðarsamning við Hitler og hóf sjálfur innrás í Pólland. Hvað gerðu kommarnir á Siglufirði þá? 

Annað atriði, sem var sögulega mikilvægarara að fylgja eftir og gera fullnægjandi grein fyrir var frásögnin af því þegar kommúnistar komu upp  kommúnísku síldarplani, sem átti að sýna fram á yfirburði sovétkerfisins. Frá þessu var sagt í þættinum með nokkuð ítarlegum hætti, en það vantaði rúsínuna í pylsuendann. Hvað varð svo um þessa tilraun? Hvernig gekk hún. Skilaði hún árangri eða lenti  hún í sömu freðmýrinni og önnur sambærileg gæluverkefni kommúnista. Nauðsynelegt hefði verið að þáttastjórnandinn hefði fylgt þessu síldaævintýri kommúnistanna eftir til loka. Annað er í raun ekki boðlegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Tilraunin komminista varð að SILDAR VERKSMIÐJUM RIKISINS !!!

Sem bjorguðu þvi sem bjargað varð vegna þess að tilraunir kapitalistanna gengu ekki upp og enduðu yfirleitt það skelfingu .þratt f goðan vilja.

2008 og arin þar a undan þwgar að RIKISBANKAR voru settir i einka eigu og kaptalistar fengu að vaða uppi orsakaði eitt stærsta hrun sem um getur i fjarmala sogunni..

Hæfilegt sambl af hvoru tveggja er goð.

Hvorugt ma leika æausum hala hinsvegar

Lig

Lárus Ingi Guðmundsson, 21.1.2020 kl. 14:34

2 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

 HITLER OG STALIN .

attu það sameiginlegt að vera baðir ROMVERSK KAÞOLSKIR..!!

Stalin fæddist .. GEORGIU .. SEM HEITIR EFTIR ST GEORG sem var tekin i dyrlinga tolu innan vatikansins. Inban yfiraðasv russa a þeim tima.

Russar eru GRISK KAÞOLS KAÞOLSLKIR .en Stalin og Hitler voru ROMVERSK kaþolskir.

Sem var astæðan f grimd Stalins gegn russum sjalfum þar sem sa myrti ma i þusunda tali.

Þetta er lika astæðan fyrir hernaðar bramb russa i georgiu þar sem Russneki minnihluti .. grisk kaþolskir hafa verið ofsottir af meim Romversk kaþolsku i Georgiu.

Þa hefur rusneski herin farið inn i Georgiu a þeim timum. Nokkur friður h þo verið undanfarið.

Lárus Ingi Guðmundsson, 21.1.2020 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 55
  • Sl. sólarhring: 531
  • Sl. viku: 4356
  • Frá upphafi: 2420689

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 3985
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband