Leita í fréttum mbl.is

Nýr kafli í sjálfstćđisbaráttu Bretlands

Í dag ganga Bretar formlega úr Evrópusambandinu. Fáa hefđi órađ fyrir ţví á miđju ári 2016, ţegar Bretar samţykktu ađ fara úr Evrópusambandinu, ađ ekki yrđi brugđist viđ meirihlutavilja kjósenda fyrr en um fjórum árum síđar. 

Eftirtektarvert hefur veriđ ađ fylgjast međ hvernig Evrópusambandiđ og taglhnýtingar ţess á ţingi í Bretlandi gerđu allt sem ţeir gátu til ađ reyna ađ koma í veg fyrir ađ ţjóđarviljinn nćđi fram ađ ganga. Jafnvel ţó ađ ţingmenn lýstu yfir vilja til ađ framfylgja vilja ţjóđarinnar, ţá voru stöđugt fundnar upp nýjar skýringar og afsakanir.

Ţeir sem á einhverjum tíma hafa taliđ mögulegt ađ ganga í Evrópusambandiđ, ţar á međal sá sem ţetta skrifar, hljóta ađ sjá miđađ viđ ţau ósköp sem stórţjóđin Bretar hafa ţurft ađ ţola í ađdraganda útgöngu, ađ Evrópusambandiđ eins og ţađ er nú, getur ekki veriđ valkostur fyrir frjálsa og fullvalda ţjóđ, sem vill halda sjálfstćđi sínu.

Á sama tíma má taka undir međ Farage ţingmanni á Evópuţinginu og formanns Brexit flokksins, ađ Evrópusambandiđ sem slíkt er meiniđ. Viđ hefđum viljađ sjá Evrópusambandiđ ţróast međ öđrum hćtti m.a. ţeim, ađ virđing vćri borin fyrir ţjóđríkinu og ákvörđunarvald einstakra ađildarríkja vćri meira. Viđ hefđum viljađ sjá aukna samvinnu og samstarf á frjálsum grundvelli í stađ lögţvingađra ákvarđana, sem henta best stćrstu og valdamestu ţjóđum Evrópusambandins. Viđ hefđum viljađ sjá, ađ smáţjóđir hefđu vald á landamćrum sínum og auđlindum.

Skrifrćđi, skortur á lýđrćđi og bolabrögđ, sem hafa einkennt valdaelítuna  í Brussel getur ekki orđiđ til farsćldar og eru andstćđ ţeim sjónarmiđum friđar,lýđrćđis og lýđfrelsis, sem var meginmarkmiđiđ međ stofnun Evrópusambandsins á sínum tíma.

Ţađ er dapurlegt ađ Evrópusambandiđ skuli hafa ţróast í ţađ sem ţađ er. Vonandi sjá fleiri og fleiri ađ ţörf er á breytingum.

Nái Bretar ađ ţróa betra ţjóđlíf, betri viđskipti og bćtt lífskjör utan Evrópusambandsins, leggja ţeir sitt lóđ á vogaskálina til ađ Evrópusambandiđ neyđist til ađ bregđast viđ og gera breytingar ef skrifrćđisliđiđ er ţá ekki endanlega gengiđ í björg sjálfumgleđinnar og ţeirrar hugmyndafrćđi arfakónga á liđnum öldum.

"Vér einir vitum."  

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Takk fyrir Jón.

Ekki hćgt ađ orpa ţetta betur.

M.b.kv.

Sigurđur Kristján Hjaltested, 31.1.2020 kl. 10:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 213
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4429
  • Frá upphafi: 2450127

Annađ

  • Innlit í dag: 194
  • Innlit sl. viku: 4123
  • Gestir í dag: 190
  • IP-tölur í dag: 188

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband