Leita í fréttum mbl.is

Dómstóllinn heilagi.

Svo virðist sem fréttastofa RÚV telji Mannréttindadómstól Evrópu vera heilaga stofnun og taka beri öllu sem frá þeim dómstól kemur eins og Guð hafi sagt það. Í fréttatíma í gær var fyrrum dómsmálaráðherra gagnrýndur og eltir upp aðilar til að gagnrýna ummæli hennar um skipan dómsins og málsmeðferð.

Er það virkilega svo að ekki megi anda á þessa stofnun. Er hún og á hún að vera hafin yfir alla gagnrýni?

Vissulega er margt skrýtið sem komið hefur frá Mannréttindadómstólnum undanfarin ár, sem er gagnrýni vert og langt því frá, að slík helgi umvefji þessa stofnun, að ekki megi anda á hana.

Fréttastofu RÚV og þeim fræðimönnum í lögfræði sem vísað er til datt ekki í hug að benda á þau sérkennilegu vinnubrögð dómstólsins, að hlusta á málflutning í febrúar 2020 og ætla að kveða upp dóm um næstu áramót eða jafnvel síðar 10 mánuðum eða lengur frá því að málflutningur fór fram. Ætla má, að málflutningur aðila verði dómurum í fersku minni þegar svo langur tími líður frá málflutningi til dómsuppkvaðningar. 

Hér á landi þykir það ótækt, að meira en nokkrar vikur líði frá málflutningi þangað til dómur er uppkveðinn. Af hverju skyldi sú regla vera sett? Til að tryggja að ekki líði of langur tími frá flutningi máls til dóms, þannig að dómari eða dómarar hafi efnisatriði málflutnings aðila í huga við undirbúning dóms. 

Þessi langi tími sem líður frá málflutningi til dómsuppsögu er gagnrýni verður og tæpast í samræmi við 1.mgr. 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu, sem dómurinn heyrir undir, þar sem kveðið er á um það að ráða beri málum til lykta innan hæfilegs tíma. Í íslenskum rétti mundi það ekki teljast hæfilegur tími frá málflutningi til dómsuppsögu að 10 mánuðir eða rúmt ár liði frá málflutningi til dómsuppsögu. 

Á undanförnum árum hefur þessi dómur í auknum mæli dæmt með þeim hætti, að svo virðist á stundum, að dómurinn sé frekar í pólitík heldur en lögfræði. Sem dæmi um það má nefna, að Mannréttindadómstóllinn féllst á það, að kennari í Austurríki þyrfti að sæta refsingu fyrir að segja sannleikann um Múhameð, en dómstóllinn taldi að á grundvelli hugsanlegs þjóðfélagslegs óróa væri rétt að kennarinn greiddi sektina. Með þessum dómi féllst Mannréttindadómstóll Evrópu á að skerða bæri tjáningarfrelsi, ef hætta væri á því að ofbeldisöfl sættu sig ekki við að sannleikanum væri borinn vitni.

Fleiri dæmi mætti nefna eins og dóm Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í október 2001 þar sem dómurinn taldi að allir ættu rétt á góðum nætursvefni. Jamie Whyte gerir þennann dóm að sérstöku umfjöllunarefni í bók sinni "Crimes against logic" og segist ætla að fara í mál við börn sín þegar þau hafi efnast  og krefjast skaðabóta fyrir, að þau hefðu ítrekað brotið gegn mannréttindum hans með því að trufla svefn hans á nóttunni. Sömu kröfu gætu flestir foreldrar gert til barna sinna.

Er dómstóll sem hagar störfum sínum og fellir dóma með þeim hætti sem hér er bent á, hafinn yfir gagnrýni og ber fremur að trúa á hann en Guð almáttugann?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 161
  • Sl. sólarhring: 631
  • Sl. viku: 4462
  • Frá upphafi: 2420795

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 4089
  • Gestir í dag: 143
  • IP-tölur í dag: 140

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband