Leita í fréttum mbl.is

Stefán

Ég var á niðurleið, eftir að hafa gengið á Þverfellshorn á Esjunni um hávetur. Þegar ég var kominn örskammt niður fyrir Stein gerðist veður afar válynt. Þegar ég fetaði mig áfram í sortanum með fullri aðgát, komu í huga mér orð bandaríska þingmannsins, þjóðernissinnans og frelsishetjunnar Davy Crocket, sem hafði fyrir einkunarorð "Vertu öruggur um leiðina og haltu síðan áfram" 

Þá kom allt í einu maður út úr sortanum, upp að mér og sagði, ég veit að þú ert vanur hér í fjallinu má ég ekki fylgjast með þér niður. Jú sagði ég það er öruggara fyrir okkur báða og miklu skemmtilegra.

Við fylgdumst síðan að niður fjallið. Þegar við vorum komnir það neðarlega, að við tóku göngustígar, sem náðu ekki hátt á þeim tíma, var meira skrafað. Ekki þurfti lengur að gæta sín við hvert fótmál. 

Félagi minn talaði um fólk, sem gekki reglulega á Esuna á þeim tíma og kannaðist ég við alla, sem hann talaði um, þangað til hann sagði, þú hlítur þá að þekkja hann Stefán. Stefán, hváði ég Stefán hvað. Ég veit ekki hvers son hann er sagði maðurinn, en ég veit að hann er verkfræðingur og er með verkfræðistofu í Skeifunni 19. Skeifunni 19, hváði ég. Ertu viss um það. Já var svarað. Þá hlít ég að þekkja hann sagði ég. Ég er með lögmannsstofu í Skeifunni 19. 

Það sem eftir lifði helgarinnar velti ég því fyrir mér hver þessi Stefán gæti verið sem gengi ótt og títt á Esjuna og væri með skrifstofu í sama húsi og ég. Engin mynd kom upp í hugann. 

Þegar ég kom til vinnu á mánudeginum skoðaði ég töfluna í anddyrinu, þar sem getið var um öll fyrirtæki og einstaklinga, sem væru í húsinu. Þar sá ég mér til undrunar, að verkfræðistofa Stefáns var á fjórðu hæð. Sömu hæð og lögmannsstofan. Aðrir voru ekki á þeirri hæð. 

Ég fór í heimsókn á skrifstofu Stefáns þegar leið að hádegi en hann var ekki við. Ég reyndi aftur nokkru síðar og þá hitti ég Stefán. Mér til mikillar undrunar, sá ég að ég hafði aldrei séð þennan mann fyrr. 

Við vorum búnir að vera með skrifstofur á efstu hæð í Skeifunni 19 í nokkurn tíma og höfðum aldrei hist. Ég sagði honum, að ég hefði viljað heilsa upp á hann þar sem að mér hefði verið sagt að hann gengi reglulega á Esjuna eins og ég, en mér fyndist skrýtið að ég hefði aldrei séð hann áður þar sem við hefðum sameiginlegt áhugamál og værum með skrifstofu á sömu hæð í húsinu. Hann svaraði nokkuð þurrlega, að sér fyndist það líka skrýtið, hann hefði aldrei orðið var við mig hvorki í húsinu né á Esjunni. Stefán sagði. Ég veit hinsvegar hver þú ert af því að ég hef lesið ýmislegt sem þú skrifar misjafnlega gáfulegt. Við höfum sjálfsagt aldrei hist hér af því að ég tek alltaf stigann. Það geri ég líka sagði ég. 

Nú brá svo skringilega við, eftir þetta stutta samtal okkar Stefáns, að við hittumst nánast daglega í húsinu. Iðulega annar á leið upp stigann þegar hinn var á niðurleið. Eftir þetta fór ég nánast aldrei á Esjuna nema hitta Stefán. Kynni okkar urðu því töluverð. Stefán stormaði stundum inn á skrifstofuna mína, ef hann var ekki sammála því sem ég skrifaði og við ræddum málinu í bróðerni. Stefán var afburðamaður, skoðana- og rökfastur, þannig að það var gott að eiga viðræður við hann, líka þegar við vorum ósammála. Viðræður við slíka menn dýpka skilning manns og leiða til þess að maður sér á stundum,að þeir hafa rétt fyrir sér og víkur þá frá villu síns vegar eða þá hitt, að maður heldur við sitt og þarf þá að rökfæra það betur. Hvoru tveggja af hinu góða.

Ég sagði við konuna mína þegar við fórum í okkar fyrstu Esjugöngu upp á Þverfellshorn, að við hlytum að hitta Stefán á leiðinni annað hvort á uppleið eða niðurleið. Hver er Stefán spurði hún og ég sagði henni söguna og ég hitti hann nánast alltaf þegar ég færi á fjallið eftir að við kynntumst. Það leið raunar ekki á löngu þangað til við hittum Stefán og það urðu fagnaðarfundir.  

Síðast þegar ég hitti Stefán í Esjuhlíðum, sagðist hann vera orðinn ósköp lélegur, en  hann ætlaði að ganga á Esjuna svo lengi sem hann gæti. Ég sagði að ég gæti ekki merkt það, hvorki með því að horfa á hann, fasi hans eða hreyfingum, að hann væri orðinn lélgur og sagði Stefán þá að hann tjaldaði að sjálfsögðu öllu sínu besta þegar aðrir sæju til.

Mér hefur alltaf fundist furðulegt að við Stefán skyldum vera jafn nálægt hvor öðrum í jafn langan tíma og um var að ræða, en hittast aldrei fyrr en fyrir tilverknað utanaðkomandi manns, að ég kynnti mig fyrir honum og síðan skyldu leiðir okkar liggja saman nánast daglega þegar við vorum með skrifstofu í sama húsi og mjög oft á Esjunni, þar sem við höfðum aldrei hist fyrir þann tíma. Í lífinu eru það raunar sérkennilegt hvernig fólk kemur inn og út úr lífi manns. Suma sér maður ekki svo árum skiptir, en síðan eru þeir stöðugt að verða á vegi manns. Aðra hittir maður reglulega þangað til þeir hverfa í lengri eða skemmri tíma. 

Það var ánægjulegt að eiga þess kost, að kynnast Stefáni. Hann var skoðanafastur, fróður og fylginn sér, hvort heldur sem var í fjallgöngum eða á öðrum vettvangi. Hann hafði mun meiri reynslu af fjallaferðum en ég, þegar við kynntumst. Þannig sagði hann mér þegar við vorum saman á Esjunni, frá mismunandi uppgönguleiðum og þegar ég var að leggja á ný fjöll fór ég alltaf áður inn á skrifstofu til Stefáns og spurði hann hvort hann hefði gengið á þetta fjall og oftar en ekki hafði hann gert það og gat gefið mér góða leiðarlýsingu og frætt mig um hvar ég skyldi fara og hvað ég skyldi varast. 

En svo kom, að því að ég sá ekki Stefán lengur á Esjunni og ég spurðist þá fyrir um hann og fékk að vita að hann ætti við vanheilsu að stríða og við mundum ekki framar eiga þess kost, að leggja á fjallið okkar og njóta frelsisins og þeirar nautnar að vera í fjallasalnum, glíma við fjallið og sigra það. 

Stefán lést í janúar í ár.

Ég minnist Stefáns af hlýhug og jafnan þegar ég geng á fjallið okkar og rifja upp þau skringilegheit forsjónarinnar, að byrgja mönnum sýn á ákveðið samferðarfólk þangað til að forsjónin kemur því þannig fyrir, að það kemur af miklu afli inn í líf manns og hefur varanleg áhrif. Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast Stefáni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Falleg saga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2020 kl. 17:24

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Mjög áhugaverð og skemmtilegt saga um svokallaðar tilviljanir í lífinu!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 24.2.2020 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 211
  • Sl. sólarhring: 410
  • Sl. viku: 4258
  • Frá upphafi: 2427102

Annað

  • Innlit í dag: 181
  • Innlit sl. viku: 3941
  • Gestir í dag: 175
  • IP-tölur í dag: 171

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband