Leita í fréttum mbl.is

Slæmar fréttir frá Tenerife

Sú frétt, að ferðamaður á Tenerife sé smitaður af Kórónaveirunni er eitt það versta sem gat komið fyrir. Tenerife er ferðamannaeyja, þar sem ferðamenn dveljast venjulega ekki lengur en 2-3 vikur. 

Enginn veit hverja sá smitaði umgengst, en hann er á hóteli þar sem um tugur Íslendinga er og hótel sem eru vinsæl af Íslendingum eru í næsta nágrenni. Vinur minn sem ætlaði til Tenerife í morgun, hætti við þegar hann fékk fréttirnar, en hótelið hans er einmitt næsta hótel við það, þar sem fólk er nú í einangrun.

Fólk hefur verið að koma frá Tenerife og mun koma þar sem engar takmarkanir eru á ferðum fólks. Það er því brýn ástæða til að við tökum hættuna alvarlega og gerum strax ráðstafanir til að fræða fólk um það hvernig má draga úr líkum á að smitast og koma fyrir handspritti sem víðast til að fólk geti hreinsað hendur eftir að hafa snert fólk og hluti sem eru útsettir fyrir smit. 

Hætta  á að Kórónaveiran verði greind og dreifi sér á Íslandi er nú raunveruleg. Því miður og þá er allur varinn góður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 1703
  • Frá upphafi: 2291593

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1529
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband