Leita í fréttum mbl.is

Sumir en ekki aðrir.

Demókratar í Bandaríkjunum og fjölmiðlaelítan hefur nær daglega hneykslast á orðfæri Donald Trump Bandaríkjaforseta og varla átt orð um dónaskap hans.

Líklegasti mótframbjóðandi Trump, Joe Biden kann sitthvað fyrir sér í dónaskap að því er virðist, en þá segir enginn neitt.

Í gær mætti Biden í verksmiðju Fiat-Chrysler í Detroit. Verkamaður ásakaði Biden um að vera á móti réttindum borgaranna skv. 2. gr. stjórnarskrá Bandaríkjanna og því svaraði Biden

"You are full of sh--, I did not Þú ert fullur af sk--. Síðar virtist hann segja að verkamaðurinn væri "horse´s ass" 

Sennilega hefðu fjölmiðlar vestra og RÚV gjörsamlega tapað sér hefði Trump sagt þetta. RÚV hefði kallað í Eirík Bergmann eða Silju Báru Ómarsdóttur og spurt þau í þaula um hvort fólk mundi nú ekki loksins yfirgefa Trump. En þegar Biden óskabarn Demókrata á í hlut þá hneykslast hefðbundnir fjölmiðlar ekki. 

Þetta heitir víst hlutlæg fréttamennska í heimi núfjölmiðlunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 482
  • Sl. viku: 4062
  • Frá upphafi: 2426906

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 3772
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband