Leita í fréttum mbl.is

Hvar er fjölþjóðasamstarf og fjölþjóðleg ábyrgð?

Þegar þúsundir Kínverja smituðust af óþekktri veiru sem hlotið hefur nafnið Coveit 19,mátti telja víst, að um heimsfaraldur yrði að ræða. Í þá tæpu 3 mánuði sem þetta hefur legið fyrir skortir algjörlega alþjóðlegar ákvarðanir um samræmdar aðgerðir þjóða á heimsvísu til að stemma stigu við þessum ófögnuði. 

Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) undir stjórn vinstri sósíalistans Antonío Guterres virðist ekki telja sig hafa neinar skyldur umfram það að berjast fyrir aukinni skattheimtu á almenning vegna loftslagshlýnunar og  troða sem flestum innflytjendum inn í Evrópu. Nú þegar raunveruleg vá steðjar að, gerir SÞ ekkert Stjórn Alþjóða heilbrigðismálastofnunar(WHO)gerir ekkert heldur enda er haft á orði að þar á bæ hafi menn meiri áhuga á ferðalögum, flugmiðum og flottum hótelum en nokkru öðru. 

Bandaríkin telja það ekki sitt hlutverk lengur að hafa forustu við að koma á samstarfi þjóða, heldur taka þeir ákvarðanir án alls samráðs og reyna nú að einoka kaup á væntanlegu bóluefni fyrir Bandaríkjamenn í stað þess að stuðla að því að þeir sem eru í mestri þörf fái bóluefnið fyrst. 

Evrópusambandið og einstök Evrópuríki hafa brugðist í því að koma á samræmdum aðgerðum á sínu svæði og á heimsvísu og sama má segja um Norðurlandaþjóðirnar. Evrópusinnar ættu að íhuga, hvaða þýðingu Evrópusambandið hefur þegar raunverulegur vágestur sækir að heilsufarslega og efnahagslega og víðtæk þörf er á samstarfi Evrópuríkja. Hvar er margrómað samstarf Evrópuríkja nú?

Orsök þessa eru hugmyndasnauðir og vanhæfir stjórnmálaforingjar og forustufólk hvert sem litið er. Víggirðingar og lögregla og her  eru sett á landamæri og útgöngu- og ferðabann í ætt við einræðisríki er sett á, án þess að nokkur þörf sé á víða þar sem útgöngubann er í gildi.

Ísland er fámennt land og vanmegnugt, en hefur samt rödd innan NATO, Norðurlandaráðs og Sameinuðu þjóðanna. Þá stöðu ættum við að nýta núna og láta þá skoðun heyrast, hvar sem því verður við komið, að til þess sé ætlast að Sameinuðu þjóðirnar sem og aðrir, sem fara með fjölþjóðlegt vald og fjölþjóðlegt samstarf, sýni nú af sér forustu þannig að með samræmdum hætti verði unninn sigur á þessum vágesti sem fyrst.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Vonandi er þjóðríkið að ganga í endurnýjun lífdaga, eins og Styrmir Gunnarsson bendir á í ágætum pistli sínum í dag. Kominn tími til.

 Viðbrögð eða ákvarðanir ESB sem sambands hafa ekki verið upp á marga fiska og allt að því engin. Sennilega sjaldan komið eins vel í ljos hve ofalin reglugerðamöppudýr eru til lítist nothæf, þá vá er fyrir dyrum og ákveða þarf annað en fánýtt regluverk á hæsta flækjustigi um einföldustu hluti.

 Þakka góðan pistil.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.3.2020 kl. 17:45

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Svona fer þegar alþjóðahyggjunni er hent út um gluggann.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.3.2020 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 586
  • Sl. sólarhring: 636
  • Sl. viku: 4633
  • Frá upphafi: 2427477

Annað

  • Innlit í dag: 528
  • Innlit sl. viku: 4288
  • Gestir í dag: 501
  • IP-tölur í dag: 481

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband