Leita í fréttum mbl.is

Arðgreiðslur og ríkisaðstoð

Ríkisvaldið hefur ákveðið m.a. að greiða launþegum sem þurfa að sætta sig við skert starfshlutfall vegna Kóvit faraldursins ákveðnar bætur skv. nýsamþykktum lögum um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar. 

Ljóst er t.d. að ferðamannaiðnaðurinn er hruninn tímabundið og mörg lítil einkafyrirtæki í verslun og þjónustu þurfa að draga verulega saman vegna þess að eftirspurn er mun minni en áður og í sumum tilvikum engin. 

Lögin eiga aðtryggja launþegum svipaða afkomu tímabundið eins og þeir bjuggu við áður en til þessara hamfara kom. 

Allir voru sammála þessum aðgerðum þegar lögin voru afgreidd frá Alþingi. Nú heyrist hins vegar víða úr holtum nær og fjær, að það sé hið versta mál að borga launakostnað aðila sem hafi grætt vel á undanförnum árum og eigendurnir hafi leyst til sín mikinn hagnað í formi arðgreiðslna. 

Eðlilegt er að mörgum finnist það fjarri félagslegu réttlæti að borga að sumra mati hluta launakostnað fyrirtækja, sem voru í góðum rekstri og hafa mokað inn hagnaði á undanförnum árum. En lögin og þessar greiðslur hafa ekkert með arðsemi og arðgreiðslur fyrirtækjanna að gera. Lögin og úrræðin snúa að launþegum og því, að launþegar verði ekki fyrir hnjaski. 

Þeir sem gagnrýna þessar ráðstafanir út frá sjónarmiðum svokallaðs félagslegs réttlætis sést yfir þær staðreyndir, að það er ekki verið að borga launakostnað fyrirtækja hvorki Bláa lónsins né annarra og það ættu allir að geta verið sammála um að það er betra að taka þessu vonandi tímabundna höggi með því að fyrirtækin skerði starfshlutfall og því sé mætt af ríkinu með greiðslum til launþega heldur en að fyrirtækin segi upp starfsfólki. Þá yrðu heildargreiðslur vegna atvinnuleysis mun meiri en með þessu fyrirkomulagi. 

Öllum er vonandi ljóst, að segi fyrirtæki upp starfsfólki og það starfsfólk fær greiðslur úr atvinnuleysistryggingarsjóði, þá er ekki verið að borga launakostnað fyrirtækjanna ekki frekar en þegar starfsólk fyrirtækjanna þarf að sæta skertu starfshlutfalli.

Í umræðunni nú sem fyrr skiptir máli að draga réttar ályktanir af gefnum forsendum en rugla ekki saman andstöðu við einstök fyrirtæki og eigendur þeirra græði, og þess félagslega réttlætis fyrir launafólk, sem verið er að hlúa að með lögunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband