Leita í fréttum mbl.is

Gjafir eru yður gefnar

Stjórnmálamenn eru hvað ánægðastir þegar þeir birtast eins og jólaveinar til að útdeila gjöfum til kjósenda á annarra kostnað. Andlit ráðherranna sem kynntu aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar nr. 2,voru eins og sól í hádegisstað svo glöð voru þau að geta kynnt nýju gjafirnar sem ríkisstjórnin af náð sinni ætlar að gefa, vegna afleiðinga C-19

Á sama tíma og gjafir eru gefnar, sem gjafþegar fagna, og þeir eru margir, skárra væri það nú þegar rúmlega einni loðnuvertíð brúttó er sturtað út úr ríkissjóði, þá skortir á heildahyggju. 

Námsmenn hljóta að fagna því að búa eigi til 3000 ný störf í atvinnubótavinnu fyrir þá. En hvað með þá launþega á 3 tug þúsunda sem missir og hefur misst atvinnuna?

Gjafapakkar til sprotafyrirtækja, fjölmiðla, rannsóknarstarfa og margs annars sem nú eru teknir upp eiga ekkert sérstaklega við viðbrögð við þeim fordæmalausu aðstæðum sem nú eru vegna fordæmalausra aðgerða stjórnvalda hér og erlendis við heimsfarsótt.

Þó látið hafi verið í veðri vaka að ríkissjóður standi svo vel að hann geti nánast allt, þá er það ekki svo. Gæta þarf ítrustu hagkvæmni og sparnaðar og forgangsraða til þeirra sem mest þurfa á að halda og beita almennum aðgerðum í stað sértækra. 

Því miður er ekki hægt annað en að gefa þessum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar falleinkun þar sem miklum fjármunum er ausið úr ríkissjóði án þess að forgangsraðað sé fyrir almennar aðgerir sem nýtast þeim best, sem verða fyrir þyngsta högginu vegna fjármála- og atvinnukreppunar. 

Fyrst þarf að gæta þess í kreppum að grípa til aðgerða til að vernda eignir og lágmarkslífskjör fólks. Gæta verður þess, að samræmi sé í aðgerðum og þær séu altækar en ekki sértækar eftir því sem kostur er. 

Í stað sértækra gjafapakka þarf að grípa til altækra aðgerða eins og

afnema tryggingargjaldið,

frysta afborganir skulda í ákveðinn tíma,

láta vísitöluhækkanir á lán sem eru afleiðing þessara sérstöku aðgerða ekki koma fram og

endurstilla vísitöluviðmiðunina þegar fárið er gengið yfir.

Þá ríður á að það fólk, sem starfað hefur sem verktakar á ýmsum sviðum t.d. sem leiðsögumenn o.fl. og verður fyrir algjöru tekjutapi svo og aðrir sem starfa við afleidd störf, fái bætur frá hinu opinbera sem svara til þess, sem launþegar njóta í velferðarkerfinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 271
  • Sl. sólarhring: 777
  • Sl. viku: 4092
  • Frá upphafi: 2427892

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 3788
  • Gestir í dag: 247
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband