Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt sumar

Sem betur fer er þessi leiðinlegi vetur veðurfarselga liðinn. Hægt er að horfa vongóður fram á við þó að váboðar séu víða og samfélagið að hluta til lamað. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir veturinn hafa verið í kaldara lagi þ.e. einn kaldasti frá aldamótum og veðurfarið hafi lagst í "skakviðri" frá miðjum desember. Gott orð og það var einmitt skakviðrið sem gerði veturinn svona erfiðan.

Veðurstofan setti iðulega viðvaranir, en síðan kom í ljós að takmörkuð ástæða hafði verið til slíks.Í sjálfu sér er eðlilegt að settar séu viðvaranir þegar veður eru válynd. Gerði stofnunin það ekki yrði henni heldur betur um kennt ef illa færi. Veðurstofan verður því að hafa vaðið fyrir neðan sig.

Sama gildir í baráttunni við Covid 19. Veirutríóið hefur iðulega sett tilmæli og reglur, í ítrasta varúðarskyni. Það er eðlilegt og þeirra skylda. Síðan er það ríkisstjórnar að meta heildstætt hvort ástæða sé til að fara eftir ráðleggingunum í einu og öllu. En það er hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvarðanir út frá heildarmati.

Minna má á íslenska máltækið "Öll él styttir upp um síðir" í þeirri stöðu sem við erum nú á þetta máltæki vel við. Einkum eftir þennan hrakviðrissama vetur. Viðfangsefnið nú er að taka réttar ákvarðanir til þess að élin berjist ekki óðslega langt fram eftir sumri. 

Það er alvöru mál að loka þjóðfélagi og takmarka verðmætasköpun. Það leiðir til þess að tekjur einstaklinga, sveitarfélaga og ríkisins dragast saman sem m.a. leiðir til þess að samfélagsþjónusta minnkar og verður e.t.v. lélegri að gæðum. Það getur líka kostað mannslíf. Þessvegna er nauðsynlegt að við getum sem fyrst horft á gróandi þjóðlíf þar sem fólk tekst á við vandamál hversdagsins og áttar sig á að á endanum þá er "hver sinnar gæfu smiður".

Erfiðir tímar vara ekki að elífu. Duglegt fólk leysir vandamálin. Það getur tekið tíma. Þeim mun styttri tíma sem við sýnum sameiginlega þjóðfélagslega ábyrgð og ætlumst til meira af okkur sjálfum en öðrum. 

Gleðilegt sumar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband