Leita í fréttum mbl.is

Viðbrögð við veiru

Þegar atvinnutækifæri og þjóðarframleiðsla dregst verulega saman og ástæða er til að ætla að úr því verði ekki unnið næstu misserin er spurning hvernig auka má verðmætasköpun með sem skjótustum hætti. 

Fljótvirkasta og farsælasta leiðin er að heimila auknar fiskveiðar þegar í stað svo, fremi að markaðir séu til staðar. 

Þetta má skoða sem neyðarráðstöfun og því rétt að handhafar aflaheimilda fengju ekki þessar viðbóaaflaheimildir beint til sín heldur væri miðað við auknar krókaveiðar og viðbótin væri boðin upp á kvótamarkaði.

Byggðirnar um land allt sem kvarta nú sáran um atvinnuleysi og tekjutap ættu þá möguleika á að byggja lífsafkomuna á nýjan leik á fiskveiðum og fiskverkun í stað túrisma. Alla vega þangað til hann bankar upp á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orð í tíma töluð,það er akkurat þetta sem þarf,það er og verður alltaf markaður fyrir íslenskan fisk útum allan heim.Hér hefur viðgengist lágmark 30% brottkast á fiski árum saman.Fyrsta skrefið er að koma með þennan afla að landi.Það er jú búið að veiðann hvort sem er.Með þessu er engin aukning á veiðikvóta,svo að vinstri glópalistar geta glaðst áfram og geymt megnið af fiskinum í sjónum til hörðu árana áfram.Annað skrefið er dagakerfi,kvótalaus skip fá útdeilt eða bjóða í td.250 daga á ári og koma með hvern og einn einasta titt að landi, að sjálfsögðu til að nýta daginn.En taktu nú eftir,núverandi kvótakerfi helst óbreitt með þessu dagakerfi,það er engum greiði gerður að leggja það niður eða afturkalla kvótan.þriðja skrefið er að gefa handfæraveiðar frjálsar með útboðum á veiðirétti.

Björn. (IP-tala skráð) 24.4.2020 kl. 14:05

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þessi tilllag liggu beint við. Styð þetta heilshugar lögmaður góður

Halldór Jónsson, 25.4.2020 kl. 09:17

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það fyrsta sem þarf að gera, er að reyna að sjá til þess að landið sé eins sjálfum sér nægt, og hægt er.  Að vera "háður" Kína, er að vera illa gefin, ekki bara í þessu sambandi heldur öllum samböndum. Þetta tilfelli sýnir fram á að Kína, er verra en Sovét.

Þegar kemur að nánustu samstarfsmönnum, ber Íslendingum að hugsa um "geographic" staðsetningu. Hér, England, Bandaríkin og hin Norðurlöndin ... sem helstu samstarfsaðilar.

Þetta á við viðskiptialega, svo og í öðru samhengi.

Örn Einar Hansen, 25.4.2020 kl. 09:35

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir innleggið Björn. 

Jón Magnússon, 25.4.2020 kl. 14:40

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Halldór. Mér finnst það liggja beint við. Þegar reynir á, þá fær fólk að sjá hvort stjórnmálamenn eru vandanum vaxnir og sjá leiðir út úr vandanum eða þeir halda að þeir geti bjargað málum með seðlaprentun á kostnað framtíðarinnar.

Jón Magnússon, 25.4.2020 kl. 14:41

6 Smámynd: Jón Magnússon

Við deilum greinilega sömu skoðun um hvaða lönd við eigum að leggja mest upp úr og hvað við þurfum að varast Örn Einar.

Jón Magnússon, 25.4.2020 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 682
  • Sl. sólarhring: 928
  • Sl. viku: 6418
  • Frá upphafi: 2473088

Annað

  • Innlit í dag: 619
  • Innlit sl. viku: 5847
  • Gestir í dag: 594
  • IP-tölur í dag: 581

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband