Leita í fréttum mbl.is

Grípum tækifærin

Þegar syrtir í álinn er mörgum gjarnt að sjá ekkert nema svartnættið. Klifað hefur verið á því að C-19 sé fordæmalaus sjúkdómur. Það er rangt. Mörg dæmi eru um sjúkdóma svipaðrar gerðar og farsóttir sem hafa verið mun skæðari. Það sem er fordæmalaust eru viðbrögðin þar sem þjóðfélögum er lokað og fólk skyldað til inniveru svo vikum skiptir.

Við höfum fengið á okkur högg,einkum ferðaþjónustan. C-19 veiran er skepna sem við þekkjum lítið, en smám saman hafa hrotið fróðleiksmolar af borðum vísindamanna. Sumir hverjir þess eðlis, að ætla má, að faraldurinn líði fyrr hjá, en ætlað hafði verið.

Tekist hefur að lágmarka útbreiðsluna hér á landi. Nú er því tími til kominn að athuga þá kosti sem eru í stöðunni. Óhætt ætti að vera að aflétta flestum hömlum sem verið hafa í gildi varðandi atvinnustarfsemi og mannamót, þó fjarlægðarmörk verði áfram virt auk nauðsynlegs hreinlætis.

Íslenska ferðaþjónustan og þjóðin á þá þann kost að markaðssetja Ísland sem land þar sem hvað öruggast er að vera bæði hvað varðar C-19 sem og góða heilbrigðisþjónustu. Ætla má að margir, sem hafa þurft að sætta sig við útgöngubann og inniveru svo vikum og mánuðum skiptir mundi kjósa það helst að fá að komast til lands sem býður upp á öryggi, ómenguð víðerni,hreint loft og vatn.

Við eigum því að vera viðbúin með markaðssókn um leið og ferðatakmörkunum er aflétt. Sá tími kemur fyrr en varir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aðalvandinn liggur í því, hvaða ástand er í þeim löndum, sem ferðafólki kemur frá, hvaða reglur og hvaða flug er í boði. 

Það getur þýtt kröfur varðandi ferðafólk, sem gera verður til að vernda okkur sjálf. 

Ómar Ragnarsson, 25.4.2020 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband