Leita í fréttum mbl.is

Hinn sanni þjóðarauður

Í kjölfar efnahagslegra þrenginga og erfiðleika einkafyrirtækja vegna aðgerða stjórnvalda gegn C-19 hafa gamlir kommar skriðið á ný út úr holum sínum og láta víða til sín taka á samfélagsmiðulum. Inn holurnar, skriðu þeir þegar Kommúnisminn varð gjaldþrota 1989 og gat ekki brauðfætt þær þjóðir sem honum tilheyrðu. Nú telja þeir vera lag þar sem komið sá að endalokum markaðshagkerfisins. 

Í hita augnabliksins hafa sumir gamlir eðalkratar ringlast í höfðinu eins og  Jón Baldvin, sem færði Alþýðuflokkinn svo langt til markaðshyggju, að hann klofnaði. Nú telur hann helst til varnar vorum sóma að dansa á ný á Rauðu ljósi. 

Forustumenn Samfylkingarinnar Logi formaður og Ágúst Ólafur prédika að sannur þjóðarauður séu opinberir starfsmenn og leggja til að ríkið færi út kvíarnar í þessum hremmingum og fjölgi hálaunastörfum hins opinbera sem aldrei fyrr. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, fylkir liði sínu til verkfalla enda feitan gölt að flá hjá ríki og sveitarfélögum, þegar tekjur geta dregist saman allt að helmingi. 

Í hugum þessa fólks virðist það ekki neinum vafa undirorpið að endalok markaðshagkerfisins, kapítalismans sé runnin upp og best sé að láta þá sem eru að bögglast við að reka fyrirtæki á eigin kostnað einungis njóta þeirra mola sem hrjóta af borðum hálaunaaðals í þjónustu ríkisins. 

Framleiðsluverðmæti er eitthvað sem þetta vinstra fólk telur ekki skipta máli enda skilur það sjaldnast hvað í því felst.

Sennilega hefur aðeins einu sinni áður verið boðuð jafn purkunarlaus ríkishyggja. Það var hjá Rauðu Khmerunum í Kambodíu forðum daga.  

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Ég skil ekki hvað er svona flókið við að ef allir eru á bótum þá er enginn til að borga bæturnar. 

Að fara í verkfall núna er fullkomin veruleikafirring, hætt við að mörg störf hverfi varanlega.

Emil Þór Emilsson, 28.4.2020 kl. 10:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eitthvað þessu líkt; öreigar alls landsins sameinist því nú er lag.-- Svo ótrúlegt að Íslendingar láti bjóða sér þvílíka forsmán að kommar stjórni landi sínu.

Helga Kristjánsdóttir, 28.4.2020 kl. 23:34

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Kratar og kommar skilja ekki hagfræði 101. Hafa aldrei og munu aldrei skilja. Þess vegna eru þeir kratar og kommar. Það verður engu tauti við komið gagnvart þessum kjánum.

 Góðar stundir,með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.4.2020 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 494
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband