Leita í fréttum mbl.is

Kynferðisleg árás?

Fyrir rúmu ári varð ég fyrir "kynferðislegri árás." Á þeim tíma gerði ég mér hvorki grein fyrir að um árás væri að ræða né eitthvað kynferðislegt. 

Ég hafði verslað í kjörbúð á Spáni og þegar ég kom út,sá ég að nokkru á undan gekk ung kona við hækju með tvo innkaupapoka og var í nokkrum vandræðum með að komast leiðar sinnar. Ég bauðst til að halda á pokunum meðan við ættum samleið og var það þegið með þökkum.

Þegar leiðir okkar skildust afhenti ég henni pokana og hún laut þá fram og kyssti mig leiftursnöggt á sitt hvora kinnina. Hún sparn síðan við fótum og snéri sér öndverðri og við gengum hvort sína leið.

Þetta atvik hafði engin áhrif á mig enda gerði ég mér þá ekki grein fyrir að um væri að ræða kynferðislega árás. Ég átti ekki andvökunætur og þurfti hvorki að leita til sálfræðinga eða geðlækna og ber engin varanleg sár á sál eða líkama.

Breska blaðið the Daily Telegraph skýrir frá því í dag, að vörubíll hefði lent í hremmingum við að komast leiðar sinnar undir brú og kona á sjötugs aldri hefði leiðbeint bílstjóranum. Þegar bílinn var kominn framhjá brúnni vatt annar mannanna sem í bílnum var sér út úr bílnum, þakkaði konunni og kyssti hana á kinnina.

Lögreglan í Derbyshire á Englandi lýsir nú eftir vitnum að þessari "kynferðislegu árás" mannsins, sem hefði ekki beðið konuna um leyfi áður en hann kyssti hana á kinnina. Ekki fer sögum af því að konan hafi óskað eftir því að lögreglan hefði afskipti af málinu, en hún gerir það engu að síður, því að miklu skiptir að gæta að lögum og reglum í samfélaginu.

Skáldið kvað á sínum tíma: "Siðferðið síst má án þess vera, en of mikið af öllu má þó gera, of mikið."

  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kossaflens þetta er væntanlega morðtilraun á tímum Covid-19.

Fyrir tíma Covid-19 var undirritaður ætíð kysstur á báðar kinnar af bláókunnugu kvenfólki í Frakklandi í kveðjuskyni, svona svipað og "ókei, bæ!" á Klakanum.

Þorsteinn Briem, 17.5.2020 kl. 12:49

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta virðist algengt í Miðjarðarhafslöndum Þorsteinn. En í frétt af málinu í Englandi er hvergi vikið að Covid eða það hafi haft einhver áhrif á aðgerðir lögreglunnar. Gott að þeir skilja ekki íslensku og átta sig ekki á þessum vinkli hjá þér. 

Jón Magnússon, 17.5.2020 kl. 15:12

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kannski ekki algengt að glæsimenni sýni þvílíka hjálpsemi,lýsir bara þínum innri manni. ---

Helga Kristjánsdóttir, 18.5.2020 kl. 00:22

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég það svo gjörla Helga. En þakka hólið. Spánverjar eru almennt mjög hjálpsamir og þessvegna kom mér á óvart, að það skyldi enginn bjóðast til að hjálpa ungu konunni t.d. kynsystur hennar, en það var að mínu viti ekki hægt að ganga framhjá henni án þess að bjóða aðstoð. 

Jón Magnússon, 18.5.2020 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 313
  • Sl. sólarhring: 648
  • Sl. viku: 4134
  • Frá upphafi: 2427934

Annað

  • Innlit í dag: 289
  • Innlit sl. viku: 3825
  • Gestir í dag: 277
  • IP-tölur í dag: 265

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband