Leita í fréttum mbl.is

Pólitískur ímyndarvandi kjósenda

"Ég hélt að ég væri venjuleg manneskja, en þar sem ég er hvít og foreldrar mínir eru giftir er ég stimpluð sem forréttinda-rasisti, sem ber ábyrgð á þrælahaldi. Ég geri áætlun um tekjur og útgjöld, sem gerir mig að fjármálalegum og siðferðilegum íhaldsmanni, sem þýðir að ég er fasisti miðað við orðræðuna."

Þannig var upphaf bréfs kjósanda, sem skrifaði til fulltrúadeildarþingmannsins, Demókratans, Debbie Dingell.

Kjósandinn hélt áfram og sagði "Ég geri áætlun um tekjur mínar og útgjöld, en fæ að heyra það, að ég sé ekki svona vel stæð af því að ég hafi unnið fyrir því, heldur vegna þess að ég sé í forréttindahópi." 

"Ég hugsa og velti hlutum fyrir mér og efast um margt sem kemur fram í hefðbundnum fjölmiðlum, sem gerir mig að hægri öfgamanneskju. Ég er líka stolt af arfleifð minni og bandarískri menningu, sem gerir mig að útlendingahatara."

Dingell þingmaður sem var sú eina í Demókrataflokknum, sem taldi árið 2016 að margt benti til þess að Donald Trump yrði kosinn forseti vegna þess að Demókratar hefði gleymt "hinum þögla meirihluta." 

Það sama hefur gerst í stjórnmálum Evrópu og á Íslandi. Hefðbundnir stjórnmálamenn hafa farið að gæla við öfgarnar til vinstri og talið þær eðlilegar, en  stimplað venjulegt fólk sem lifir hefðbundnu lífi og  virðir sögu landa sinna, menningu, ætt og fjölskyldu, sem pópúlista og hægri öfgafólk. 

 

 

Þessi þögli meirihluti heldur sig í lengstu lög við sinn stjórnmálaflokk í þeirri von, að hann muni nú sýna hvað í honum býr. En til þess kemur á endanum haldi þessi andhverfa eðlilegrar pólitískrar umræðu áfram, að fólk gefst upp, krefst breytinga og sættir sig ekki við stjórnmálafólk, sem mjálmar sönginn í takt við dekurkynslóð öfgafullu sósíalistanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband