Leita í fréttum mbl.is

Í þágu mannréttinda

Að sjálfsögðu er það heiður fyrir fámenna þjóð eins og Ísland að eignast forseta Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassbourg. Róbert Spanó er vel að þessum heiðri kominn. Þessvegna kemur það fólki illa, að sjá hann falla í þá gryfju, að samsama sig með ofbeldisöflunum í Tyrklandi og þykja sér sæma að þiggja upphefð frá Erdogan Tyrklandsforseta.

Róbert Spanó fór til Tyrklands til að taka við heiðursviðurkenningu úr hendi þeirra, sem takmarka tjáningarfrelsi og fangelsað blaða- og fréttafólk hundruðum saman. Dómarar hafa þurft að víkja fyrir þeim sem eru þóknanlegir yfirvöldum og fólk er ofsótt vegna skoðana sinna.  

Miðað við þessar aðstæður var vægast sagt sérkennilegt að forseti við mannréttindadómstól teldi rétt að heimsækja Tyrkland til að leggja blessun sína yfir aðgerðir stjórnvalda. 

Ó ekki segir glaðbeittur þingmaður Vinstri Grænna, Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Nýkomin frá því að herja á Pólverja fyrir að neita að kenna kynfræðslu í skólum á grundvelli sjónarmiða kynskiptinga, heldur hún því fram, að það sé í góðu lagi fyrir Róbert Spanó að fara til ofbeldismannsins í Istanbul, af því að þá færi hann fram sjónarmið mannréttinda gagnvart ofbeldinu. 

Þingmaðurinn hafði greinilega ekki kynnt sér það sem Róbert Spanó sagði í Tyrklandsheimsókn sinni. Í ræðu sinni þ.3. september s.l. í höfuðborg Tyrklands í Ankara fjallar hann m.a. almennt um mannréttindi,reglur laganna, lögbundna stjórnsýslu, sjálfstæði dómstóla. Þar segir hann m.a.

"það skiptir miklu máli fyrir tyrkneska dómara, að halda áfram með áhrifaríkum hætti að fara eftir og gefa þessum grundvallaratriðum stjórnarskrárinnar líf." 

Með þessu tekur forseti Mannréttindadómstólsins afstöðu með tyrknesku ofbeldisstjórninni og segir í raun að tyrkneskir dómarar hafi haft grundvallaratriði stjórnarskrár og mannréttinda í heiðri. Róbert vék að því í ræðu sinni að dómstóllinn hefði til meðferðar ákveðin mál sem varðaði dómara frá Tyrklandi en sagðist stöðu sinnar vegna ekki geta vikið að þeim málum eða tekið afstöðu til þeirra. 

Hvað stendur þá eftir? Forseti Mannréttindadómstóls Evrópu fer til Tyrklands og víkur ekki einu orði að mannréttindabrotum Tyrkja, en talar almennum orðum um mannréttindi. Rússínan í pylsuendanum er síðan að gefa dómarastétt landsins, sem hefur böðlast áfram í þágu Erdogan, ágætiseinkunn eins og sést á tilvitnuðum orðum hér að frama. 

Við sem þjóð eigum að gleðjast yfir því þegar Íslendingar fá verðskuldaða upphefð eins og Róbert Spanó í þessu tilviki, en við eigum líka að gera kröfur til þeirra. Þeir eru andlit þjóðar okkar út á við að mörgu leyti og við eigum að ætlast til mikils af þeim. Þessu sárari verða því vonbrigðin með vafasama framgöngu íslenskra trúnaðarmanna á erlendum vettvangi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Getur Robbi ekki útvegað vini sínum VHV einhverri laganámsviðurkenningu líka?

Halldór Jónsson, 8.9.2020 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband