Leita í fréttum mbl.is

Þjóðkirkjan

Franska tímaritið Charlie Hedbo birtir grínmyndir af ýmsum gerðum, m.a. af Múhameð, Jesú og Guði almáttugum í því skyni að hæðast að þeim og trúarskoðunum fylgjenda þeirra. Íslenska þjóðkirkjan hefur hafið kynningarherferð fyrir börn í anda Charlie Hedbo þar sem Jesús er teiknaður sem einhverskonar kynskiptings fígúra. Á ritstjórn Charlie Hedbo vita menn hvað þeir eru að gera. Spurning er hinsvegar hvort þeir á biskupsstofu vita hvað þeir eru að gera. Viti þeir ekki hvað þeir eiga að gera getur biskup og taglhnýtingar hennar notið þess sem Jesú sagði á krossinum.

"Guð fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra".

Áður en kirkjuþing fyrir árin 2019 og 2020 hófust um síðustu helgi lá fyrir, að fjölda kristins fólks í þjóðkirkjunni var ofboðið með hvaða hætti þjóðkirkjan fór fram með myndbirtingunni af kynskiptings Jesú og fyrirhugaðri kynfræðslu fyrir börn og unglinga á forsendum samtakanna 78, þ.á.m. kvalalosta. Þrátt fyrir það þótti biskupi og hennar fólki rétt að hvika hvergi. Þá vissu þau líka hvað þau voru að gera og duttu þar með úr náðarfaðmi frelsarans. 

Ætla mátti, að á kirkjuþingi mundu verða snarpar umræður um málið. En svo varð ekki. Það sýnir e.t.v. betur en nokkuð annað hvar kirkjan er stödd. Það er enginn Kaj Munk eða Dietrich Bonhofer innan kirkjunnar, sem er tilbúinn að verða við ákalli Jesú um að menn taki sinn kross og beri hann.

Þessvegna varð til loðmullulegasta yfirlýsing,sem sést hefur frá nokkurri samkomu á Íslandi fyrr og síðar:

"Kirkjuþing 2020 þykir afar miður að jesúmynd í auglýsingu um sunnudagaskóla kirkjunnar hafi sært fólk. Ætlunin var sú að undirstrika fjölbreytileikann en hvorki særa fólk né ofbjóða."

Kirkjuþing segir þetta í lagi, en æ ef það særir ykkur þá finnst okkur það leiðinlegt. Er það skoðun Þjóðkirkjunnar að mikilvægast sé að leggja áherslu á fjölbreytileikann á kynferðissviðinu og mæla sem mest með honum? Á slíkt sértakt erindi við uppfræðslu sunnudagaskólabarna?

Stendur kristin trú ekki fyrir annað en sérstakar áherslur á kynhneigð fólks og kynlíf. Er fagnaðarboðskapur hins sagnfræðilega Jesú ekki inntakið í boðun Þjóðkirkjunnar? Sé ekki svo, hvaða þóknanlegan grundvöll hefur Þjóðkirkjan þá til að starfa í þjóðfélaginu sem kristinn söfnuður. Af hverju eiga skattgreiðendur að standa undir þessum söfnuði? 

Á Kirkjuþingi var einnig rætt um loftslagsbreytingar og ályktað á svipuðum forsendum og samtökin extinct rebellion, þá var ályktun um að opna landamærin fyrir ólöglegum innflytjendum í anda no border samtakanna, vísað til nefndar. Hvorutveggja sýnir að Þjóðkirkjan er  að breytast í stjórnmálasamtök úr því að vera kirkja Jesú Krists.

Í Nígeríu hafa tugir þúsunda kristinna manna verið teknir af lífi á undanförnum árum vegna trúar sinnar. Það sem liðið er af þessu ári hafa meir en 1.200 kristins fólks verið tekið af lífi vegna trúar sinnar í Nígeríu og álíka fjöldi hlotið varanleg örkuml vegna trúarinnar, ungum kristnum stúlkum er einnig rænt í stórum stíl. Þetta er bara í Nígeríu. En það er hart sótt að kristnu fólki víða í heiminum og tugir þúsunda kristinna eru drepin árlega vegna trúar sinnar. Í Nígeríu og víðar eru til kennimenn eins og Munk og Bonhofer, sem bera sinn kross fyrir trúna og meðbræður sína jafnvel þó það kosti þá lífið.

Ég hef ítrekað skorað á biskup og íslensku þjóðkirkuna að taka sérstaklega upp málefni kristins fólks sem sætir ofsóknum í heiminum, en hún hefur engan áhuga á því. 

Íslensku Þjóðkirkjunni er sama um ofsóknir gegn kristnu fólki og sér ekki neina ástæðu til viðbragða. Engin tillaga hefur komið fram um að aðstoða sérstaklega kristið fólk sem býr við raunverulegar ofsóknir. Engin tillaga um að taka við kristnum fjölskyldum sem sæta ofsóknum. Nei það á ekki upp á pallborðið hjá Þjóðkirkjunni og þessum furðulega biskup hennar. Örlög kristins fólk sem sætir ofsóknum skiptir þessa pópúlista ekki máli.

Á sama tíma ályktar Þjóðkirkjan að bjóða eigi múslima sem hingað koma á vegum smyglhringja með ólöglegum hætti velkomna þrátt fyrir að innan við 10% þeirra sem þannig koma séu í einhverri hættu og nánast enginn sem býr við sömu ógn og hundruð þúsunda kristins fólks í löndum múslima.

Í ljósi asnasparka biskups og umræðunnar á síðasta Kirkjuþingi og þá frekar skorts á umræðunni á kristið fólk þá lengur samleið með þessum söfnuði sem nefnist Þjóðkirkja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

AMEN! 

Á eftir efninu.

Jón Þórhallsson, 15.9.2020 kl. 11:04

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eru hægrimenn eithvað skárri

þegar að það kemur að markaðssetninu gaypridefólks?

Mitt TJÁNIGARFRELSI  var t.d. skert af því að ég vildi standa vörð um KRISTIN GILDI og var að gagnrýna gaypride- ómenninguna.

Málgagn hægri-manna (moggabloggið), það virðist alla vega hafa ennþá lokað fyrir mitt BLOOG í bloggheimum moggabloggsins:

https://gudspekifelagid.blog.is/blog_closed.html#entry-2239907

------------------------------------------------------------------------

Er Moginn sjálfur (hægrimenn) ekki orðin að málgagni gaypride-fólks?

Alla vega auglýsir netmogginn  stöðugt tvo karla vera að haldast í hendur undir yfirskiftinni "stöndum saman".

Lægra verður það varla.

Jón Þórhallsson, 15.9.2020 kl. 11:07

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Jón fyrir þennan verðuga pistil.

Eitt sinn var maður nokkur á leið til kirkju, hann var svolítið seinn fyrir, guðþjónustan var hafin. Þegar hann kemur að kirkjubyggingunni sér hann hvar Jesús situr á kirkjutröppunum. Maðurinn ávarpar Jesú og spyr hann af hverju hann væri hér fyrir utan kirkjuna en ekki inni á meðal kirkjugesta. Svarið sem hann fékk var þetta: "Þau vilja ekkert með mig hafa".

Þjóðkirkjan og fleiri "kristnir" söfnuðir eru einmitt á þeim sama stað. Guð Orð er að þvælast fyrir þeim og þau vilja ekki að Guð sé að skipta sér af því hvað það er að gera.

Þegar kirkjuapparatið bregst þá snýr fólk sér til þeirra leiða sem frumkristnin notaðist við, þ.e. að koma saman í heimahúsum þar sem það lofar Guð í söng og ljóðum, les saman úr Biblíunni og ræðir það sem í henni stendur og biður saman.

Kirkjan er ekki hús byggt úr timbri eða steinsteypu heldur er hún fólk, fólk sem elskar Guð og vill hlíða Orði Hans og vill sjá framgang ríkis Hans.

Ég bið að Guð gefi að íslenska þjóðin megi snúa sér til Hans sem er höfundur lífsins, Hans sem elskar alla menn og þráir samfélag við okkur mennina.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.9.2020 kl. 13:39

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir gott innlegg Tómas. Merkilegt hvað Lútherska kirkjan í okkar heimshluta er í miklum vanda sem og Biskupakirjan enska. Þeir eru búnir að afnema djöfulinn sennilega af því að hann er ekkert skemmtilegur og taka út alla ábyrgð einstaklingsins á eigin hegðun og trú. Þetta á allt að vera guðdómlegur gleðileikur þar sem allir ganga að alsnægtarborði guðdómlegrar náðar og kærleika án tillits til hverjir það eru og hvað þeir hafa gert. Einvhern veginn rímar það illa og þetta er svo innihaldslaust, að fólk gefst upp á þessu. Það vantar allt kristilegt inntak.

Jón Magnússon, 15.9.2020 kl. 21:56

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Nákvæmlega Jón.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.9.2020 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 367
  • Sl. sólarhring: 691
  • Sl. viku: 4881
  • Frá upphafi: 2426751

Annað

  • Innlit í dag: 343
  • Innlit sl. viku: 4531
  • Gestir í dag: 337
  • IP-tölur í dag: 322

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband