Leita í fréttum mbl.is

Hvernig væri að taka afstöðu á grundvelli málavaxta.

Í nokkra daga hafa fjölmiðlar og ýmsir spekingar farið hamförum yfir því að nú eigi að vísa egypskri fjölskyldu úr landi. Margir hafa gripið eitthvað á lofti sem þeir telja réttlætismál, án þess að kynna sér hvað er um að ræða. Einn þeirra er þingmaður Samfylkingarinnar, sem segir að ástæða á að málsmeðferð hefði dregist hefði verið út af Covid og taldi að með því ætti ólöglegu innflytjendurnir að vinna einhvern rétt. 

Staðreyndin er nú samt sú, að yfirvöld afgreiddu umsókn egypsku fjölskyldunar endanlega í byrjun nóvember. Þá var Covid ekki komið til sögunnar. Covid hafði því ekkert með afgreiðsluna að gera og það eina sem skiptir máli er að egypska fjölskyldan hefur ekki fylgt fyrirmælum um að koma sér úr landi í rúmar 10 mánuði. 

Er það virkilega svo, að fólk telji að fólk eigi að vinna einhvern rétt með því að óhlýðnast fyrirmælum yfirvalda?

Útlendingalögin eru eins vitlaus og þau eru vegna þess, að þeir sem vilja hleypa nánast öllum ólöglegum innflytjendum inn í landið réðu meðferð málsins á Alþingi. Þegar fólki sem hefur engan rétt til að vera hér skv. lögunum, sem vinstra liðið ber alla ábyrgð á er vísað úr landi  á grundvelli laganna, þá stekkur þetta fólk upp og hrópar og hamast gegn því að farið sé eftir lögunum, sem þetta sama fólk ber alla ábyrgð á. 

Staðreyndin er sú, að það er ekkert sem afsakar það að egypsku fjölskyldunni verði ekki vísað úr landi þegar í stað. Verði það ekki gert yrði það hinsvegar til ámælis fyrir ríkisstjórnina og mundi leiða til þess, að fleiri úr múslimska bræðralaginu reyndi að komast til landsins. Væri það til góðs fyrir land og þjóð?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Áslaug Arna stendur sig.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.9.2020 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 143
  • Sl. sólarhring: 858
  • Sl. viku: 4657
  • Frá upphafi: 2426527

Annað

  • Innlit í dag: 130
  • Innlit sl. viku: 4318
  • Gestir í dag: 129
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband