Leita í fréttum mbl.is

Blessuð börnin og ofbeldi ráðamanna

Halldór Laxnes skilgreindi vel sérkennilega náttúru íslendínga í rökræðum: 

"Því hefur verið haldið fram, að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðhengilshátt og deila um titlingaskít sem ekki kemur málinu við;en verði skelfingu lostnir og setji hljóða þegar komið er að kjarna máls."

Ákvörðun var tekin af löglegum yfirvöldum að vísa egypskri fjölskyldu úr landi í samræmi við íslensk lög og alþjóðalög. Ljóst var frá upphafi, að egypska fjölskyldan átti ekki rétt á alþjóðlegri vernd, en með fölskum málatilbúnaði og hatrammri varnarbaráttu lögmanns fjölskyldunnar var málið teygt og togað og dregið þannig að niðurstaða lá loks fyrir 15. nóvember 2019. Fjölskyldan átti þá að fara brott. Sú staðreynd að hún skyldi ekki fara var alfarið á hennar ábyrgð ekki annarra. 

Loksins þegar ríkisvaldið ákvað, að sjá til þess, að lögum væri framfylgt, hófst sérkennilegur farsi þar sem lögmaður fjölskyldunnar leiddi málatilbúnaðinn. Málið var tekið upp í nefnd Alþingis. Ýmsir aðilar með lögmann fjölskyldunnar í broddi fylkingar halda því fram, að verið sé að brjóta á fjölskyldunni, þó engin lög eða reglur séu færðar fram því til staðfestingar.

Enn byrjar síðan nýr þáttur leikritsins, þar sem því er haldið fram að verið sé að brjóta rétt á börnum. Hvaða réttur skyldi það nú vera? Hvað hafa þeir sem þannig tala fært fram máli sínu til stuðnings. Ekki neitt. Vegna þess, að það er ekki verið að brjóta rétt á börnunum. Allt hefur verið gert hvað hana varðar með faglegum hætti á grundvelli laga og réttar. 

Íslendingar eru góðgjarnt fólk og þessvegna á þessi falski áróður um að verið sé að brjóta rétt á börnunum greiðan aðgang að mörgum Talsmenn þeirra sjónarmiða gæta þess þó jafnan, að ekki sé horft á heildarmyndina og skoðað í alvöru hvort það sé verið að brjóta rétt á börnum og/eða valda þeim einhverjum varanlegum vanda. 

Sé svo, að flutningur barna egypsku fjölskyldunnar til heimalands síns, leiði af sér einhver vandamál fyrir þau, eins og haldið er fram, þar sem þau hafi myndað slík tengsl við Ísland á rúmu ári, hvað þá með börn námsmanna sem þurfa þessvegna að taka sig upp með foreldrum sínum og jafnvel þvælast á milli þriggja eða fjögurra þjóðlanda í æsku. Eru foreldrarnir að brjóta rétt á þeim í hvert skipti sem það gerist? Foreldrarnir mega þá eiga von á að börnin lögsæki þau þegar fram í sækir fyrir slík mannréttindabrot.

Hvað með börn starfsfólks utanríkisþjónustunnar eru þeir að brjóta rétt á börnum sínum með því að taka skipun í nýtt starf í öðru landi þar sem börnin hafa fest ákveðnar rætur?

Eru líkur á að börn námsmanna og starfsfólks utanríkisþjónustunnar bíði varanlegt tjón vegna þessara meintu brota á rétti barna með tilflutningi milli landa skv. því sem talsmenn egypsku fjölskyldunnar halda fram að gildi um þau. 

Þeir sem til þekkja vita að það eru lítil vandamál því samfara að börn flytjist á milli landa eða ferðist í flugvélum, ekki frekar en fullorðnir. Í tilviki barnana eru þau oftast fljótari að aðlaga sig en hinir fullorðnu. Þessi málatilbúnaður um að verið sé að brjóta rétt á börnum í þessu tilviki eða valda þeim tjóni er rangur og stenst ekki rökhugsun. 

Þá kemur að lokakaflanum. Egypska fjölskyldan ákveður enn einu sinni að brjóta gegn íslenskum lögum og fer í felur þegar framfylgja á reglum réttarríkisins um að vísa henni úr landi og það verður ekki gert nema með atbeina lögreglu. Getur frjálst og fullvalda ríki sætt sig við slíkt?

Staðreyndin er því sú, hvaða moldviðri sem reynt er að þyrla upp, að lögleg yfirvöld hafa fjallað um mál egypsku fjölskyldunnar á grundvelli mannúðar og hún hefur fengið að njóta vafans í hvívetna, vegna þess heldur hún áfram lögbrotum og þykist ætla að vinna rétt með því. Það er merkilegt, að slíkt athæfi skuli eiga sér talsmenn meðal forustu þjóðkirkjunar og vinstri sinnaðra stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokka sem bera alla ábyrgð á því hvernig þessi lög eru og þegar á að framfylgja þeirra eigin lögum þá fordæma þeir að farið sé að reglunum sem þeir sjálfir stóðu að. 

Því miður er réttarvarslan slík í þessu þjóðfélagi að lögreglumaður sem tjáði sig á fréttamiðli í gær sagði aðspurður að lögreglan hefði ekki hugmynd um hvað mikill fjöldi þeirra sem hefði verið vísað brott úr landinu væru hér enn. Væri ekki rétt að taka upp umræðu um að breyta lögum og verkfellum þannig að þeim sem vísað er úr landi væri gert að gera það og fluttir úr landi strax eftir að lokaúrskurður gengur í máli þeirra. 

Núverandi verklag býður upp á almannahættu eins og dæmin sýna erlendis frá. 

Meðal annarra orða íbúar Egyptalands eru 90 milljónir og helmingur þjóðarinnar 45 milljónir eru undir 25 ára aldri. Það er auðvelt að kaffæra fámenna Ísland á stuttum tíma ef fjöldi fólks þar í landi fær þau skilaboð að þeir sem komast inn í landið fái að vera hér það sem eftir er þessvegna á kostnað skattgreiðenda ef ekki vill betur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sérlega góður pistill Jón Magnússon,sem tekur á öllum þáttum óviturlegra málatilbúnaða m.a.að verið sé að brjóta á börnum; Já þeirra áhrifamesti áróður að börnin hafi myndað tengsl hér,hinir sömu gætu þá athugað hvort þeir hafi reynslu af slíku sjálfir.--- Egypska fjölskyldan verður að una þessum úrslitum,svo augljós er Íslendingum hættan af því að brjóta sín eigin lög auk þeirra alþjóðlegu.      

Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2020 kl. 16:40

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Frábær pistill eins og venjulega.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.9.2020 kl. 08:02

3 identicon

Þakka þér fyrir góðan pistil. Allt er þetta satt og rétt hjá þér, enda er ég svo hjartanlega sammála þér. Þetta er einmitt kjarni málsins. Það er sífellt verið að klifa á þessu með blessuð börnin, og þá náttúrulega vísað til barnasáttmálans, eins og vant er. Ég segi eins og þú varðandi börn námsmanna og fólks í utanríkisþjónustunni. Barnasáttmálinn hlýtur að höfða til þeirra líka. En þetta er alveg rétt hjá Kiljan, sem hann sagði forðum tíð. Við eigum það til að hanga of mikið í orðhengilshættinum. Það er meinið, og getur orðið okkur skeinuhætt á endanum, er ég hrædd um. Við ættum að horfa meira til Svíþjóðar, og hafa vit á því að læra meira af reynslu þeirra í þessum efnum. Mál er að linni.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2020 kl. 14:20

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistill Jón.

Ég verð samt að furða mig á því, að þeir sem koma að þessum

málum eru flestir ef ekki allir löglærðir þannig að merkilegt

er að þeir reyni að snúa út úr lögum og reglum og í mörgum

tilfellum brjóta þau. Er ekki refsing við því..??

Seinast skrípaleikurinn varðandi þessa fjöldskyldu er ekki

búin, og vittu til, það verður í beinni þegar þau verða sótt

og fylgt út í vél.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.9.2020 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 176
  • Sl. sólarhring: 824
  • Sl. viku: 4690
  • Frá upphafi: 2426560

Annað

  • Innlit í dag: 159
  • Innlit sl. viku: 4347
  • Gestir í dag: 158
  • IP-tölur í dag: 156

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband