Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru karlarnir?

Í gær var fjallað um geymslu svonefndra menningarverðmæta og malbik í þættinum Kveikur í Ríkissjónvarpinu.

Við umfjöllun um geymslumálin kom á óvart gríðarlegt magn efnis og hluta ríkisvaldinu er ætlað að varðveita. Þrátt fyrir að þátturinn ætti að sýna fram á hve illa væri staðið að geymslumálum, þá kom raunar á óvart hvað vel er staðið að þessum málum víðast hvar miðað við það óhemju magn sem um ræðir. 

Annað sem kom á óvart er af hverju allt það efni sem hægt er að míkrófilma sé ekki míkrófilmað og varðveitt eingöngu með þeim hætti og öðru fargað sem ekki teljast mikilvægir minnisvarðar íslenskrar listar og menningar. 

Í þriðja lagi þá var eingöngu talað við konur enda þær allsstaðar í stjórnunarstöðum á safna og listmunasviðinu.

Þegar fjallað var um malbikið og gæði þess í síðara umfjöllunarefnis Kveiks, var vegamálastjóri, sem er kona líka til andsvara.

Það er ánægjuefni að konur sæki fram og gegni forustu- og stjórnunarhlutverki á sem flestum sviðum í þjóðfélaginu til jafns við karla. Þegar svo er komið að konur hafa haslað sér völl sem stjórnendur til jafns við karla,er þá réttlætanlegt að hafa lög um jafnstöðu kynjana með þeim hætti, að við mat á því hvort ráða skuli konu eða karl til starfa, þurfi sérstaklega að réttlæta það að karlinn var valinn umfram konuna. Sú viðmiðun, sem t.d. réði niðurstöðu í kærumáli gegn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, á engan rétt á sér lengur og stuðlar frekar að óréttlæti en réttlæti. Við erum á allt öðrum stað en þegar lögin voru samþykkt.

Hinn "kúgaði minnihlutahópur" konur hefur sem betur fer sótt fram og tími er til kominn að af-fórnarlambavæða þennan "kúgaða minnihlutahóp" og viðurkenna að það er ekki um neina lagalega kúgun að ræða gagnvart konum. Við erum fyrst og fremst einstaklingar og það á að velja fólk til starfa vegna hæfileika hvort sem er í pólitík eða öðrum störfum en ekki kynferði. Gamla viðmiðunin á við þjóðfélag sem er ekki lengur til staðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Mikill kerfisvæðing á sér stað og þar ganga konur fremstar í flokki að draga til sín verkefni. Allt sem hægt er sett á ríkismötunina í stað þess að dreifa listaverkum og öðru sem hefur safnanagildi meðal almennings. Þjóðargersemar, einstakir munir geta verið undir umsjá Þjóðminjasafns, en málverk og listmunir eru best geymd hjá söfnurum og almenningi. Hvað hefur t.d. Reykjavíkurborg að gera með yfirfulla kjallara af verkum sem listamenn hafa ánafnað þeim? 

Sigurður Antonsson, 9.10.2020 kl. 10:20

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þarna var fjallað um tvö opinber fyrirtæki sem stjórnað er af konum.

Í báðum fyrirtækjunum er starfsemin greinilega í miklum ólestri, miðað við það sem fram kom í þættinum.

Og þú spyrð í fyrirsögn hvar karlarnir séu.

Gaman að því.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2020 kl. 16:18

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Þú ert með aðeins annan vinkil á þessu en ég https://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/2255642/. Ef þér finnst merkilegt, að það sé fyrt og fremst talað við konur, er það ekkert furðulegt. Þær eru flestar í svona kjallarastöðum söfnum að passa upp á þjóðararfinn. Þó ein og ein hafi komist til starfans sem yfirmaður safns af metorðum, líkt og Þjóðskjalavörður. Mikill hluti hinna kvennanna er kominn í stöðurnar með hjálp Sjálfstæðisflokksins. Þær konur sem hafa náð hylli stjórmálamanna  eru mjög sérstæð stærð sem jafnan ræður mjög fáa karlmenn, og sér í lagi ekki þá karla sem skyggja á þær. Hvort það er verra er svo annað mál.

Góð varðveisluskilyrði og öryggi er eitt á söfnum, en einnig þarf að vera þar fólk sem eru sérfræðingar. Þeir hafa að mestu horfið frá söfnunum. Nú eru aðeins stjórnendur og heldur lítið fjölbreytt lið af ómenntuðu fólki. Til að mynda er fyrirtaks stjórnandi á alls endis fjársveltu Þjóðskjalasafni, sem hrökklaðist úr húsi á ÞJóðminjasafni undan stjórnanda þar, sem í raun hefur ekki gert mikið nema það sem púkkað var undir hana af forvera sínum, Guðmundi Magnússyni. En hún er samt betri en Þór Magnússon - Konur geta alveg gert hlutina eins illa og hann, en varla verr!

FORNLEIFUR, 10.10.2020 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 673
  • Sl. sólarhring: 924
  • Sl. viku: 6409
  • Frá upphafi: 2473079

Annað

  • Innlit í dag: 610
  • Innlit sl. viku: 5838
  • Gestir í dag: 585
  • IP-tölur í dag: 572

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband